Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUMAÐURINN 9 Miðvikudagur 10. janúar 1951 Erindi Friðjóns Skarphéðinssonar 1. desember 1950. Framhald af 4. síðu. þeim efnum, sem hér var fyrir 50— 100 árum. Þótt vér séum furðu fá- menn þjóð og af þeirri ástæðu megi undur kallast, að vér getum staðið á eigin fótum, þá hefir þjóðin með sigrum sínum í þeim efnum einum, sein ég nú hefi getið, sannað tilveru- rétt sinn, meðan hún ekki bregzt skyldum sínum. Hér að auki kemur svo það, að vér eigum merkilegt tungumál, sem oss hefir auðnazt að varðveita, og bókmenntir gamlar og nýjar, sem hver stórþjóð væri stolt af, ef hún ætti slíkar. Einnig af þessu, og þó ef til vill fyrst og fremst af þessu, eigum vér skilyrðislausan rétt að guðs og manna lögum á því að vera sérstök þjóð, frjáls og óháð. Þennan rétt vom ber oss að varð- veita. Fyrir honum eigum vér að berjast, ekki með vopnum, heldur með daglegum athöfnum vorum hvers og éins, þegnskap og skyldu- rækni hver á sínu sviði. Mönnum kann að þykja óþarft eða lítt við- eigandi að bera á borð siðferðis- prédikanir slíkar sem þessar og of mikið sé að því gert. Það má vera að svo sé. En mér er nær að halda, að það væri hollt hverjum og einum, ungum og gömlum, að stefna sjálf- um sér fyrir dóm sinnar eigin sam- vizku og prófa, hvort hér er í nokkru ábótavant. Flestir munu það vera, sem ekki eru því glámskyggnari, sem komast að raun um, að betur er hægt að gera, og af meiri trú- mennsku hægt að vinna að þjóðern- islegu, efnalegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði voru. Merkur maður hefir sagt, að sá sé þegnskaparmaður og góður son- ur þjóðar sinnar, sem einlæglega kostar kapps um það, vitandi vits eða óafvitandi, að þjóðfélag hans græði á viðskiptum við sjálfan hann, að hann veiti því meira en hann þiggur af því. Þetta er oss hverjum og einum hollt að hugleiða og í þessu er meðal annars fólgin trúnað- arskylda þjóðarinnar við sjálfa sig. Friðjón Skarphéðinsson. Auglýsið í Alþýðum. ( Erlingur Friðjónsson ábyrgðarmaður Alþýðumannsins 1931—1945. Lausn jólagetraunar Alþýðuniannsins í jólablaði Alþýðumannsins var spurt um 5 kvæði, er birt voru, eftir hverja þau væru og í hvaða bókum. Heitið var 200 kr. fyrir rétta lausn. Þeir Magnús Óskarsson, Þórunnar- stræti 124, Akureyri, og Stefán Yngvi Finnbogason, Brekkugötu 29, Akureyri, sendu réttar ráðningar. Skiptu þeir, samkvæmt eigin ósk, verðlaununum með sér. Lausnin er þessi: Órar, höf. Kristjón Einarsson, í bók hans Villtur vegar. Nœturljóð, höf. Kári Tryggvason, í ljóðabók hans Yfir Ódáðahraun. Haustljóð, höf. Heiðrekur Guð- j i inundsson, í ljóðabók hans Arfur ör- ! eigans. i Á götunni, höf. Böðvar Guðlaugs- son, í Ijóðabók hans Klukkan slær. Ævintýri, höf. Bragi Sigurjóns- son, í Ijóðabók hans Hver er kom- inn úti? r Agæt sala Kaldbaks Sl. mánudag seldi togarinn Kald- bakur afla sinn, 3428 kits, í Eng- landi fyrir 12.716 sterlingspund. Togarinn Svalbakur selur í dag í Aberdeen. Er hann með fullfermi. — Jónas Þorsteinsson, 1. stýrimaður Svalbaks, var með skipið í veiðiför- inni og gekk mjög vel. Hann sigldi og skipinu út. Álþýðumaðurinn kemur væntanlega ekki út fyrr en annan þriðjudag hér frá. TILKYNNING Nr. 1, 1951. Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín .............. pr. líter kr. 1.51 2. Ljósaolía .......... pr. tonn kr. 1050.00 3. Hráolía ............. pr. líter kr. 0.63 Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíu- verðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutn- ingshöfn. Sé hráolía og benzín aflient í tunnum, má verðið vera 2% eyri hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærra hver líter af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. í Borg- arnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkis- hólmi, ísafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Norðfirði og Eskifirði má verðið vera 7 aur- um hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá einhverjum fram- angreindra staða, má bæta einum eyri pr. lítra við grimnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km. sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjó- leiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt framansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykja- vík. I verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera 3% eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu 4% eyri pr. Iíter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. í Hafnarfirði skal verðið ó ljósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70.00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 7. janúar 1951. Reykjavík, 6. janúar 1951. Verðlagsskrifstofan. Endurskoðnnar- og bðkbalds- skrifstofu opna ég um miðjan þennan mánuð í Hafnarstræti 101 (áður Ryelshús). Annast öll störf, sem venja .er að fela löggiltum endurskoðend- um. 'Vil sérstaklega benda skattgreiðendum á, að ég veiti aðstoð við skattaframtöl. Viðtalstími er aðeins kl. 6—7 e. h., en aðrir tímar eftir sam- komulagi. Símanúmer er 1966 — heimasími 1239. Akureyri, 4. janúar 1951. Baldur Guðlaugsson, lögg. endurskoðandi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.