Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 1
O1* umao uruux XXI. árg. Miðvikudagur 10. janúar 1951 1. tbl. íesandanna (FYRSTA AVARP BLAÐSINS) Vm leið og Alþýðumaðurinn hef- ur göngu sína, þykir hlýða, að hon- um sé fylgt úr hlaði með nokkrum orðum. Fyrir 13 árum síðan stofn- uðum við Halldór bróðir minn blað- ið Verkamaðurinn með tilstyrk og áeggjan ýmsra áhugasamra verka- lýðssinna hér á Akureyri, en þegar Verkalýðssamband Norðurlands var stofnað, lók það við útgáfu blaðsins og hefir haft hana síðan. Varð þó lítil breyting á yfirstjórn Verka- mannsins, þó að Verkalýðssamband- ið hefði útgáfu hans með höndum, því að Halldór sá um útgáfu blaðs- ins, en ég var ábyrgðarmaður þess og sá um fjárreiður. Sú breyting varð þó á blaðinu, að nýir kraftar bœttust því og það jór að koma út tvisvar í viku, í stað þess sem það hafði ekki komið út nema einu sinni í viku áður, og meira fór að bera á þeim skoðunum í blaðinu, sem sum- ir yngri menn verkalýðshreyfingar- innar hallast að. Bar eftir því meira á þessu, sem lengra leið á siðasta ár. Mér er það Ijóst, að megin þorri aU þýðu í landinu hallast ekki að kommúnisma, og taldi því ekki rétt, að blað, sem gefið er út í nafni verkalýðsins, gleymdi sínum aðaltil- gangi, að lala máli alþýðunnar, en kommúnistarnir, sem eru í meiri hluta í stjórn Verkalýðssambands Norðurlands, þoldu ekki, að dregið vœri úr áhrifum þeirra í blaðinu og '»,::-:>,- -.. . " "••••¦,' HarSbakur fyrir festum. Harðbakur farinn á veíðar Annan jóladag kom 3. togari Ut- gerðarfélags Akureyringa h.f., Harð- I bakur, til bæjarins, og hafði | fengið gott veður frá Aberdeen og i hingað. Varð Akureyringum tíðför- ult niður á Tanga, en þar lagðist togarinn við Oddeyrarbryggju, til að skoða hið myndarlega skip. Og 3. í jólum var skipið sýnt frétta- mönnum af skipstjóra, Sæmundi Auðunssyni, og forstjóra Utgerðar- félags Akureyringa h.f., Guðmundi Guðmundssyni. gerðu kr'ófu til, að ég léti þeim í hendur yfirráð yfir því. Tóku því kommúnistarnir að öllu leyti við Verkamanninum í fyrradag, og kom- um við brœður því ekkert við útgáfu hans meir. Gœtnari menn verkalýðshreyfing- arinnar hér um slóðir telja hins veg- ar ófœrt að una því, að ekki sé til blað, sem sé í samrœmi við vilja fjöldans. Hefir því ráðizt, að þetta Svo sem kunnugt er af fréttum, er Harðbakur fyrsti togarinn, sem til landsins kemur, af þeim 10 síðari nýsköpunartogurum. Er hann smíð- aður hjá skipasmíðastöðinni Alex- ander Hall Ltd í Aberdeen og er lík- ur að gerð og Kaldbakur og Sval-, bakur nema hann er 10 fetum lengri, en breidd og dýpt hin sama. Er Harðbakur um 30 tonnum stærri en eldri togararnir. Ganghraði 12—13 mílur. Það, sem gerir Harðbak verulega Kaupfélagsstjóra- skipti við K.V.A. Urn áramótin urðu kaupfélags- stjóraskipti við Kaupfélag verka- manna Akureyrar. Lét Erlingur, Friðjónsson af því starfi, eftir að hafa gegnt því 35 ár samfleytt, en við hefir tekið Sigurður Kristjáns- son frá Húsavík, er verið hefir stárfsmaður kaupfélagsins tvö und- anfarin ár. frábrugðinn Kaldbak og Svalbak, hvað útbúnað snertir, er fiskimjöls- vejksmiðja skipsins. Á hún að geta afkastað um 25 lestum fiskimjöls á sólarhring og tryggja þannig, ef að vonum fer, betri hagnýtingu aflans. Vegna mjölvinnslunnar þarf tveimur mönnum fleira á Harðbak en hina togarana. Engin reynsla er að sjálfsögðu komin á fiskimjöls- vinnslu þessa, og má ugglaust reikna með ýmsum byrjunarörðugleikum í sambandi við hana, og .mega menn ekki láta sér vaxa það í augum. Báðir virtust þeir skipstjóri og framkvæmdarstjóri hinir ánægðustu með skipið, og má hiklaust fullyrða, Framhald á 12 síðu blað yrði gefið út að tilhlutun þeirra, og ég yrði ábyrgðarmaður þess fyrst um sinn. Stefna blaðsins verður sama og stefna Alþýðuflokksins í verkalýðs- málum. Mun það leggja mesta áherzlu á að rœða kaupgjaldsmál og 'ónnur þau mál, sem nátengdust eru alþýðunni. Nafn blaðsins, Alþýðumaðurinn, hefir í meðvitund fólks líka þýðingu qg órðið Verkamaður, en þó öllu víðtœkari. Teljum við, sem að út- gáfti blaðsins stöndum, nafnið all- vel til fallið. Blaðið kemur út einu sinni í viku fyrst um sinn, á þriðjudögum, og aukablöð, ef ástœða virðist til. — Vœnta útgefendur þess, að blaðinu verði vel tekið. Erlingur Friðjónsson. 1. tölublað 10. janúar 1931. 'ttgj Alþýðumaðurinn 20 ára

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.