Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Qupperneq 13

Alþýðumaðurinn - 24.12.1949, Qupperneq 13
JX J ÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 19 4 9 HIN „SANNA" JÓLAGLEÐS. Framhald aj 3. síðu. við að lítilli barnshönd var stungið inn í lófa hans. . „Pabbi, átti presturinn peningana, sem mennirnir tóku af þér?“ Drengurinn horfði í andlit honum. Árni gat ekki svarað. Hann gekk inn til konunnar, þar sem hún lá máttvana og skalf af niðurbældum ekka. „Gaztu borgað þetta, góði minn,“ spurði hún í hálf- um hljóðum. „Já — með jólagleði barnsins. Presturinn getur tal- að fallega á jólunum þess vegna.“ „Jæja — Guði sé lof. Við komust af án jólagjafa , eins og áður. Mér sárnar mest ræfilshátturinn í mér, En Peggy hreyfði sig ekki undan legubekknum. Ör- yggið umfram allt. „f>að er ég, sem er búinn að kenna henni að vera ekki að þvælast fyrir fótunum á mönnum. Ef ég banka með vísifingrinum í borðið eða bendi undir legubekk- inn, þá fer hún strax í felur.“ „En hvernig í ósköpunum hafið þér farið að því?“ „Með góðu, kæra frú. Aðeins með góðu. Alveg eins og þér hafið með ástúð yðar vanið manninn yðar svo, að hann þorir ekki einu sinni að þefa af flöskutappa framar.“ Nú hafði Peggy vogað sér fram á gólfið til húsmóð- ur sinnar og var að sleikja hendur hennar. Ég sagði: „Sjáið þér nú til, frú. Ef ég gef henni merki, þá fer hún strax undir legubekkinn.“ Svo þreif ég kaffikönmma með liægri hendi en benti með þeirri vinstri undir legubekkinn og hallaði könn- unni um leið ískyggilega. Peggy rauk eins og skot und- ir legubekkinn. „Dásamlegt!“ sagði frúin. „Þér hljótið að liafa mjög sjaldgæfa hæfileika til að temja dýr.“ „Ójá, frú. Við, gömlu hvalveiðimennirnir, höfum ,smám saman lært að umgangast flest dýr. En lengst kemst maður alltaf með þvx að sýna þeim blíðu. Eins og þér við manninn yðar.“ Nokkrunx dögum seinna komst ég að því, að nú nálg- aðist næsti frídagur Karstens. Þá kvaddi ég og fór. Peggy kom meira að segja fram undan legubekknum til að kveðja mig, en hún þvældist ekki fyrir fótunum á mér. Og svo veifaði ég hattinum að lokum. „Með alúð og blíðu, kæra frú. Munið það! Bara að sýna þeim blíðu.“ Sigurður Kristjánsson., þýddi. að láta mér verða svo mikið um þetta — mest bariis- ins vegna.“ Hún gat alltaf fyrirgefið og séð málsbætur hverjurrx manni, veiklxyggða og blíðlynda konan, sem gekk hljóðum skrefum um húsið, og sá Guðs forsjón í öllu. Árni gat ekki átt samleið með henni þó hann hefði máske gjarnan viljað — hennar vegna. Atburðurinn á Þoidáksdagsmorguninn hafði aukið á svartsýni hans og meðfætt mannhatur. Hann fann að vísu að lxann átti nokkra sök á þessu. Hefði hann munað eftir því að kirkju- og prestsgjöldin væru ógreidd, myndi hann hafa verið búinn að borga þau. Það hefði hann vej getað gjört. En svona heimsókn rétt fyrir jólin og án áðurgenginnar innheimtu var að gera honum smán frammi fyrir nábúum hans. Hann nærri því öfundaði Gest nábúa sinn fyrir tök hans á heimsókninni sama moi’guninn. Auðvitað átti Gestur enga peninga til að borga með, en hann sýndi viðeigandi lit á að borga. Hann tíndi fram lausa muni upp í gjöldin. Hamx kom með biblíuna, sálmabókina, Helga-postillu og eitt- hvað af gömlunx bænakverum. En skrifarinn og verðir laga og réttar mátu öll þessi andlegu verðmæti ekki nema tvær krónur, tuttugu og fimm aura, á þeim for- sendum að enginn myndi vilja gefa nokkurt verð fyrir þessar bókmenntir. Og þegar ekkert annað var að fá, skildi skrifarinn hina franxseldu muni eftir og snéri svo búinn frá. í þessu var þó hefnd — að láta sjálfa erindreka prests og kirkju dæma þau andlegu vei'ð- mæti, sem bezt finnast á vegum kirkjunnar, ekki ör- íárra króna virði. — Hvers virði myndi þá miður vel samin útþynning þessara verka frá predikunarstól? En livernig var aðstaða hans? Með vonbrigðatár drengsins á jólanóttina yfir sér? Konuna veika og lirygga í rúminu? Og liann með nagandi kvöl og hatur til Guðs og manna í hjartanu? Hefniþorsta í stað fyrirgefningar? Uppreistarþrár í stað auðmýktar? Hann hélt áfram að sýsla við jólakaffið. Einn vegur stóð honum opinn til hefnda —- og þann veg ætlaði liann að ganga: Hann ætlaði að hefna sín á ranglœtinu — á misrétt- inu —- á hræsninni. En þegar hann sat við sængurstokk konunnar sinn- ar, með drenginn þeirra á hné sér og mældi þeim jóla- kaffið, véku allar aðrar hugsanir fyrir þeirri einu, að upp frá þessu skyldi enginn mannlegur kraftur megna að kasta skugga á jólagleði þeirra — hina „sönnu“ jólagleði. En frá kirkjunni barst ómur af orðum prestsins, sem boðaði Guðs frið og velþóknun yfir mönnunum.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.