Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 12

Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Side 12
12 ] Ó L A B L A Ð ALÞÝÐUMANNSINS 19 5 0 innan tíðar nieð öllu. Var þá eigi um annað að gera en snúa við. Skyldi nú Svínvetningabraut reynd. Er þar skannnt af að segja, að hún reyndist nær fyrir- stöðulaus nieð öllu nema á einum stað. Þó fór svo, að vörubifreiðin, sem elti okkur, þoldi ekki viður- eignina við nokkra þverskafla, heldur gaf vélin upp öndina og hætti að ganga. Var svo vörubifreiðin dreg- in út á afleggjara, en bílstjórinn og farþegi, sem með honum var, teknir upp í áætlunarbílinn. Varð nokkur töf af þessu öllu, ekki sízt því, að vörubílsmennirnir töldu sig nauðsynlega þurfa að ná dýrmætum kassa af bíl sínum og koma til Sauðárkróks. Reyndist það vera wiskykassi. Og áfram var haldið. Værð og drungi seig að okk- ur, því að heitt var í bílnum, en koldimmt. Allt í einu sker bvell stúlku-rödd eins og rakhnífur gegnum myrkrið og þögnina: „Vertu til frið með hendurnar, Guðmundur, — bölvaður afglapinn þinn!“ Þetta er hún Stína í aftur- sætinu hjá Gvendi. Bílstjórinn kveikir þegar tvö dökk- rauð ljós aftast í bifreiðinni. Þarna situr Gvendur með Stínu í fanginu og brosir ófeilinn og þyrkings- lega við forvitnislegum augum okkar liinna, sem á hann stara. Stína virðist heldur ekkert kunna illa við sig. Hún segist ekki vilja ljós, hún vilji sofa. Og bíl- stjórinn slekkur aftur. Á ný ríkir myrkur og þögn. Sjálfsagt hefir Gvendur verið til friðs með hendurn- ar eftir þetta, bölvaður afglapinn. A. m. k. þegir Stína. Loks komurn við að hinni nýju Blöndubrú við Löngumýri. Það djarfar óljóst fyrir henni í hríðinni og myrkrinu, þegar við ökum yfir hana. Þetta virðist vera hið mesta mannvirki. Svo er ekið norður á Svartárbrú, og síðan snúið fram að Bólstaðarhlíð, en nú kemur fijótt babb í bát- inn: Fram-undan er kafófærð, vegur sésl hvergi. Bíl- stjórinn biður suma að fara út og kanna leiðina. Það er brugðizt vel við því. Könnunarliðið fann allstóran luossahóp þarna í hvammi við veginn og rak hann á brautina, þar sem fönnin var mest, tvær ferðir aftur og fram. Mjöllin tekur hestunum í kvið, en er laus fyrir. Lítið folald er í hópnum. Það veltur um hrygg í troðningnum og verður mannhjálp á fætur. Næst er gripið til skóflna og mokað. En það er ekki lengi. Bílstjórinn lætur langferðabílinn vaða á ófæruna, og kraftaverkið skeður: Bíllinn rífur sig fram úr skaflinum, hann er svo laus. Samt erum við ekki úr öllum vanda. Alla leið upp fyrir Bólstaðar- hlíðartúnið er versta ófærð, svo að öðru hvoru þarf að grípa til moksturs. Einna aðsópsmestur við hann er hár og holdskarpur maður, sem farþegarnir hvísla sín á milli, að sé aðalfyrirliði smyglaranna, sem tekn- ir höfðu verið fyrir nokkru við Hrútafjarðarbrú. Jæja, verður mér að hugsa, sá okkar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Eg kemst afdráttarlaust að þeirri niðurstöðu, að slíkt sé ekki á mínu færi. Þegar upp fyrir Bólstaðarhlíðartún kom, gerðist vegurinn stórum snjóberari, svo að hvergi var fyrir- staða, og á Vatnsskarði var ágætt ökufæri. Gvendur og Stína hjöluðu í hálfum hljóðum í aftursætinu. Bíl- veika stúlkan virtist sofa. Hafsteinn réttir Friðriki hestamanni neftóbaksglasið sitt. Framan við okkur Valdemar eru náungamir, sem deildu um Langadals- veg og Svínvetningabraut, teknir á ný að kíta, að þessu sinni um það, hvort Oxnadalsheiði sé fær eða ekki fær. En innan skamms erum við komnir að Varmahlíð, þar sem okkur er afdráttarlaust sagt, að Öxnadals- heiði sé ófær. Bílstjórinn okkar virðist feginn. Þá er það Sauðárkrókur næst, segir hann stutt og laggott. í Varmahlíð á að vera ball, en þótt klukkan sé orðin 11 að kveldi, sjást engir ballgestir. Sauðkræklingamir í bílnum segja kímnileitir, að gestimir muni slæðast að einhverntíma áður en nóttin sé úti, ekki þurfi að óttast annað. I nótt verði dansað í Skagafirði, en auðvitað þurfi menn að verða rakir í fætuma og dá- lítið blautir í kollinn, áður en veruleg dansgleði geti hafizt. Um leið líta þeir hornauga til wiskykassans góða, sem töfunum olli mestum á Svínvetningabraut. Frá Varmahlíð að Sauðárkróki var hið versta færi, og á Krókinn komum við ekki fyrr en kl. hálf eitt á laugardagsnóttina. Jæja, kunningi, sagði ég við sjálf- an mig, er ég brölti stirður og dofinn út úr bifreiðinni rétt fyrir framan Hótel Tindastól, hingað ertu þá kom- inn. Þóttist ætla til Akureyrar í kvöld, en situr nú hér og veizt ekkert um framhald fararinnar! En til hvers var að sakast um orðinn hlut? Þá var skynsamlegra að útvega sér gistingu þegar í stað. • Það er hríð og skafrenningur. Við förum nokkur út á Villa Nova og ætlum þar að leita húsaskjóls, en þar var þá setinn Svarfaðardalur. Við höldum því út í hríðina á ný og höfnum að þessu sinni á Tindastóli, þ.e.a.s. hótelinu, og var þar gisting til reiðu. Harald- uy Gunnlaugsson heilsar okknr brosandi á ganginum, hann hafði haft sig strax á Stólinn og hafði nú fengið þar eins manns herbergi eins og fínn maður, en við Hafsteinn og Gunnar Steindórsson verðum að byggja eitt herbergi saman, og er raunar alveg sama. Það er talað um, að flóabáturinn Drangur komi með morgninum að taka farþegana til Siglufjarðar og Eyjafjarðar, en ég horfi með ugg og kvíða til þeirrar ferðar, því að ég er pöddusjóveikur, hvenær sem ég stíg á skipsfjöl. Mér heyrist undir væng, að fleirum sé líkt farið og mér, en Haraldur Gunnlaugsson gerir

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.