Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUMAÐURINN Svardarútmæling byrjaði nú á Laugardaginn 6. Júní og verður hagað þannig: Útmælt í Eyrarlandsgröfum á Laugardögum kl. 6—8 eftir hádegi. — >— » Naustagröfum á Mánudögum kl. 7 — 8 — — —»—. > Kiarnagröíum á í'riðjudögum kl. 7—8 — — ¦ —> — » Bændagerðisgr. á Laugardögum kl. 6—8 — — Akureyri 6. Júní 1931, Bœjarstjórinn. Skæðadrífa. Smeikur um Ihaldið. »Mér er sama hvernig fer um mig, ef Bjössi minn kemst í himnaríki*, sagði kerlingin. — E. O. er sama hvernig fer um hann, bara ef blessað íhaldið nær þingsætinu hérna. Svo pikkandi broddur er hann 'um að eitthvað það verði gert, sem tæki sætið frá íhaldinu, að hann sér oí- sjónir pg gerir sér hinar ferlegustu grillur um hitt og annað. Nú síðast kvelst 'nann af hræðslu um það, að Framsókn muni draga frambjóðanda sinn til baka og fara yfir á Erling, og þá geti íhaldið orðið í hættu. — Vertu rólegur, Einar sæll. Framsókn hefir ekki gert þetta. Og íhaldið hefir fengið svo duglegt hjálparlið, þar sem þú og fyígilið þitt er, að það ætti að vera örugt. Og þá mátt þú vera glaður í þínu hjarta yfir því mikla og góða verki, sem þú og þínir hafa afkastað *Í þarfir verka- lýðsins*. Ur bæ og bygð. Síra Friðrik Rafnar befir verið sett- ur til að þjóna Grundarþingum um stundarsakir. Vegna þessa verður ekki messað hér á Akureyri nema annanhvern Sunnudag, meðan þessi ráðstöfun er í gildi. Látin er á Siglufirði Jakobína Jens- dóttir, Ijósmóðir, eííir langvarandi veikindi. Hún var hin mesta mynd- ar-, fjör- og aforkukona, bráðheppin og vel látin Ijósmóðir. Hljómsveit Bernburgs hafði hljóm- leika í Nýja-Bíó kl. 5 á Sunnudaginn. Áheyrendur voru margir og hljóm- leikunum tekið ágætlega. Mentaskólanum yar sagt upp á Laugardaginn. Útdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins a%—13/e 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl. 19.30 Veðurfregnir — 21 Veðurspár og fréttir. Miðvikudaginn 10. Júní: 20,30 og 21,25: Grammofón- hliómleikar. Fimtudaginn 11. Júní: 20,30 og 21,25: Grammöfón- hljómleikar. Föstudaginn 12. Júní: 20,30 Hliómleikar, Þ. G., Þ. Á. og E. Th. 20,45 Erindi, Vilhj. 3?. Gíslason. 21,25 Einsöngur, Elsa Sigfuss. 21,45 Dagskrá næsru viku. Laugardaginn 13. Júní: 20,30 Erindi, síra Arni Sigurðs- son. 20,50 Óákveðið. 21,30 Dans-- músik. —- Kjósendur Alþýðuflokksins hér, sem fara burt ur bænum fyrir kjördag, eru alvarlega ámintir um að kjósa hj'á bæjarfógeta áður en þeir fara. — Upplýsingar þessu viðvíkiandi fást á Kosningaskrifstoíu Alþyðuflokksins í Strandgötu 9, Einar Olgeirsson lísir Erlingi Friiíjónsspi. Pessa dagana hefir Einar Clgeirs- son dálíinn hóp af fólki á ferðinnt um bæinn til þess að hjálpa íhald- inu að ná þing&æti hér. Þessi sendi- sveit hefir þær einu fyrirskipanir og það eitt hlutverk að ynna af hönd- um að rægja og svívirða frambjóð- anda Alþýðuflokksins Erling Frið- jónsson. Þeir sem muna kosningarnar 1927. þykir einkennilega stinga f stúf nú við það sem E. O. fræddi alþýðu manna þá um Erling, af því að allir sem þekkja Erling, vita að að hann er sami maðurnú ogl927„ gæddur sömu kostum og sami ó- sérhlífni starfsmaðurinn í alþýðu- hreifingunni og hann hefir altaf verið. í 47. tbl. >Verkam.« 1927, ritar Einar Olgeirsson, grein um kosn- inguna hér á Akureyri. Þar segir hann, meðal annars, um Erling Frið- jónsson: »Það er Erlingi Fiiðjónssyni meir en nokkrum öðrum einstakling að þakka að Verkamannafélagið hefir starfað og barist fyrir bættum Hfs- kjörum verkalýðsins, að blað verka- lýðsins, >Verkamaðurinn«, hefir nú getað verið málsvari verkalýðsins í 10 ár, hann hefir borið hitann og þungann af því að halda honum uppi, og Kaupfélag Verkamanna hefir þrátt fyrir atvinnu- og versl- unarkreppurnar, þó blómgast það undir hans stjórn, að það mun nú þriðja stærsta verslun Akureyrar. Og öllum verkamönnum er kunnugt hvernig hann sífelt er á verði um hagsmuni þeirra og ótrauður að verja rétt lítilmagnans, er honum finst á hann ráðist, svo sem í Krossanesmálinu. Erlingur hefir þá kosti til að bera, sem alþýðunni er nauðsyn- legast að fulltrúar hennar hafi. Hann er einlægur og heill jafnaðar- maður, manna fórnfúsastur fyrir stefnu verkalýðsins, reyndur að gáfum og gætni f þeim málum, er hann hefir skipt sér af, ótrauður til að berjast fyrir málstað sínum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.