Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUMAÐURINN
tók kosninguna í Verkamannafélaginu
svo nærri sér, að hann setti alt sitt
fylgilið f hreyfingu til að rægja og
svívirða stjórn Verkamannáfélagsins,
og þó sérstaklega formann þess, Erl-
ing Friðjónsson. Hefir ofsóknaræði
hans gengið svo langt, að dæmi ann-
ars eins hafa ekki áður þekst hér i
bæ. — —
E. O. silgdi til útlanda skömmu
eftir að kosningin í Verkam.félaginu
fór fram, en fylgilið hans hélt uppi
kommúnistiskum starfsháttum í félag-
inu eftir mætti. Samningunum v;ð
Hjalta Espholin reyndi það að sundra,
en tókst ekki, og þegar að því kom
að semja skyldi nýjan kauptaxta fyrir
félagið, gerði það alt, sem í þess
vakli stóð, til að gera taxtan þannig
úr garði, að félagið gæti ekki fram-
fylgt honum. En þetta mistókst líka.
Gætnari menn féiagsins höfðu undir-
tökin. Og taxta félagsins hefir hvergi
verið mótmælt, og verkamenn sitja
nú við sama borð og í fyrra, þrátt
fyrir atvinnuleysið og aukna eftirspurn
eftir vinnu. Verkamannafélag Akur-
eyrar stóðst árásir óaldarliðsins, eftir
að það lærði að þekkja það inn við
beinið. Liftaug þessa aldarfjórðungs
gamla öndvegisfélags innan íslenskrar
verklýðshreyfingar brast ekki, þótt
»rússneska saxinu* væri á hana beiti.
Félagið óx og dafnaði því meir, sem
kommúnistarnir létu ver að því og
reyndu meir að vinna því skaða.
En Ve.rkakvennafélagið Eining átti
eftir að verða fórnarlamb þessa ó-
gæfulýðs, sem E. O. hefir safnað
ura sig. Það stóð hallari fæti fyrir
árásum en Verkamannafélagið. Var
lamað af uppvóðsluhætti kommúnist-
inna og vaið því Rússaveiðurunum
að bráð.
Eins og áður var getið hér í blað-
inu, sópuðu kommúnistarnir inn i
Verkakvennafélagið í vetur heilum
skara af yngri og elchi konnm, sem
ekki eru verkakonur. Þetta var gerl
til að tryggja kommúnistunum yfirráð-
in í félaginu. Þetta setti þá þegar
óhug á ýmsar eldri konur féiagsins,
sem fannst lítill verklýðssvipur á þess-
um nýja liðsauka. — Þegar að því
kom að semja skyldi kauptaxta fyrir
lélagið, vildu gætnari konur þess
halda sér að gamla taxtanum — á-
kveða sama kaup og í fyrra. Þegar
ein af elstu og reyndustu konum fél-
agsins Iét þess getið á fundi að fél-
aginu myndi reynast það hollara að
ákveða lægra kaup og halda því, en
að spenna bogann svo hátt, að félagið
geti ekki staðið við taxtann, var að
henni hrópað úr kommúnistaklíkunni
og sagt, að svona konur ættu ekki að
vera í verklýðstélagi.
Að kommúnistarnir í Verkakvenna-
félaginu hafi fyrirfram séð og vitað
að taxti sá, sem þeir sömdu og sam-
þyktu, myndi ekki verða tekinn til
greina af atvinnurekendum, sést best
á því, að þeir fengu samþykt komm-
únistanna í Verkamannafélaginu fyrir
því að Verkamannaféíagið skyldi
standa með félaginu i væntanlegri
kaupdeilu. Er ekkert við það að at-
huga, ef alvara hefði fylgt máli. En
það hefir nú komið á daginn, að til-
gangurinn með fðrinni á fund Verka-
mannafélagsins var allur annar en sá,
að fá taxtann viðurkenndan. Hann
var enginn annar en sá, að koma
stjórn Verkam.félagsins í klípu, sem
svo væri hægt að nota sem árásarefni
á hana, og þá sérstaklega á formann
félagsins síðar.
