Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Qupperneq 5
J Ó L A B L A Ð ALÞÝÐVMANNSINS 19 5 0
5
drekkja mér i árhylnum í sumar, svo að ég li'afði feng-
ið suðu fyrir eyrun af skelfingu, og þarna var líka
stelpufjandinn vestan yfir heiði, sú sem aldrei sat sig
úr færi að angra mig og kvel ja.. Hér mundi áreiðanlega
inargt geta borið við, áður en kvöldið vséri úti, bæði
skemmtilegt og miður skemmtilegt.
Loksins var sjalurinn opnaður og við krakkarnir
ruddumst inn. Þarna blasti við á miðju gólfi stærðar
birkitré á stórum krossfæti. Jólakertin voru svo mörg,
að ég sá mér tilgangslaust að telja þau. Greinar trés-
ins svignuðu undan marglitum pokum, körfum, hyrn-
um og hornum, og hér og þar héngu eldrauð epli á
greinunum. En það gaf^st enginn tirni til að virða þess-
ar dásemdir fyrir sér. Kvenfélagskonurnar röouðu
okkur börnunum í þrefaldain hring kringum jólatréð,
sálmasöngurinn hófst og við gengum hring eftir hring
kringum tréð stóra. En'ósköp og skelfing geta sálnv
arnir verið langdregnir og leiðinlegir, þegar sælgætis-
pokar b:ða eftir litlum höndum til að halda á sér og
litlum munnurn til að borða úr sér.
Að lokuin fór þó svo, að söngurihn hljóðnaði og út-
deiling sakarmentisins hófst. Upp úr körfum og pok-
um komu súkkulaðismolar, gráfíkjur og kandís, ásamt
smákökum, sein bráðnuðu eins og smjör uppi í manni.
Þetta var nú borðandi.
Og svo viar farið í leiki, síðan drukkið súkkulaði
niður í kjallaranum, síðan aftur farið í leiki. Steminn-
ingin var orðin stríðþanifn. Ég hafði glímt við Jóa, og
það hafði orðið bræðrabilta. Ég hafði flogizt á við
Halla og hann hafði slitið úr mér tölu, en ég hafði
líka getað rifið ögn út úr öðrum buxnavasanum hans.
Ég hafði getað laumazt til og nælt miða með orðinu
EITRAÐUR aftan á strákinn, sem þóttist liafa ætlað
að drekkja mér sumrinu fyrir. Það hafði verið hlegið
að honum og haínn hafði farið hjá sér, en ekki haft grun
um, hver ódæðið hafði framið, enda þótt á miðann
hefði verið skrifað með prentletri, og á frámunalegan
viðvaningslegan hátt. En viðvaningarnir voru svo
margir þarna inni. Og síðast en ekki sízt hafði ég sagt
stelpufjiahdanum vestan yfir heiði að halda kjafti, þeg-
ar hún hafði tekið til að stríða, mér, og mér hafði verið
ósegjanleg hugsvölun að því að taka svo hreystimann-
lega til orða.
Og sfðast átti svo að dansla. Ég var ekki alveg viss
um, hvort það væri tilhlýðilegt fyrir hraustan strák að
dansa við stelpur. En mig langaði ósköp.mikið til að
dansa. Þess vegna. gladcli þ|að mig stóriega, þegar
ungu stúlkurnar, sem komnar voru til að vera á hinni
raú'nverulegu skennntun á eftir barnaskemmtuninni,
fóru að dekstra mig til að clansa við’sig,-Auðvit'að var
þa.ð fyrir neðan virðingu inína að Iáta undán strax, en
því miður héldu þær, að mér viæri aivara meo þao að
vilja ekki dansa, og hættu að ganga eftir mér. Það þótti
I
mér svo slæmt, að ég fór fram á gang og skældi. Þar
gekk pabbi urri gólf og beið eftir því 'að fara heim með
okkur systkinin. En hann lét mig skæla í íriði. Mér
faniist nú raunar, að hann gæti spurt mig, hvað að
mér gengi, en hann gerði það ekki. Ein kvenfélagskon-
an kom þá þarna að og sagðist ekki trúa því, að ég
vildi ekki koma inn í sal og dansa við sig, frænku sína,
en mér fanhst ég verða að skæla ofurlítið lengur, af
því að ég var einu sinni byrjaður, enda þótt mig dauð-
langaði að láta að orðum hennar. Og svo hélt ég áfram
að skæla.
Ég man ekki lengur hvenœr .um kvöldið pabbi fór
heim með okkur yngstu systkinin, en ég var orðin úr-
vihda af þreytu. Engan dansinn hafði ég dansað og
ineð sjálfum mér hugsaði ég, að ég skyldi hundur heita
ef ég færi að ári á eins auðvirðilega samkomu og jóla-
trésskemmtun, þar sem krakkar og fullorðnir snérust
í hring og syngju jólasálma og snérust hvert um ann-
að og kölluðu dans! Hvílík endemis vitleysa Þá væri
betra að sitja heima og lesa íslendingasögur eða þreyta
skíðagöngu og skautahlaup.
Þannig hugsaði ég þetta kvöld. En að ári var aftur
haldiin jólatrésskemmtun fyrir börn í sveitinni heima.
Og aftur tók mig að hlakka óstjórnlega til, og enn
dansaði ég af fögnuði eftir hjarnbreiðunum, þegar loks
var lagt af stað á þessa miklu hátíð ársins. Aðeins eilt
hafði ég lært af reynslu minni frá árinu á undan, það,
að láta ekki ganga of lengi eftir mér.
Á þess’ari jólatrésskemmtun dainsaði ég marga dansa.
G. I. S.
S M / ö R V A T N S H E I Ð I
Enn sá heiðar andskoti
ekkert strá né kvikindi,
en hundrað milljón helyíti
af hnullungunum og stórgrýti.
Árni frá Múla.
B E I N AK E R L / N G A RV / S A
Fyrr var m'argur fjörugur,
fáa þelckti ég sTka.
Ert þú, séra Sigurður,
sonur Adams líka?
FundiS í Beinvörðu á Smjörvatfrsheiöi.