Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Síða 7

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 04.02.1932, Síða 7
VIKUÚTGÁFAN 7 Blaðasölumaðurinn Hann situr eins og alla aðra daga á útistólnum sinum á balí við blöðin sín og horfir fram hjá fólkinu, sem gengur eftir götunni. Augun stara sljótt á eitthvað, sem er langt, langt í burtu. Komrnni hans hafði ekki tekist að hug- hreysta hann að pessu sinni, því að nú var hún einnig búin að gefa upp al'la von. Hann sperrir tréfótiínn út í iloft- ið eins og hann viidi með pví ákæra heiminn. Við atvinnuleys- ingja, sem sezt hjá honum, segir hann ákveðinn án pess að líta á hann: „f kvöld geri ég enda á öllu saman!“ Atvdnnuleysinginn horfir á hann eins og hann viti ekki við hvað hann á. En þegar hann áttar sig á því, stendur hann á fætur og gengur burt frá kryp- lingnum án pess að kveðja. Þokan grúfir yfir götunni, og pað er einhver ósegjanfeg þneyta í loftinu; pað er svo einmanalegt í pessum löngu, háværu götum. Trén, sem eru hinum megin við götuna, hafa felt seinustu blöðin og standa nú óhreyfanleg án þess að nokkurt lífsmark sé sjáanlegt með peim. Það er eins og heim- urinn ætli að kafna í þokunni. Alt í einu safnast heill hópur af mönnum með hrópum og skammaryrðum utan um. bíl úti á miðri götunni. Maðurinn á bak \dð blöðin hrekkur við og sér konur í hræðslufáti flýta sér burtu, án pess að líta við. Hann sér að eitthvað er að, og stendur á fætur. Tveir karlmenn draga telpukrakka undan hjólum vagns- ins og bera hann þegjandi burtu. Kryplinguiinn rekur upp angistar- óp og háltrar á eftir peimv í dnuð- ans ofboði. Honum fanst sem hann sæi andlit litlu dóttur sinn- ar nábleikt og lagandi í blóði. Og honum sýndist hún feygja handleggima í áttina til hans. Þeg- ar hann nær mönnunum sér hann ópekt aandlit. Hann stanzar án þess að segja eitt ei-nasta orð; það er eins og pakklætisstuna komi frá brjósti hans. Þokan um- lykur hann aftur. Hann horfir á blóðið á götunni. Bíllinn er horf- inn; pað var kvenmaður, sem stýrði honum, máluð i andldti og róleg eins og ekkert hefði í skor- ist. Mannþyrpingin hefir tvístrast, allir eru horfnir út í þokuna. Hann haltrar tiil baka og sezt aftur á bak við blöÖin. Hann getur ekki gleymt pessari sjón. Þegar örlítið rofar til í lofti og sólin sendir geisla sína niður á götuna fyrir framan hann birtir einnig í huga hans. Þegar klukkan í kirkjuturnin- um slær, sér hann litlu dóttur sína koma iabbandi yfir götuna Hún kemur með matinn handa honum. Hann teygir fram hand- leggina til pess að taka vingjarn- lega á móti henni. Hún segir hon- um frá brúðunni, sem nábúakona peirra gaí henni; og hún bætir pví við, að brúðan sofi sem stend- ur. En á morgun ætli hún meö hana út á leikvöllinn og sýna hana stallsystrum sínum, sem leika sér þar i laufinu á jörðinni. Á rnorgun, hugsaði pabbi hennar, á morgun eru allar raunir á enda. Litla dóttir hans lýtur niður fyrir framan hann og leilrur sér að laufblaði, sem liggur á jörðinni, eins og krakki leikur sér, sem er með hugann langt, iangt i burtu. Hún dvelur ekki lengur hjá pabba sínum en rétt á meðan hann er að borða. Henni þyldr ekki gam- an að pví að vera hjá honum. Hann talar svo lítið við hana og er alt af svo alvarlegur. Þegar hún fer, horfir hann á eftir henni pangað til hún er komin í hvarf, og þá fyrst