Atvinnurekendurnir virtu ekki taxta
kommúnistanna viðlits. Peir settu
aftur á móti verkakonunum taxta, sem
var verri en taxtinn í fyrra. Hefði
mí mátt ætla að hreifmg hefði komið
á kommúnistaliðið. En svo varð ekki.
Þegar stjórn Verkam.félagsins krefst
þess af stjórn Einingar, að hún undir-
búi almenna vinnustöðvun á fiskverk-
unarplássunum, ef hiíii eigi að njóta
stuðnings Verkamannafélagsins til að
halda taxtabrjótum burt frá vinnunni,
hefst stjórnin ekkert að. Hún hefir
ekki látið sjá sig á einni einustu
fiskverkunarstöð, og ekki heldur vit-
anlegt að hún hafi talað við nokkra
fisk verkunarstúlku.
En »Verkam.< hefir ausið formann
Verkam.télagsins óhróðri og álygum
fyrir að gerast ekki ginningarfífl
kommúnistaklíkunnar. — Verkakona,
sjálfsagt formaður Einingar; hefir helt
svðrtustu svívirðinum yfir verkakonur
bæjarins, í blaði kommúnistanna, þar
sem þeim er jafnvel borið á brýn,
að þær hafí sig að verslunarvðru.
Hvaða ályktun verður nú dregin af
öllum þessum aðförum? Engin önn-
ur en sú, að taxti kvennanna var
aldrei settur til að verkakonurnar
nytu góðs af honum- Hann átti að
vera áhald kommúnistanna í árása-
keðju þeirra á heilbrigðan verklýðsfél-
agsskap. Af honnm hefir ekki hlotist
annað en ógæfa fyrir verkakonurnar
og niðurlæging fyrir félag þeirra og
þá yr tilgangi kommúnistanna náð.
Er nú nokkuð að undra þó lýður,
sem hefir slíka sögu að baki óg hér
hefir, í fáum dráttum, verið Iýst, séu
»svikin<" munntöm? Er nokkuð að
undra þó penni Einars Olgeirssonar
leki tölverðu af »svikum« um þessar
mundir. Iðja hugar og handa komm-
únistaliðsins, undir leiðsögu hans,
sýnir innrætið hjá því.
Pað sem hér hefir verið sagt, er
alt staðreyndir, sem ekki verður á
móti mælt með rökum. Ósanninda-
moldviðri munu kommúnistarnir reyna
að þyrla upp til að reyna að hylja
smán sfna í þessum málum. En ó-
heillasporin þeirra verða ekki grafin.
Verkalýðurinn, sem þeir stöðugt hafa
verið að svíkja, man misgjörðirnar.
Nokkur hluti hans hefir þegar vís-
að ógæfulýðnum á burt. Hinn hlut-
Jnn kemur bráðlega á eftir.
A Föstudaginn kemur gefst tæki-
færi til að sýna óaldarflokknum, sem
E. O. hefir fdstrað upp og er foringi
fyrir, hvaða brautargengi verkalýður
þessa bæjar veitir honum.
Er verkalýðrtum ekki þegar búið
að svíða nóg undan óheillaverkum
hans?
Er ekki kominn tími til að verka-
lýðurinn, án tillits tit stjórnmála-
skoðana, sýni / verki að hann sé
reiðubúinn að hrinda óhappalýðnum
af sér, með því að fylkja sér einhuga
um frambjóðanda Alþýðuflokksins,
sem kommúnistarnir snúa nú aliri heift
sinni á?
Kröftugra svar gæti verkalýðurinn
ekki gefið alþýðusvikurunnm, sem
ofan á alt annað, nú hafa gengið svo
langt í ósómanum að hjálpa íhald-
inu til að fella fulltrúa verkalýðsins
frá kosningu.
Verkamaður.