Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Blaðsíða 4
2 JÓLABLAÐALÞÝÐUMANNSINS1949 sjáum óheill íslenzku þjóðarinnar, sundrung og ósam• lyndi, stýra hugsunum vorum og gjörðum í algjöran voða. Vér sjáum íslenzkan anda magnast til hvers kon- ar óheillaverka. Hrun þjóðfélagsins sést eigi í eyði- leggingu hinna ytri verðmœta, og þess vegna er því ekki eins mikill gaumur gefinn. Eigi að síður œtti öll- um að vera það Ijóst, að slíkt hrun er margfalt meira tap, er livorki verður talið í krónum eða aurum. Eitt af stjórnmálablöðum þjóðarinnar bendir réttilega á þetta hrun, er það segir: „En það er ekki aðeins á hæstu stöðum, sem getur að líta orsakir þeirra vandkvœða, sem íslendingar eiga nú við að etja. Meðal þjóðarinnar sjálfrar, allra stétta hennar, er mikill skortur á þegnskap og ábyrgðartil- finningu. — Allt of margt fólk í öllum stéttum horfir aðeins niður í sinn ask, en lætur sig hag þjóðfélagsins engu skipta. Það krefst einkis af sjálfu sér, en alls af hinu opinbera og fólki í öðrum stéttum. Klögumálin milli stéttanna ganga á víxl, dýrtíðin heldur áfram að skrúfast upp og hagur ríkissjóðs verður stöðugt þrengri. Erfiðleikarnir að reka atvinnutœkin vaxa og atvinnuöryggið þverr. Sér íslenzka þjóðin virkilega ekki að þetta er hin sanna mynd af því, sem er að gerast í þjóðfélagi hennar í dag“. Þetta var ritað 23. apríl í vor, og síðan hefir ástand- ið ekki batnað, heldur versnað. * „Sér íslenzka þjóðin virkilega ekki, að þetta er hin sanna mynd af því, sem er að gerast?“ Sér íslenzka þjóðin ekki að hún býr við hrun þeirrar byggingar, sem hún liefir verið að reisa fyrir lífsafkomu sína? Það tala allir um þetta öngþveiti, og því hljóta menn að sjá það líka. En vér skulum nú athuga eitt. Það er ekki allt, sem er hrunið, — ekki fremur en í myndinni frá Priim. Það er eitt, sem stendur óhaggað, það er eitt, sem blasir við sýn, sem ekkert hefir skemmzt, þótt allt sé hrunið í kringum það. Þetta eina er myndin af Jesú Kristi. Þess vegna getum vér sagt: Kristmyndúi ein óskemmd. Þess vegna getum vér sagt: Nú eru jól. * Nú eru jól. Þetta eru magnþrungin orð. Segðu þau við barnið, og þú fœrð Ijómann fram í andlit J)ess. Segðu þau við gamla manninn, og þá man hann feg- urstu stund œvinnar. Segðu þau við hinn starfandi borgara og þá sér hann „sólskinsblett í heiði.“ Segðu þau, og þú finnur sjálfur þá gleði, sem fylgir þessum orðum einum. — Það er sem stafirnir í orðinu jól séu eins og töfrasprotar, sem megna að gera hið fá- tæka hreysi að höll, hinn sorgbitna mann glaðan og fagnandi, hinn snauða ríkan, hinn yfirgefna umkringd- an af kærleika og vinargjöfum. Hvers vegna er þetta svo? Það er vegna þess, að mitt í niðurlægingu manns- ins er jólamyndin, sem hann á, ennþá óskert, og birtist sjónum hans í allri sinni dýrð og tign með þessum orðum: „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reif- um og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir hann í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins Ijómaði í kring um þá, og urðu þeir rnjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra her- sveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upp- hæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ * Þessi mynd stendur óskert vor á meðal. Enn einu sinni fer þessi boðskapur um jörðina og bæinn, sem vér byggjum. Enn einu sinni heyrum vér sagt: Yður er í dag frelsari fæddur. Ar eftir ár hefir þessi boðskapur farið um jörðina, en það fór um harrn eins og um sæðið, sem „féll í grýtta jörð, þar sem það hafði eigi mikinn jarðveg, og það rann skjótt upp, af því að það liafði ekki djúpan jarðveg.“ — Menn- irnir hafa löngum tekið þannig á móti jólunum með miklum fögnuði, er þau komu, en þeir höfðu ekki rót í sér, voru óstöðugir, og er þrenging varð vegna orðs- ins eða ofsókn hneyksluðust þeir. Áhyggjur heimsins og tál auðœfanna hefir undanfarið unnið að því að kæfa boðskap jólanna, og því valdi varð ágengt. Girnd- ir til annarra hluta gjörðu vart við sig strax eftir helgi- dagana. Jesús Kristur kom í heiminn til þess að sá kærleika, fórnarhug, sannleiksást og miskunnsemi í hjörtu mannanna. En mennirnir ræktuðu þennan andans gróður aðeins dag og dag. Þeir tóku á móti jólaboð- skapnum í hátíðabúningnum. Um leið og sá klæðnað- ur var til hliðar lagður, þótti kominn tími til að gefa meiri gaum að girndum til annarra hluta. Þess vegna er myndin frá Priim tákn þeirrar eyðileggingar, sem mannkynið enn býr við, og þess vegna er nú sagt um oss, „að mikill skortur sé á þegnskap og ábyrgðartil-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.