man hann eftir öllum vingjarnlegu orðunum, sem hann hafði ætlað sér að segja við hana. Svo dregur hann tímarit út úr blaöabunkanum og fer að blaða í pví. Hann sér þar myndir af sólríkum ströndum og fjörugu fólki, pelsklæddum kvenmönnum. sem bera hunda eins og börn á höndum sér. Og pá grípur hatrið hann og hann stappar með tré- fætinum á götusteinana. Alt i einu heyrir hann hljóð- færaslátt í fjarska. Hann stekkur á fætur og horfir í áttina, sem hann kemur úr. Það er eins og hann hafi verið að bíða eftir peim, sem parna koma. Enda pótt peir séu þreytulegir og fölir, er pó einhver glampi í augum peirra. Ef til vill stafar hann frá sólinni, sem leikur um andlit peirra. Hann hendir frá sér blöðunum og fylg- ist með hópnum. Stór rauður fáni blaktir yfir honum eins og segl. Allir eru hér félagar; sami brenn- andi áhuginn sameinar pá alla, áhugi, sem gerir pá alla að bræðr- um. Út úr myrkri eymdarinnar leita þeir allir til ljóssins Allar áhyggjur eru gleymdar og allar pjáningar. Það er eins og allra hjörtu hafi beðið eftir pessu augnabliki til pess að velta af sér farginu. Það eru verkamenn og verkakonur, sem ganga hér eftir götunni, létt eins og Ijóð; ungir og gamlir. Það er vegur gleðinnar, sem pau ganga, eins og skipbrotsmenn, sem komið hafa auga á eyjuna, sem peir vita að verða muni þeim til björgunar. Það er sameiginlegur sigur erfiðisins og andlegrar vinnu. Allir hafa þeir lagt sitt til þessa sigurs. Verkamennirnir skulu ekki stynja lengur í dimm- um verksmiðjum; þeir atvinnu- lausu skulu fá vinnu; gömlu „braggarnir“ skulu verða rifnir til grunna. Allir, sem undirokaðir voru, eru nú jafnréttháir meðlimir mannkynsheildarinnar. Þeir koma með nýjan tíma í borg og bæ. Og pó að ýmsir, sem eru í glugg- unum, gefi peim ilt auga, pá láta peir pað ekki á sig fá. Þeir tak- ast í hendur og halda áfran. Þegar kryplingurinn sér þessa ' menn, sem áður voru bognir, en nú hafa rétt úr sér, þessar kon- ur, sem áðan örvæntu, en nú með glöðu bragði bera börnin sín á höndum sér, af pví, aö pær vita, að' pau purfa ekki lengur að svelta, fær hann líka trúna á sigurinn, sigur, sem ekki vinst með hatursfullri hefnd, heldur með kærleika og sannleiksást. Hann gleymir dauðanum og bros leikur um varir hans. Maður, sem gengur við hliðina á honum, segir við hann: „Þegar pú brosir, pá hlær hjartað í mér! Trúir pú pví nú, að við getum öðlast gæfuna?" Og blaðasölumaðurinn, sem hafði verið fastráðiinn í pví að fyrirfara sér, segir: „Nú er það okkar að sjá til pess, að ekki rísi upp hatur né örbirgð í heiminum framar. Nú megum við ekk: sleppa hend- inni af pessum heimi, sem, prátt fyrir það, að hann hingað til hélt okkur í ánauð, hefir gefið okkur viljann og kraftinn 'til sigurs!“ A. Schönberg. Fréttapistill úr Barðastrandasýslu. Tekinn upp úr bréfi tii ritara S. U. J. . . . Héðan er nú fátt að frétta. Viðburðalítið eins og gerist í af- skektum sveátum. Hinn 16. dez. s. 1. var héraðsping Vestur-Barða- strandarsýslu sett á Patreksfirði. Hver hreppur sendi prjá fulltrúa á pingið. Fulltrúar frá Patreks- firði voru Ólafur Þórarinsson kaupfélagsstjöri, Magnús hrepp- stjóri og Árni G. Þorsteins- son, sem nú er einna mest um talaður allra manna hér vestra vegna hins megna fjandskapar, sem hann hefir sýnt verkalýðn- um á Patreksfirði í seinni tíð. Tiiraunum hans til þess að