Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 1950
21
Um hádegisbilið vöknuðu stúlkurnar við vondan
draum, því að norðan stórhríð reið tjaldþekju þeirrla.
Var sem í snjóvegg einn sæi, er út var litið. Eigi leizt
stúlkunum ráðlegt að bíða með öllu aðgerðarlausar.
Bjuggust tvær þeirra til að sækja 'vjatn í lind skammt
frá tjaldínu. Rejmdist hún þá kaffennt, og urðu þær
að moka snjónum frá með berum höndum, áður en
þær náðu vatni í tvær fötur og ketil. Næst var að huga
að hlóðunum, og reyndust þær einnig í kafi í fönn.
Rifu stúlkurnar upp hlóðarsteinána og gerðu nýjar
hlóði i skjóli við tjaldið. Tókst þeim þar að kveikja
eld, enda höfðu þær gnægð þurra spreka í tjaldi sínu.
Hresstust þær mjög við góðain kaffisopa.
Ekki slotaði hríðinni, þótt fram á d|aginn liði, og um
kvöldið var öskubylur. Fór stúlkunum nú að þykja
hagur sinn allóvænlegur. Tjald þeirra var ekki sem
sterklegast, saumað úr ábreiðum og strigi i stöfnun-
um. óttuðust stúlkurnar, að veðurofsinn og fannburð-
urinn mundi slíta og sliga tjaldið, og yrði þá lítið sæld-
arbrauð að sitja i bli’ndbyl norður á Flateyjardalsheiði.
Þó misstu þær ekki kjarkinn, en fólu sig guði á vald
og treystu því, að Hann mundi sjá hag þeirra borgið.
Samt sem áður voru þær vel minnugar þeirrar speki,
lað guð hjálpar fyrst og fremst þeim, sem hjálpar sér
sjálfur, og því vöktu þær alla nóttina og sátu á tjald-
homunum, svo að síður sliti upp. En kuldalegt verk
var það, að sitja þannig hreyfing'arlaus klukkustund-
um saman. Erfiðastur reyndist þeim samt þorstiinn, því
að löngu var það vatn upp drukkið, sem þær höfðu sótt
sér daginn .fyrir, Varð það fangaráð þeinla að setja
snjó í flöskur- og hafa þær síðan inn á sér, unz bráðið
var. Gátu þær þannig svalað sárasta þorstanum.
Búið hlafði verið fyrir byl þennan að reka rúið geld-
fé frá Laufásþog víðar á Heiðina, og hópaðist Viú féð
að tjaldi þeirra grasakvennanna, svo að búið var, að
það træði tjaldið niður. Sárt þótti stúlkunum að geta
ekki búið blessúðum skeppnunum betra skjól en var í
hlé við tjaldið, en eigi var um slíkt að ræða.
Á mánudagsmorgun tók veðrið heldur að lægja, en
ekki dró úr fannkomunni nema síður væri. Hafði nú
skeflt mjög að tjaldi þeirra stallsystra, svo að stórum
var hlýrra þar inni. Reyndu þær ’að sofna um stund,
en lítið vildi verða úr því. Óttuðust þær, að aftur
hvessti og vildu gæta tjaldsins sem bezt.
Um miðjan dag brutust stúlkurnar út úr tjaldbúð
sinni og skyggndust um. Vþr veður stórum vægara
orðið, hríð lírtil og djarfaði fyrir sól. En alhvítt var
um að litast og hvergi sá á dökkan díl. Hurfu stúlkurn-
ar aftur í dyngju sína, fengu sér matarbita, en tóku
síðan að kveðast á til að drepa tímann.
Er tjaldbúar höfðu kveðist á eigi allskamma hríð,
heyrðu þeir marr í snjónum úti fyrir, og virtust þar
tveir, fremur en einn á ferð. Snöruðust stúlkurnar þá
hið hvatasta út. Reyndust þar komnir Þormóður frá
Borgargex-ði og Bjöm frá Laufási og voru að leita
Halldóru og Sigurleifar, en frá Lómatjörn var engi'nn,
því að húsráðendur þar hugðu stúlkur sínar á Kanxbs-
mýrum vera.
Þeir Þormóður og Björn höfðu komið við á hverj-
um bæ á Ieiðinni og spurt um stúlkurnar, en enginn
hafði kunnað neitt frá þeim að segja. óttuðust allir,
að þær hefðu lagt af stað í hríðinni iínn Skarðsdal og
orðið þar úti. Mjög hafði fólkinu á Kainbsmýrum orðið
bilt við, er það hafði frétt af stúlkununx úti á Heiði, og
kvaðst mundi hafa sótt þær strax á sunnudag, ef það
hefði af þeim vitað.
Er ekki að orðlengja, það, að þarnja við tjaldið varð
hinn mesti fagnaðarfundur. Þóttust piltarnir hafa heimt
stúlkurnar úr helju, en þeim fannst Inú öllum sínum
örðugleikum lokið, enda hessar vej og ekkert þrekað-
ar, aðeins þyrstar mjög. Létu þeir Þormóður og Björn
það vera fyrsta verk sitt að sækja þeim vatn til drykkj-
ar, og fengu stúlkurnar þá inatarlyst sina, er þær höfðu
svalað þorstanum, en áður haf^i þær lítt fýst að eta.
Var nú búizt til heimferðar. Höfðu þeir Björn og
Þormóður komið ríðandi og með hesta handa Sigui'-
leif og Halldói'u, en Lómatjai’narstúlkur voru hest-
laus|ar. Léðu piltaxtnir þeim því hesta sína, en köfuðu
sjálfir snjóinn. Var færið hið versta og víða umbrot
fyrir hestana. Gekk mjög seint inn hjá Vestari-Krók-
um, en þá tók færð talsvert að létta.
Þær Sigríður og Friðfinna fóru eigi lengra en í
Þúfu, þar sem þær voru hestlausar, og gistu þar. Hin
riðu ofan í Hverfi og heim.
Gott þótti þeim Sigríði og Friðfinnu að njóta hvíld-
ar að Þúfu og alldasaðar fundu þær, að þær voru oi’ðn-
ar eftir ferðavolkið, dn heim gengu þær að morgni, og
engri stúlknianna vai’ð nokkurt mein að útivist þessari.
Eigi var hægt að ná tjaldinu og grösunum utan af
Heiði fyrr en að viku Iiðinni, en þá náðist allt með góð-
um skilum. Þannig lauk þeixri grasaferð. Þótti hún
hafa verið all söguleg, enda sýint, að ungu stúlkui'nar
fjórar, er ferð þessa fóru, væru engir kalviðir á hinunx
fslenzka ættarmeiði.