Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Halldór Friðjónsson ritstj. Alþm. 1931—1947 Hvers vegna var Aljiýöu- maðnrinD stoínaðnr? Á öðrum stað hér í blaðinu er birt grein sú sem Erlingur Frið- jónsson reit í fyrsta blað Alþýðu- mannsins f,yrir 20 árum, þar sem hann getur i fáum orðum hvers vegna blaðið sé stofhað og gefið út, og dvelst þá aðallega við þá }rfirstandandi tíma og þau við- horf sem sköpuðust við það að kommúnistar náðu yfirráðum yf- ir Verkamanninum, eina verka- lýðsblaðinu í bænum. En þar sem þessi saga hefst reyndar miklu fyrr — eða strax með stofnun og útgáfu Verka- mannsins, þykir mér rétt, á þessu 20 ára afmæli Alþýðu- mannsins, að stikla á stóru um rás viðburða, til þess að innflytj- endur í bæinn og ungt fólk, sem vaxið hefir úr grasi og vitkast á sl. 30 árum, fái nokkra yfirsýn yfir þann vettvang sem þessi mál hafa átt leið yfir. Mætti þá verða að skilningur manna ykist á því að ástæða sé til að minnast 20 ára afmælis ekki stærra blaðs eh Alþýðumaðurinn er. Áður en lengra er farið vil ég taka það fram, að eins og Verka maðurinn var stofnaður sem verkalýðsblað og var það þar til kommúnistar náðu honum í sín- ar hendur, hefir Alþýðumaðurinm verið það frá öndverðu og á að vera framvegis, svo fremi að hann vill sinna hlutverki sínu út á meðal fólksins. Þegar Verkam. var stofnaður voru ástæðurnar þær í bænum, að bæjarblöðin voru í höndum atvinnurekenda, þótt þau deildi á um utanríkis- mál, svo sem — og aðallega — sambandsmálið. Samtök verka- lýðsins áttu sér engan opinberan málsvara, þótt við, sem vorum á oddinum fyrir verkamannasam- tökin, fengjum — af náð — ein- staka sinnum að koma — aðal- lega leiðréttingum í blöðin, þá var þar aðeíns um fáskrúðugar varnir að ræða. Um sókn var ekki að tala. Þar sem ekki var um annað en févana samtök fátækustu ein- staklinga bæjarins að ræða, kom það í hlut áhugamanna að hrinda blaðaútgáfu af stað, ef hún ætti að Iánast. Þetta gerðum við bræð urnir og bárum allan veg og vainda af blaðinu. Þá varð og blaðið málgagn Alþýðuflokksins, enda voru Alþýðusambandið og Alþýðufl. samflota á þessum ár- um. Hvað aðstaðan i verkalýðs- baráttunni batnaði mikið við út- komu blaðsins muna þeir bezt og meta, sem unnið hafa að verka- lýðsmálum af áhuga og dreng- lund meðan verið var að vinna verkalýðssamtökuhum þá aðstöðu innan þjóðfélagsins sem stefnt var að með stofnun Alþýðusam- bandsins og Alþýðuflokksins. Um mörg ár var Verkamaðurinn eina alþýðublaðið á Norðurlandi, og myndaði andlegt og fræðilegt samband milli verkalýðsfélag- anna hér Inyrðra, stælti þau til baráttu og dáða, færði þau hvert nær öðru og samræmdi störf þeirra. Það vár því ekki að ástæðu- lausu, að þegar flugumenn komm únista, eins og Einar Olgeirsson og samstarfsmenn hans, voru sendir inn í félögin til að vinna þau fyrir »hinh nýja sið«, settu þeir sér það takmark að ná blað- inu, hér á Norðurlandi í sínar hendur og svifta verkalýðinn not- unum af því sem baráttutæki, og þá, sem ekki aðhylltust fyrirskip- anir frá Moskva eða Berlín, vopninu til að haJda baráttunni áfram á þjóðlegaJn og mannsæm- andi hátt. Þetta kostaði Einar Olgeirsson 6—8 ára baráttu, en vann lokasigur sinn í málinu með styrk Elísabetar Eiríksdóttur og Jóns Guðmanns í stjórn V. S. N. gegn atkvæðum tveggja alþýðu- flokksmanna. Þetta gerðist í árs- lok 1930. 