Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Side 23

Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Side 23
 JÓLABÆKURNAR í ÁR VINIRNIR, skáldsaga eftir ERICH M. REMARQUE. Oddný Guðmnndsdóttir íe- lenzkaði. Höfundurinn er fyrir löngu kunnur íslenzkum lesendum. Allir bóka- vinir þekkja sögurnar „Tííindalaust á vesturvígstöðvunum“ og „Vér héldum heim“, sem komu út í íslenzkri þýðingu akömmu eftir fyrri lieimsstyrjöldina. — Fyrir tveimur árum kom svo sagan ,J5igurboginn“ einnig út í íslenzkri þýðingu, hjá bókaforlagi Pálrna H. Jónseonar; mikil og stórmerk saga. „VINIRNIR" er dásamleg saga og sjaldgæf. — Mannlýsingar sög- unnar eru margar hverjar ógleymanlegar. Vinirnir þrír eru svo mannlega hversdagslegir, að þeir virðast gamaj- kunnir. Þeir berjast sameiginlega fyrir lífi sínu og viðurværi, í heimi, sem allur er úr skorðum og af göflum genginn eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Ástarsaga Rabby og Pat er óvenjulegt fyrirbæri í bókmenntum síð- ustu áratuga, og eigi sízt frá vopnahléstímunum, er mök karla og kvenna verða aðeins hversdagsleg verzlunarviðskipti á götum og torg- um. En hér er sögð látlaus ástarsaga, er lyftist í æðra veldi af innileik sínum og magni tilfinninga. Snilli höfundar er afar fjölþætt. Hraði stíls og frásagnarháttur er ótrúlega tilbreytingaríkur og lifandi, jafnvel í látlausri frásögn um hversdagslegustu atburði. GERSEMI, skáldsaga eftir PEARL S. BUCK, í íslenzkri þýðingu Maju Baldvina. Pearl S. Buck er einhver vinsælasti rithöfundur, sem nú er uppi. Til inarks um frægð hennar má geta þess, að hún hlaut Nóbels-bókmennta- verðlaunin árið 1938, en áður hafði hún fengið Plitzer-verðlaunin (1932, fyrir söguna „Gott land“), sem er mesta viðurkenning, sem amerískum höfundi getur hlotnazt. Áður hafa komið út þessar skáldsögur eftir Pearl S. Buck á íslenzku. „Gott land“, „Austan vindar og vestan“, „Móðirin“, „Undir austrœnum himni“, „/ rnunarheimi', „Ættjarðarvinurinn“, „Drekakyn", „Burma“, „Kvennabúrið“ og smásagnasafnið „Með austanblœnum“. Ennfremur „Útlaginn“, þar sem hún lýsir ævi föður síns. „Gersemi“ er síðasta bókin, sem út hefir komið eftir Peal S. Buck. Hugljúf og viðburðarík saga, sem lýsir prýðilega baráttunni milli kín- verskrar menningar og útlendrar. Jafnframt er sagan unaðsleg ástarsaga UNGFRÚ SÓLBERG, skáldsaga eftir ASTRID STEh ÁNSSON. Friðjón Stefánsson þýddi. Þetta er ævisaga ungrar, gáfaðrar og menntaðarar skrifstofustúlku, sem er gædd óvenjulegu viljaþreki, Bjálfstæði og þroska. Auður Sólberg verður að heyja harða baráttu við sundurlyndi, afbrýðissemi, undir- ferli og róg. Vonbrigðin og erfiðleikarnir, er að steðja, eru óteljandi. En þessari hugþekku sögu lýkur þó með sólbrosi í svartra skýja rofi. VEIÐIFLOTINN Á VERTÍÐ. Saga eftir ANDREAS MARKUSSON. Þetta er stór, norsk sjómanna- saga, gerist aðallega í Norður-Noregi, á vertíðinni við Lófót og norður í Ilvítahafi. Sagan fékk mjög góðar viðtökur í Noregi, og liefir orðið með afbrigðum vinsæl. Var það mál manna, að fallegri og geðþekkari saga hefði naumast verið rituð úr norsku sjómannalífi. — Þessi skemmtilega og snjalla hetjusaga er tilvalin jólagjöf handa tápmiklum unglingum. FJÖGUR ÁR í PARADÍS, eftir OSU JOHNSON. Maja Baldvins þýddi. — Áður var út komin í íslenzkri þýðingu bókin „Ævintýrabrúðurin", eftir sama höfund, sem hlaut ágætar viðtökur. „Fjögur ár í Paradís“ er ekki síður skemmtileg og spennandi. Hún segir frá ferðalagi þeirra hjóna Martins og Osu Johnson, um megin- land Afríku og dvöl þeirra þar. Hrifandi og viðburðarík frásögn.. — Margar myndir prýða bókina. UM DAGINN OG VEGINN, úrval úr útvarpseriudum eftir GUNNAR BENEDIKTSSON. Mun mörgum þykja mikill fengur í því, að þessi vinsadu erindi hins snjalla fyrirlesara skuli nú vera komin út á prenti. GÓÐAR BARNABÆKUR: SUMAR í SVEIT, saga eftir hina vinsælu barnabókahöfunda Jennu og Hreiðar, en fyrri bækur þeirra hafa hlotið svo miklar vinsældir. að þær hafa selzt upp á fáunt dögum. Bókin er prýdd mörgum myndum. ÚT UM EYJAR, eftir Gunnlaug H. Sveinsson. Þetta er saga af níu ára gömlum dreng, sem á heima á eyju langt úti í stórum firði. Fjöldamargar teikniugar eftir höfundinn prýða bókina. ÁLFUR í ÚTILEGU og BERNSKULEIKIR ÁLFS Á BORG, eru spennandi og hugþekkar sögur eftir Eirík Sigurðsson. Fyrrtalda bókin kom út fyrir jólin í fyrra og hlaut ágætar viðtökur. í báðum bókunum eru teikningar eftir Steingrim Þorsteinsson. SIGRÚN LITLA OG TRÖLLKARLINN, ævintýri handa yngstu les- endunum, eftir Gunnlaug H. Sveinsson, með myndum eftir höf- undinn sjálfan. KOMDU KISA MIN, vísur, kvæði og þulur um kisu. Ragnar Jóhannes- son tók saman. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina og teiknjngar eftir Halldór Pétursson. Ljómandi falleg og eiguleg bók. SKÓLARÍM, vísur eftir skólakrakka (Kári Tryggvason og nemendur hans). Myndir eftir 15 ára pilt. Frumleg og skemmtileg bók. Bókaútffáfa Pálma H. Jónssonar

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.