Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Síða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Síða 1
% 4. febr, 1932. v l’i I í I ‘ Keflavík. ÞaÖ fór rajög að vonum, að Morgunblaðió skyldi taka upp vörn fyrir hiö glæpsamlega og glapræðislega verk nokkurra kefl- vískra vélbátsformanna, að taka formann verklýðsfélagsins í Kefiavík með valdi og flytja hann "lil Reykjavíkur. Það hefir komið fyrir noklírum sinnum hér í Reykjavík, að þeg- nr hundrað menn hafa lagt niður vinnu, að þá hefir verið blakað við einum eða tveeim mönnum, sem ekki skildu hvað um var að vera, eða höfðu svo ríkan þræls- étta, að þeir þorðu ekki að taka þátt í kröfum stéttarbræðra sinna. En livað hefir Morgunblaðið segt þá? Það hefir hrópað upp wm atvinnufrelsi, vitnað í stjórn- nrsltrána og aðrar lagasetningar. Bn nú þegar maður er rifinn út úr atvinnu sinni, sem hann er bú- ínn að stunda í heilt ár, og flutt- ur með valdi meira en þing- mannaleið, þá er ekki mikið hjá Mogganum um að lögin eigi að vera í gildi. Þá er þetta alt gott og réttmætt, þó eina orsökin til þess að þetta ofbeldisverk sé framið, sé það, aö maðurinn, sem ani er að ræða, er forgöngu- maður ver k 1 ýð ssamt aka n na í Keflavík. Deilan er því um það, hvort verkalýðurinn í Keflavík til sjós og lands eigi að hafa sama rétt og verkalýöur annars staðar á landinu til þess að semja sem heild við atvinnurekendur, þ. e. hvort hann eigi að hafa rétt til þess að hafa verklýðsfélag eða ekki. Það var tilætlun manna þeirra, er beittu Axel Bjömsson ofbeld- inu, að ganga þar með málli bols og höfuðs á verkiýðsfélaginu í Keflavík, það er: þeir ætluðu sér að taka einhvern sjálfsagðasta rétt af keflvíska verklýðnum og það rétt, sem mcira að segja flest- ir ihaldsmenn viðurkenna. Þvi fá- ir íhaldsmenn munu vilja taka undir með málgagni sínu Mogga um að verkamenn eigi ekki að hafa rétt til þess að mynda verk- iýðsfélög. Glapræðisverk var tiltækið af því þeir áttu að vita hvað það þýddi að verklýðsfélag Keflavík- ur er i Alþýðusambandinu, það er, að að baki verkamanna í Keílavík stendur sameinuð al- þýða íslands, og að svona tiltæki gat engin önnur áhrif haft en að .Gefið út af Alþýðuflokknum. 6.-7. tbl. VI. árg. Glæpa~ aðdrótfuiinm Morgaiablaðs~ ins og kefivískra útgerðnrmanna hrundið með vitnaleiðslum og opinberri rannsékn. Axel Björnsson, formaður Verklýðsfélags Keflavíkur. auka samhuginn með verkalýðn- «m í Keflavík. Alþýðusambandið er nýlegabú- ið að viona deilu fyrir verka- lýðinn á tveim stöðum úti á landi, og því fyr sem útgerðar- mannafélagiö í Keflavík semur um kaupgjaldið þar, því fyr gleymist frumhlaup það, er fé- lagið lét heimskustu eða fáfróð- ustu meðlimi sína leiða sig út í. En jafnvel þessir umgetnu heimskustu eða fáfróðustu með- limir ættu að geta séð, að út- gerðarmannafélagi Keflavíkur er ekki fært að etja kappi við Al- þýðusamband íslands. Eiturbyrlunarmál eitt mikið er nú mjög talað um í Sviss. Saga málsins er þessi: Max Riedel læknir var giftur Idu Schnewlig, en skildi við hana árið 1924 og fór að búa meÖ Antoniu Guala, en næsta ár á eftir giftist Riedei aftur hinni fráskildu konu, og fór sú vígsla fram meöan Antonía var fjarverandi. Þegar hún kom svo heim, brá henni heldur en pkki í brún, en þær uröu ásáttar um það, konurnar, að lifa saman í sátt og samiyndi. En nokkru seinna urðu hjónin mjög ósátt. Litlu síðar varð frúin fárveik og lézt. Kom i ljós við læknisskoðun, að hún hafði etið arsenik-eitur. Læknirinn og Antonía voru tekin höndum, ákærð og dæmd eftir milíil málaferli í 20 ára fangelsi. Ýmsir álíta að hér hafi verið um sjálfsmorð að ræða, og er því búist við að málið verði tekið fyrir- til