10. janúar 1931 hóf Alþýðu- maðurinn göfngu sína, og í áður- nefndri grein Erlings Friðjóns- sonar er blaðinu fylgt úr hlaði og tildrögin skýrð í ljósi undan- farandi atburða. Þarf ég því ekki að bæta við þann þátt. Hvernig hefur svo Alþýðumað- urinn staðið við það sem þar er lofað? Aðal breytihgin frá því sem áður var, var sú að eftir 1930 höfðu Alþýðusamtökin og AI- þýðufl. fengið nýjan fjandmann á hálsinn þar sem kommúnista- flokkurinn var; mikið ósvífnari og óheiðarlegri að meðulum og vopnum en illvígustu útsendarar atvinnurekendavaldsins höfðu nokkumtíma verið. Og vcru þeir þó ekki aldæla á uppvaxtarárum verkalýðshreyfingarinnar. Þetta hlaut að koma fram í starfi og stefnu Alþýðumannsins þannig, lað haon var tiíneyddur að nota töluvert af rúmi sínu til að mæta þessurn nýja óvini. Annars hélt hann fram stefjiu alþýðuflokks- manna í landsmálum og verka- lýðsmálum, eins og útgefendur hans höfðu æfinlega gjört í Verkamanninum. Verkalýðsmál i'n skipuðust svo á næstu árum að V. S. N., sem notað var til að selflytja Verkam. yfir til Komm- únistaflokksins, gliðnaði sundur og dó hordauða í »forseta«-tíð Steingríms Aðalsteinssonar, en kommújnistar hirtu Verkamann- inn, enda refirnir skornir til þess frá öndverðu. Eftir verka- lýðssvik hirfna kommúnistisku stjóma Verkamannafélagsins og Einingar 1932, þegar þær lækk- uðu kaup verkafólksins yfir há- sumarið, yfirgaf hið raunveru- lega, verkafólk þessi félög og stofnaði Verklýðsfélag Akureyr- ar, og rétti hlut verkafólksins þeg tar á fyrsta ári. Fór það með verkalýðsmálin í bænum fram á haust 1942. Gerði aldrei verkfall, en þokaði kaupgjaldi í bænum upp jafnt og þétt og stóðu þau mál svo 1942 að verkakaupið á Akureyri var hæst á öllu landinu. Eins og sjá má af ofanrituðu var Alþýðum. stofnaður og starf- ræktur á baráttutímum, og bar svip af þeim. Oft var sótt að honum úr þremur áttum. Honum var nauðugur sá kostur að ol- boga frá sér í margar áttir sam- tímis. Og þar sem rúm hans var takrrtarkað svo efninu varð að þjappa saman, varð hann máske harðskeyttari á stundum en sum- ir fylgjendur hans hefðu óskað. En stefnunni var haldið, án und- ansláttar; stefnunni að styðja hag og rétt alþýðunnar á heiðar- legum og raunsæjum grundvelli. Og meðferðin á flugumönniínum, sem blöðruðu silkitungu hræsn- arans framan í fólkið, en brugg- uðu því launráð á bak við tjöldin, var miskunarlaus húðstrýking í dálkum blaðsins. Aftur var hann ófeiminn að viðurkénna og fylgja hverju því, sem vel var gert í garð fólksins hvaðan sem það kom. Hann vó aldrei úr launsátri — og hver og einn hafði hann þar sem hann var. Vegna smæðar blaðsins var minna hægt að sirtna fræðslumálunurn en æskilegt hefði verið. En hin svokölluðu fræðslumáj sumra blaðanna af- vega leiða fólkið líka meira stund um eín það sem þau koma að gagni, enda til þess ætluð. Þó freistandi væri að hafa þetta mál öllu lengra en hér er gert, Iæt ég hér staðar numið. En af nógu er að að taka. Að lok- um vil ég endurtaka það, sem ég sagði í fyrstu, að alþýðuflokks- blöðin eru og eiga að vera tvennt í senn, verkalýðsblöð og málsvar- ar óspilltrar íslenzkrar alþýðu. Þannig hófst ganga þeirra og þannig á framvindart að vera. Tapi þau auga af þessu takmarki og skyldu við þjóðina, reika þau á villigötum. Það er því fyrsta og síðasta ósk mín til blaðsins á 20 ára af- mæli þess, að því fatist aldrei för á þessum vegi, og það megi verða því stórvirkara og áhrifameira sem það býr nú við betri skilyrði en þegar það hóf göngu sína. Akureyri, 7. jan. 1951 Halldór Friðjónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.