eyði- leggja verklýðsfélagið á Patreks- firði hefir verkalýðurinn par svar- að með pví að fylkja sér sem fastast um félagið. Hafa klofn- ingstilraunir Áma og félaga hans því orðið til pess eins, aö verka- lýðurinn hefir fylkt sér fastar saman en nokkru sinn fyr, prátt fyrir ítrekuð banaráð klofnings- mannanna \dð verkfýðsféiagið. Atvinna á Patreksfirði er nú engin, par sem „Leiknir", togari Ólafs Jóhannessonar, er frá. Samt er ekki talið óliklegt, að Ólafur fái sér nýjan togara er fram kem- ur á veturinn, pví að „Leiknir" var mjög hátt vátrygður eftir ís- lenzkum mæiikvarða. Á Patreksfirði hafa nú fyrir skömmu verið stofnuð tvö stjóm- málafélög. Annað peirra er í- haldsféiag, er nefnist „Skjöldur", eins og íhaldsfélagið í Stykkis- hólmi. Hitt félagið er framsóknar- félag, en ekki er mér kunnugt um hið rétta ndfn pess, en í daglegu tali er pað venjulega f | nefnt „Svarta höndin“. Þykir i mörgum þetta vel valið nafn á I félagið eftir mörgu að dæma, sem fram hefir komið í sambandi við pað. Aðalmenn í íhaldsfélaginu eru þeir Jónas Magnússon skóla- stjóri, Árni Helgason læknir, Kristinn V. Jóhannesson, en aðal- forvígismenn framsóknarfélagsins em þeir Ólafur kaupfélagsstjóri, Hallgrímur Guðmundsson jám- smiður og Árni G. Þorsteinsson póstafgreiðslumaður. Auk pes«- ara tveggja félaga starfar priðja stjórnmálafélagið á Patreksfxrði. Er pað jafnaðarmannafélagið ; „Sigur“. Það var stofnað í fyrra : sumar ag er pví tiltölulega ungt. Hvað bjargræði snertir til vetr- | arins munu flestir hér lenda í | vandræðum, sérstaklega hvað i soðmat snertir. Flestir treystu á j haustaflann eins og að undan- j förnu, en nú brást hann alger- í fega, bæði vegna gæftaleysis og j affaskorts. Heyfengur bænda hér var með allra minsta móti, eink- um töðufengur. Sums staðar jafn- veJ eklri helmingur á við það vanalega. — I sumar pöntuðu margir bændur hér fóðurbæti tij vetrarins. En nú virðist flest benda á að enginn fóðurbætir komi Jiingað, prátt fyrir pað, að hann hefir komið viðstöðulaust í alla aðra luieppa sýslunnar. Bend- ir petta á fremur lítinn dugnað hjá oddvitanum hér (Hákorn í Haga) og pingmanni kjördæmis- ins (Bergi). 16. dez. 1931. Gu&mundur frá Hrísnesi. Höfundur pessa fréttapistiJs er ungur og efnilegur bóndasonur vestur í Barðastrandarhreppi. Hann er eldheitur jafnaðarmaður og prátt fyrir erfiða aðstöðu vegna búsetu i afskektu héraði fylgist hann prýðilega vel meö í öllum pjóðmálum. Alt, sem hann skrifar, ber ótvíræÖan vott um skilning hans á pvi, að smá- bændunum er það jafnnauðsyn- legt að fylkja sér undir merki jafnaðarstefnunnar eins og verka- Jýðnum í sjávarbygðunum, ef peir vilja öðlast fult frelsi. Mér hafa á síðastliðnu ári borist bréf frá nokkrum ungum bændason- um víðsvegar að af Jandinu. ÖIl pessi bréf bera pað með sér, að unga kynslóðin í sveitunum er farin að veita jafnaðarstefnxmni eftirtekt. Unga fólkið í sveitinni gerir kröfur um betra Jíf en ver- ið hefir peim til handa, sem yrkja jörðina. En þeim kröfum verður ekki fullnægt fyr en fjand- menn vinnustéttanna eru sviftir völdunum I þjóðfélaginu. Þess vegna er það hlutverk æskulýðs sveitanna, að fylkja sér undir merki jafnaðarstefnunnar og leysa sig úr ánauð. Til þessa hlutverks er æskan líka að vakna um gervalt land. Á. Á. 4

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.