nýrrar rannsóknar bráð- lega. „Stóra bomban“. Einhver viðbjóðslegasti blettur- inn í stjórnmála- og verklýðs- samtaka-sögu þessa lands mun verða kal'.aður „keflvíski glæpur- inn“. Menn munu það lengi i minnurn hafa, er keflviskir at- vinnurekendur ákærðu fulltrúa verkamanna fyri.r að hafa vísvit- andi myrt fjóra sjómenn, og í- haldsblöðin, bæði Morgunblaðið og Vísir, gleyidu við þessu sár- fegin og reyndu að gera þetta sem allra sennitegast fyrir aug- um le&enda sinna. Með þessari ákæru ætluðu at- vinnurekendurnir í Keflavík og í- haldsblöðin sem verjendur þeirra að reyna að snúa þeiirri saniúð, sem verkalýður og öll alþýða í Keflavík nýtur hjá öllum siðuð- um og réttsýnum mönnum, hvar sem er á landinu, upp í hatur ti! fulltrúa verkamanna. En það fór með þetta mál eins og geðveikismáLið fræga. „Stóra bomban“ sprakk í höndum þeiirra, sem báru hana, og lagði þá flata í sorpið fyrir fætur fjöldans. Morgunblaðið varð fyrst til að afsanna róg sinn og ásakanir með sífeldu ofaníáti og nýjum og nýjúm sögum um ástæðurnar að hvarfi vb. Huldu, sem urðu lygiJegri og fyrirlitlegri, því fleiri sem þær urðu. En þótt sannað sé, að gLæpaað- dróttun þessara íhaldsmanna var algeriega röng frá rótum, þá heldur Mgbl. áfram að nota hana tiil að beina athyglinni frá kjarna Keflavíkurdeílunnar, sem er sá, hvort verkamenn eigi að hafa rétt til að segja eitt einasta orð um kaup sitt og kjör sín. Undanfarna daga hefir nákvæm lögreglurannsókn farið fram um veru vélb. Huldu hér í Reykjavik og burtför bátsins héðan. Verð- ur hér á eftir skýrt frá þessu samkvæmt lögreglubókunum. Afskifti Verkamálaráðisins af bátnum. Eins og margoft er búið að skýra frá hér í blaðinu, hafði verkamálaráðið engin afskifti af vb. Huldu. Enda kemur það ljós- lega fram við yfirheyrslur á þeim Héðni Valdimarssyni, Jóhönnu Egilsdóttur, Jóni A. Péturssyni og 27. jan. Ölafi Friðrikssyni. Vissu meira að segja sum þeirra alls ekki að þessi bátur væri til, fyr en hið hlægilega og heimskulega morð- áburðarskeyti kom frá vesalings útgerðarmannastjórninni í Kefla- vík. Þessir fjórir félagar, sem að ofan getur, bera það öll fyrir réttinum, sem fyr er sagt hér í blaðinu, og þarf því ekki að rekja það nánar. ...líl. Sverrir Briem. Fyrir lögregluréttinum mætti Sverrir Briem, starfsmaður hjá Olíuverzlun íslands, sem útgerðar- mennirnir verzla við. Segist Sverr- ir hafa ekið þeim Páli Magn- úsi Pálssyni, formanni á vb. Huldu, og Agli Jónassyni, form. á vb. Braga, vestur í Slipp. Barst þá í tal mjlli þeirra fonnann- anna um oliu fyrir bátana, þann- ig að Egi'lil á Braga talaði um, að sig vantaði olíu. Sagði Páll þá, að það gerði ekkert tiL, því hann hefði það mikia olíu, að hann gæti látið Egil fá olíu til heim- ferðarinnar. Guðnmndur GnðbjUrnsson ár Keflavík. Einn af þeim, sem yfirheyrðir hafa verið, er Guðm. Guðbjöms- son, form. á vb. Merkúr úr Kefla- vík. Segist Guðm. hafa búið með form. á Huldu í Hótel Heklti og kveðst hann hafa fylgt Páli til skips, er hann fór. Guðmund- ur sagðist aldrei ltafa orðið var við, að árásir væru gerðar á bát- inn eða nokkurn annan bát, og ekki kveðst hann heldur hafa orð- ið var við, að hótanir um slíkt væru hafðar í frammi. Um það, hvort bátinn hafi vantað nokkuð, veát hann ekki með vissu, en tel- ur hins vegar formanninn vera miklu gætnari mann en svo, að hann fari úr höfn án nægs út- búnaðar. Þórhallur Einarssou, form. á v.b. Uðafossi, mætti og fyrir réttinum, og er rétt að geta þess, til þess að fólk haidi ekki að þessi maður sé að hlifa fulltrúum verkamanna fyrir ofsóknum og áburði Mgbl. og kefivískra útgerðarmanna, að

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.