Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 287
283
Um skilvindur.
A síðasta ársfundi Landsbúnaðarfélagsins var þeirri
ósk beint til félagsstjórnarinnar að hún ieitaði upplýsinga
um það, hver skilvindutegqnd væri hentugust. hér á landi
og hver mest væri notuð á smábúum á Norðurlöndurm
Um þetta mál ritaði fofseti prófessor B. Böggild i Kaup-
mannaböfn, sem kunnugastur er smjörgerðinni hér á iandi,.
en hann heflr beðið ritara Búnaðarfélagsins danska, hr..
H. Hertel, að svara bréflnu, og kom það svar í haust, svo-
látandi:
„Prófessor B. Böggild heflr vikið því að skrifstofu
Búnaðarfélagsins að svara bréfi því, er þór rituðuð hon-
um 23. júní.
Eg hefi átt tal um þetta við ýmsa; sem vit hafa á
málinu, os vil nú láta það.álit uppi, að það er víst meft
öllu rétt af herra Grönfeldt, að hann leggur áherzlu á
það að danska Perfect-skilvindan er svo óbrotin og t.raust
í gerðinni, en Alfa-Laval-skilvindan er margbrotnari; þvi
að gæta verður þess, að handskilvinda sem notuð er í
bæði mál, verður að hreinsast vandlega eigi síður en.
stóra skilvindan, 1 hvert skifti sem hún er notuð, og ein-
mitt af því hvað oft þarf að hreinsa hana, er svo hætt
við sliti og óhöppum í höndunum á þeim, sem ekki
kunna með að fara.
Hvað það snertir að Perfect-skilvindan liefir til þessa
ekki verið notuð í Danmörku, þá stafar það eingöngu af
því, að hér nota menn svo að kalla ekki aðrar skilvind-
ur en stórar, og það er fyrst núna á þessu sumri að
stór Perfect-skilvinda heflr verið höfð á boðstólum; alls
eigi átt sér stað áður. Alt til þessa heflr ekki verið
verzlað með aðrar Perfect-skilvindur en handskilvindur,
en hjá oss hagar svo til að þær eru ekki notaðar. Hér