Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Síða 16

Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Síða 16
14___________________________________________________ „Farðu fram í,“ hvísla ég, „svo ætla ég að gutla þang- að með gætni.“ Umfram allt að hvísla — það er það, sem ríður baggamuninn. í raun og veru er því þannig varið: þegar síðdegið er liðið, froskar hafa hoppað út í vatnið og öngullinn hefir setið fastur í rótunum eða hefir kannski dregið fúið sprek upp undir vatnsskorpuna, þá hafa þeir raun- ar ekki hugmynd um — gestirnir mínir, sem sé — hvort bitið hefir á hjá þeim eða ekki. Og með tímanum fara þeir sjálfir að trúa því, að bitið hafi á hjá þeim, og þá fara þeir að segja frá „þeim feiknastóra, sem þeir voru nærri búnir að fá.“ Mörgum mánuðum seinna koma þeir til mín í klúbbjium í borginni og segja: „Manstu eftir risastóra silungnum, sem ég var nærri búinn að ná í silungapollinum þínum í sumar?“ „Já, víst man ég það,“ svara ég. „Náðir þú honum nokkurn tíma?“ „Nei, aldrei,“ svara ég. í hvert skipti, sem pollurinn minn blasir við augum einhvers af gestum mínum, þá staðnæmist sá hinn sami hrifinn og hrópar: „En sá dásemdar silungapollur!“ „Já, finnst þér það ekki?“ segi ég. „Það er ekki undarlegt þó að þú hafir nægan silung í öðrum eins polli.“ „Nei, það.er svei mér ekkert undarlegt.“ 1 „Og sjálfsagt þarftu ekkert að hugsa um klak?“ „Klak!“ Eg hlæ að hugsuninni. Nei, það mundi mér aldrei detta í hug. Þegar gestur minn hefir síðan verið að veiðum all- an seinni hluta dagsins, segir hann venjulega: „Það gerir ekkert til þó að silungurinn hafi ekki komið upp. Við höfum skemmt okkur prýðilega þrátt fyrir það.“ Það er einmitt það. Það er ímyndunin, sem máli skiptir, og er það ekki þannig svo oft í heimi þessum? 'Það er liugsunin um hlutinn, sem máli skiptir, en ekki hluturinn sjálfur, þess vegna þarf alls engan silung, þó að menn vilji veiða silung, frekar en akurhænsni eru nauðsynleg til að fara á akurhænsnaveiðar. Menn verða aðeins að trúa að þetta sé þarna og vonast eftir að fá það á öngulinn eða í skotfæri. Og þegar sumrinu lýkur, held ég aftur til borgar- innar, og í klúbbnum höldum við áfram veiðunum all- an veturinn, við fáum stærðar silunga á öngulinn og ennþá stærri sleppa. Við fáum tvo silunga í einu kasti — þrjá í einu kasti! — og á meðan verður mér hugsað um silungapollinn minn, sem nú liggur svo dökkur við rætur blaðlausr'a trjánna. Hann hefir þó að minnsta kosti glatt vini mína. SigurSur Kristjánsson, þýddi. JOLABLAÐALÞYSUMANNSINS1949 ASþýðufiokksfcl. Akureyrar óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra. jóla og jarsœls komandi árs. Kvenfélag Alþýðufl. Akureyrar óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. F. U. J., Akureyri óskar öllum meðlimum sínum ■ gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. i Gleðileg jól! Farsæit komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Pöntunarfélag verkalýðsins. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á árinu. Kaupfélag Verkamanna Akureyrar. Alþýðurraðurinn óskar öllum lesendum sínum fjœr og nœr gleðilegra jóla og farsœls liomandi áirs.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.