Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 8
8
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1950
REYKJAVÍK, 1. desember 1950, kl. 8 árdegis. Grá,
sofandi borg undir óveðurshimni. í austri bera élja-
rifrildi við fyrstu dagsbrún.
Við söfnumst saman, nokkrir óveðursfuglar, niður
við Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferðinni er lieitið norð-
ur í land með áætlunarbifreiðum Norðurleiðar. Þær
eru tvær ferðbúnar.
Flestir eru komnir á undan mér og setztir upp í
aðra bifreiðina. Hin á ekki að fara lengra en í Foraa-
hvamm.
Skollinn sjálfur, hugsa ég í hljóði, nú verð ég að
Esjuhlíðar. Þar er svo rokhvasst, að bílJinn virðist
svigna til undan verstu byljunum. Bíllinn, sem aðeins
á að fara í Fomahvamm, liefir dregizt aftur úr, og
bílstjórinn okkar nemur staðar. Hann er hálfsmeykur
um, að hinn bíllinn, sem er hálftómur, kunni að reyn-
ast léttur og laus á veginum. En innan skannns hefir
hann náð okkur, svo að við liöldum af stað. Ferðin
gengur seint um Kjós og Hvalfjörð, en sækist þó. Við
reynum að drepa tímann með spjalli og spaugi, en
enginn er í essinu sínu, svo að það verða langar þagn-
ir á milli. Helzt er það Fritz Magnússon frá Skaga-
Oveðursfuélar
hírast aftur í skut. Mér sýnist fullsetið í öllum sætum
nema því aftasta. Þetta eykur á óánægju mína við
sjálfan mig og tilveruna. Undir niðri er ég semsé sann-
færður um, að ég sé að flana út í bölvaða vitleysu,
en á hinn bóginn liefi ég ætlað heim í dag, og í mér
situr rótgróin óbeit á því, að liætta við gerða áætlun.
Ég stumra því upp í bifreiðina og skima til beggja
handa. Þarna þekki ég Harald Gunnlaugsson frá Siglu-
firði. Aldrei fór þó svo, að ég þekkti ekki einhvern.
Og þarna Gunnar Steindórsson frá Ólafsfirði. Mér
finnst ég þegar meðal -kunnugra. Aftur í miðjum l)íl
situr kona ein í hekk, og það hvarflar að mér að sitj-
ast hjá henni. Ég hefi mestu óbeit á aftasta bekknum.
Þar hefir mér oftar en einu sinni legið við roti í þess-
um stóm bílum, þegar þeir hafa tekið til að ausa á
ójöfnum veganna. En ef konan ætti nú mann í fórum
sínum, sem ekki væri enn setztur inn, en kæmi brátt
og ræki mig eins og rakka burtu? Ekki vildi ég hætta
á slíkt. Ég held því aftar í bílinn og sé loks autt sæti
í næstaftasta bekk og hlamma mér þar niður. „Nei,
góðan daginn,“ segir um leið glaðleg rödd við hlið-
ina á mér. Þarna er þá fyrir Valdemar Pétursson frá
Sauðárkrók. Ég er dauðfeginn að hafa einhvern, sem
ég kannast við, að sessunaut.
Nú hemlar bílstjórinn okkar frá og leggur af stað.
Norðanstormurinn beljar á rúðum og þekju. Flestir
eru þegjandalegir inni í bílnum. Reykjavík liverfur
að baki, Korpúlfsstaðir þjóta framhjá, KolJafjörður
er tekinn í löngum skrefum, og brátt er komið undir
strönd, sem ber uppi gamansemina, en ekki kunna all-
ir að meta hana af vörum hans.
í aftursætinu situr unglingspiltur, hár, og unglings-
stúlka, hnellin. Það eru þau Gvendur og Stína, að því
er síðar vitnast. Þau sitja sitt í hvoru horni og þekkj-
ast ekki, svo að séð verði. Fritz finnst þau alltof alvar-
leg og hafa alltof langt á milli sín. Hann lætur þau
heyra þessa skoðun sína skilmerkilega, en Gvendur
brosir aðeins daufingjalega og Stína fussar. Og ekki
færa þau sig til í seti.
í Fornahvammi er loks áð og borðað. Skuggsýnt
er þar innan dyra, því að snjóklístur er á öllum glugg-
um frá deginum fyrir. Þá hafði þar verið afspyrnu-
stórhríð. Við borðum þögul, en öllum er okkur hið
sama í sinni: Hvernig er Holtavörðuheiði og livernig
eru vegirnir norðan heiðar? Símasambandslaust er
norður yfir, svo að ekki er þaðan fréttir að fá.
Strax að lokinni máltíð vill Hörður, bílstjórinn okk-
ar, lialda af stað. Hann er ötull ferðaþjarkur og segir
ekki eftir neinu að bíða. Við skipum okkur í bílsætin,
og nú verður hvert sæti setið, því að fjórir farþegar
bætast úr bílnum, sem eftir verður. Nii sitja þau
Gvendur og Stína ekki sitt í livoru horni, heldur sam-
an. Og var nolíkuð við það að athuga? Fritz segir líka,
að svona eigi blessuð bömin að hafa það.
Á Fornahvammshlaði gerir slíkan kófbyl, að bíl-
stjórinn hikar við að leggja af stað. Sumir ympra jafn-
vel á því, að líklega verði ekki lengra haldið í dag.
Samt fer það ekki svo. Af stað er lagt, en alla götu