Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 270
266
A haustin er féö á Hodneí minstum lioldim, einkum
ær; stafar það einungis af verri sumarhögum en vetrarfóðri-
— Hrútar og lömb voru böðuð þrifabaði vanaJega um 10..
sept. og alt féð um 15. des. Það er einungis færilús sem er
á fénu. Sem baðJyf heflr áður verið notað Mc. Dougall’s
fjárbað (enskt), en nú í seínni tíð Evreka fjárbað (norskt)-
Veturinn 1904 byrjaði sauðburður 22. marz og stóð'
yfir til 8 maí. Þann tíma eru myrkar nætur á Hodne
og er vakað yflr ánum með Ijósi. Lambærnar „stóðu
inni“ þangað til kominn var nægur gróður fyrir þær á
ræktuðu landi. Þann tíma sem lambærnar stóðu inni
var hver ær fóðruð daglega með 12—16 pd. nf fóð-
urnæpum, 2 pd. af heyi og 40--60 kvint. af hafrakorni
og bómullarfrækökumjöli til samans. Vatn var borið 1
jöfu til þeirra tvisvar á dag. — Elztu lömbin voru meir
en mánaðargömul, er þau komu fyr°t út úr húsi. Þótt
það geti verið hættulegt lambanna vegna, að láta lamb-
ær standa lengi inni, þá ber þó lítið á hættu þessari á
Hodne. Hús og hirðing er fyrirtaks góð. Hálmur er
borinn undir féð allan veturinn, svo það liggur aldrei á
mylsnu eða bleytu, en er ávalt hreint og þurt. Mest
þörf er á þessu um sauðburðinn.
Ærnar mjólka mjög mikið þann tíma, sem þær
standa inni, sem eðliiega stafar af hinu mikla og góða
fóðri, einlcum fóöurnœpunum, enda vaxa lömbin þá ó-
venjulega mikið. Þau eru sífelt mett og virðast hafa
litla hvöt til þess að éta ull og annað óæti, en ef svo
er, þá éta þau helzt liálm, sem ekki virðist vera hættu-
legur fyrir meltingarfærin. Þetta vor drápust þó 4 lömb
af innýflabólgu, er orsakaðist af ullarkekkjum í innýflun-
um, er stífluðu rás næringarefna og saurinda.
Sauðféð á Hodne er klipt einu sinni á ári — annars
er nokkuð alment í Noregi að klippa haust og vor —
Iírútar og gemlingar voru kliptir 1903, 19. marz og ær
9 — 10 júní. Ullin af 192kindumvóg óþvegin, enn frem-
ur hrein—laus við sand og mold — 901 pd. Það er til
jafnaðar af hverri kind um 43/4 pd..