Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN 11 Ötsvör áætluð um 6,6 milj. kr. við tyrri umræðu í bæjarstjðrn Akureyrar. Fjárhagsáætlun bæjarins kom til fyrri umræðu 19. des. s.l., og eru út- svör samkvæmt henni áætluð um 6.6 millj. kr., en voru um 5.8 millj. kr. 1950. Reiknað var með vísitölu 125 á allar kaupgr., enda hefir kostn. við stjórn kaupstaðarins hækkað tals- vert frá síðustu áætlun. Eins og fyrri daginn eru tekjuliðir bæjarins fáir og smáir nema útsvör, og er það mjög alvarlegt vandamál allra bæj- ar- og sveitafélaga, hve tekjustofnar þeirra eru litlir aðrir en beinar út- svarsálögur. Skal hér lesendum til fróðleiks birt skrá yfir helztu tekju- og gjalda- liði bæjarfélagsins árin 1949—1951, og er þá farið eftir reikningum bæj- arins fyrir árið 1949, en áætlunum hin árin tvö. Rétt er að geta þess, að tölumar eru ekki nákvæmar upp á krónu, heldur látið standa á tugum og hundruðum: TEKJUR : 1949 1950 1951 Skattar af fasteignum 276.650 271.000 277.000 Tekjur af fasteignum 148.980 140.000 145.000 Ýmsar tekjur 630.000 589.450 549.450 Hluti bæjar af stríðsgróðaskatti 91.220 108.000 26.500 Sætagjöld 17.400 16.000 20.000 Útsvör 5.464.000 5.830.350 6.634.950 GJÖLD: 1949 1950 1951 Vextir og afb. af föstum lánum 56.300 48.300 54.300 Stjórn kaupstaðarins 314.009 316.100 408.450 Löggæzla 194.890 260.000 313.200 Heilbrigðismál 61.750 56.400 82.700 Þrifnaður 276.700 300.000 360.000 Vegir og byggingamál 385.740 331.200 473.600 Nýir vegir 750.000 800.000 800.000 Fasteignir 264.000 256.000 311.000 Eldvarnir 160.700 143.000 150.000 Lýðtrygging og lýðhjálp 746.000 860.000 910.000 Framfærzla 443.900 555.000 692.000 Menntamál 632.700 679.700 799.200 Verkamannabústaðir 121.700 121.700 126.400 Framlag til sjúkrahússins 141.100 150.000 250.000 Vegna reksturshalla spítalans .. 70.000 100.000 150.000 Nýbygging sundlaugar 282.800 100.000 100.000 Framlag til byggingarsjóðs .... 200.000 200.000 150.000 Til verkfærakaupa 123.200 100.000 100.000 Undir lið „ýmsar tekjur“ eru færðar tekjur af grjótmulningi bæj- arins, endurgreidd útsvör, skattur af ríkisverzlunum, framlag úr jöfnun- arsjóði og fleira. í fyrra voru auk þeirra gjalda- liða, er að framan getur, háir gjalda- liðir þessir 1950: þús. kr. Lán til Krossanessverksm. 350 Til dráttarbrautarinnar 150 Til bygg. slökkvistöðvar 100 Til togarakaupa 300 í ár er áætlað eins til slökkvi- stöðvar og dráttarbrautar, en togara- og Krossanesspóstarnir falla niður. — Hins vegar koma nýir liðir inn þessir: þús. kr. Til breytinga samkomuhúss 200 Til bygginga alm. salerna 100 Til brúar á Glerá 100 Lán til Laxárvirkjunar 500 Bæjarbúum mun ugglaust þykja útsvarsupphæðin ískyggilega há, og er það að vonum, því að margir hafa úr litlu að spila vegna sívax- andi verðbólgu. Hins er svo ekki að dylja, að mjög óhægt er um veru- legar lækkanir á fjárhagsáætluninni, nema þá um gjörbreytingu væri að ræða, en um slíkt er tómt mál að tala, meðan núverandi bæjarstjórn- armeirihluti ræður ríkjum. Ýmis konar smápósta mætti að sjálfsögðu fella af fjárhagsáætlun, en enginn þeirra hefir verulega fjár- hagslega þýðingu, og því smámuna- semi að eltast við slíkt. Breytingartillögur fulltrúa Alþýðuflokksins við fjárhagsóætlunina | Breytingartillöugm við fjárhags- ! áætlim bæjarins átti að skila fyrir ! lok 3. janúar sl. Fulltrúar Alþýðu- ' flokksins hafa lagt til, að lán til Lax- árvirkjunar verði lækkað um 250 þús. kr., en rafveita bæjarins láni þeim mun meira til virkjunarinnar. Þá leggja þeir til, að bærinn afli sér 100 þús. kr. láns í ár til að leggja fram í bili til flugvallargerðar inn- an við bæinn. Loks munu fulltrúam- ir bera fram þá tillögu í bæjarstjórn, að niðurjöfnunarnefnd verði falið að leggja útsvörin á með 5% álagi á áætlunarupphæð, í stað 10%, eins og venja hefir verið. Mundi álagið verða 663.495 kr., ef gömlu reglunni yrði fylgt, en ekki nema 331.165 kr. samkvæmt tillögu Alþýðuflokksfulltrúanna. Gera þá þessar lækkunartillögur fulltrúanna raunverulega 581 þús. kr. lækkun á útsvarsfúlgu þeirri, sem annars yrði tekin af bæjarbúum, og munar um minna. AÐ ÁRAMÓTUM Framhald af 2. síðu aukna framleiðslu, en slíkt hlýtur að verða undirstaða annarra hluta, jafnt í bæjarfélagi voru, sem meðal þjóðarinnar allrar. En þótt horfurnar séu ekki glæsi- legar þá sannast nú sem fyrr „að ætíð er annað ráð en að krjúpa og vola“. íslenzk alþýða hefir fyrr átt að sækja á brattann. Og svo mun enn verða, að henni mim takast að sigrast á þeim plágum, sem hana þjá, ef hún aðeins þekkir sinn vitjunar- tíma. Orvar-Oddur. TILKYNNING Nr. 52, 1950. Fjárhagsráð hefir ákveðið hámarksverð á benzíni pr. líter kr. 1,51. Að öðru Ieyti eru ákvæði tilkynningar Verðlagsstjóra nr. 7 frá 31. marz 1950 og tilkynningar nr. 30 frá 26. júlí 1950 áfram í gildi. Reykjavík, 14. des. 1950. Verðlagsskrifstofon. Skattstofa Akureyrar veitir aðstoð við að útfylla skattaframtöl alla virka daga frá kl. 10—12 og 1—7 til loka janúarmánaðar. Síðustu viku mánaðarins verður skattstofan þó opin til kl. 10 á kvöldin. Þeim, sem ekki hafa skilað framtölum fyrir 31. þ. m., verður gerður skattur. Atvinnurekendur og aðrir, sem laun hafa greitt á árinu, eru minntir á að skila vinnuskýrslum fyrir 15. þ. m. Þeir, sem ekki hafa fengið eyðublöð send heim til sín, eru beðnir að vitja þeirra til skattstofunnar. Skattstjórinn, Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.