Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 278
274
kálfa, bygginírn á fjósum, hirðingu áburðarins o. fl. —
Þeir ættu og að vera doðalæknar á félagssvæðinu og
dómendur við sýningar.
Til þess að nautgripafélögin geti átt kost á að fá
nægjanlega marga hæfa eptiriitsmenn, er óhjákvæmilegt
að koma sem fyrst á stofn kenslu fyrir eftirlitsmanna-
efni. Þessi kensla er óefað bezt sett í Reykjavík, bæði
af því, að þar má fá betri og ódýrari kenslukrafta en
nokkurstaðar annarstaðar á lardinu, og svo eru betri
samgöngur við Reykjavík, en við nokkurn annan stað,
og því hægra fyrir menn yflrleitt, að 'nagnýta sér
kensluna. Kenslan á að vera bæði bókleg og verkleg,
og kenslugi-einar samkvæmt þvi, sem að framan er sagt,
þær er liér segir :
1. Lílfœrafrœði. í h'ffærafræðí ska.1 sérstaklega ieggja
áherzlu á bygging og starf meltingafæranna, and-
færanna og mjólkurkirtlanna, svo og blóðrásina og
helztu efnabreytingar í likama dýranna.
2. Föðrnnarfrœði. Þar skal kenna efnasamsetning og
fóðurgildi hinna ýmsu innlendu fóðurtegunda, að
svo miklu leyti, sem það er þekt, svo og efnasam-
bönd og fóðurgildi helztu úllendra fóðurtegunda,
sem notaðar eru eða líkur eru til að notaðar verði
hér á lándi. Þá skal kenna um fóðrun og fóður-
blöndun hnnda mjólkurkúm og loks um hirðing á
nautgripum.
3. Eftirlitsreikningar. Eftirlitsreikning skal kenna bæði
bóklega og verklega, og er áríðandi að nemendurnir
fái góða æflngu í að halda mjólkur- og fóðurskýrslur,
og að meta rétt verðmæti fóðursins og mjólkurinnar.
4. Mjaltir og feitimœlingar. Undir mjaltakenslu heyrir
að gera nemendunum grein fyrir mismuninum á
nýju mjalta-aðferðinni og togmjöltuninni, sem enu
•er notuð viðast hvar hér á landi, og að gefa þeim
svo góða verklega æflngu í nýju mjalta-aðferðinni,
að þeir séu fullfærir um að kenna hana frá sér