Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.01.1951, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 10. janúar 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Erindi í samkvæmi jafn- aðarmanna 1. des. 1950 (Erindi það, sem hér jer á eftir, jlatti Friðjón Skarphéðinsson, bœjarfógeti, á kvöldskemmtun þeirri, er Alþýðujlokksfé- lögin hér efndu til á Hótel Norðurlandi 1. des. sl. Hafa ýmsir lesendur Alþýðumanns- ins óskað eftir því, að blaðið birti erindi þetta, og hefir höf. góðfúslega leyft það. Þykir mér vel hlýða að birta erindið með nýju ári og í 20 ára afmœlisblaði Alþýðu- mannsins, því að á sama hátt og baráttan fyrir sjálfstæði voru er eilífðarmál vort, eins og höfundur segir réttilega, má segja, að alvöruorð hans í erindislok um það, hvernig oss beri að heyja þá baráttu, sé oss lioll hugvekja um hver áramót og við hvert afmœli. — Ritstj.) Forstöðumenn þessa samkvætnis hafa falið mér það hlutverk að flytja hér stutt erindi í tilefni þess, að í dag er fyrsti dagur desembermánað- ar, afmælisdagur hins endurheimta sjálfstæðis og fullveldis Islands. — Enda þótt vér séum hér saman kom- in til þess að skemmta oss, þá þykir mér ekki verða hjá því komizt að mæla hér nokkur alvöruorð í þessu stutta erindi, enda ætla ég, að oss sé holt „það hið blíða blanda stríðu“, og bið ég þá hafa það hugfast, sem lítinn áhuga hafa fyrir slíku og kynnu að vera óþolinmóðir að hlusta á mig í 10 mínútur. Á árunum fyrir 1918 kom víst, fá- um eða engum í hug hér á landi, að skammt yrði þess að bíða, að lausn fengist á sambandsmáli íslands og Danmerkur. Allt frá dögum Jóns Sigurðssonar höfðu Islendingar haft uppi kröfur sínar í sjálfstæðismál- unum og þokaðist nokkuð í áttina: 1844, er Alþing var endurreist, 1874, er vér fengum fjárforræði, og 1904, er vér fengum innlendan ráðherra, er bar ábyrgð fyrir Alþingi. For- ystumenn stjórnmálanna og Alþingi hafði hvað eftir annað uppi kröfur um sjálfsforræði og sjálfstæði,' en Danir höfðu aldrei viljað ljá máls á því, og frumvörpum Alþingis í þessa átt var jafnan synjað staðfestingar. Þannig stóðu málin í ársbyrjun 1918, að engum kom til hugar, að þar myndi verða breyting á. — Það hafði að vísu komið í ljó’s á styrj- aldarárunum 1914.—18, að vér vor- um þess umkomnir að sjá oss sjálf- um farborða og þá urðum vér sjálf- ir að annast ýmiss konar viðskipta- samninga við önnur ríki og annast siglingar til landsins og frá. Á þess- um árum hafði verið haldið uppi baráttu fyrir sérfána íslendinga. — j Danir samþykktu að lokum 1915 j heimild fyrir heimajána, sem nota j mætti aðeins á íslenzku landi og í j , landhelgi. Á stríðsárunum varð ! krafan um siglingafánann höfð uppi, j en mætti harðri mótstöðu, enda j hefði slíkur fáni verið tákn sjálf- i stæðis og sérstöðu. Þessari kröfu j hafði verið synjað í ríkisráði Dana | 14. nóv. 1917. Jafnframt var Jóni j Magnússyni, forsætisráðherra, sem fánamálið bar fram í ríkisráðinu, tjáð, að ekki yrði fallizt á sérfánann nema því aðeins, að jafnframt lægi fyrir lög um allsherjarskipan á rétt- arsambandi landanna, Danmerkur og íslands. Varð síðan að ráði, að sambandslaganefndin var sett á laggirnar. — Hvað var nú það, sem olli þessum sinnaskiptum hjá Dön- um? Það er ekki ófróðlegt að rifja upp í þessu sambandi orsakir þær, sem talið er að hafi valdið þessum hughvörfum. Á heimsstyrjaldarárunum 1914— 18, og einkum á þeim síðari, fóru j að kveða við raddir einkurn hjá j bandamönnum um sjálfsákvörðun- j arrétt smáþjóðanna. Eins og alkunn- ugt er, voru það allmargar þjóðir, sem endurheimtu sjálfstæði sitt á þessum árum og um stríðslokin. Ég nefni hér t. d. Pólland, Eistland, Lettland, Lithauen, Finnland, Tékko- slóvak'a. Um miðja næstliðna öld höfðu Þjóðverjar svipt Dani stóru landsvæði á Suður-Jótlandi. Þessu gátu Danir að vonum ekki gleymt og höfðu sterkan hug á að fá land þetta aftur. Mér er tjáð, að til hafi þeir Danir verið -— og þeir ekki fáir né smáir — sem létu sér fljúga í hug, ef Þjóðverjar ynnu stríðið, að skipta við þá á Suður-Jótlandi og íslandi og losna þannig við nöldrið íslendinganna. Rás viðburðanna varð raunar sú, að Þjóðverjar biðu lægra hlut í stríðinu og síðla árs 1917 þótti jafnvel sýnt, að svo mundi verða. Þetta varð til þess, að Dönum þótti skynsamlegt að sýna oss frjálslyndi og veglyndi, enda nauðsynlegt fyrir þá að geta bent á það í sambandi við kröfur sínar um endurheimt Suður-Jótlands. Þetta má telja fullvíst að hafi ver- ið orsök þess, að sambandslaga- samningurinn var gerður. Það var þannig bein afleiðing af heimsstyrj- öldinni 1914—18 og sannast þar hið fornkveðna,; að fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Sambandslaganefndin starfaði hér í Keykjavík í Alþingishúsinu — eða nánar til tekið í kennarastofu há- skólans, sem þá var þar á neðri hæð — dagana 1.—18. júlí 1918. Þegar hún var sett á stofn, gerðu menn hér sér engan veginn glæstar vonir í sambandi við hana. Reynslan þótti hafa margsannað það, að Danir voru oss ekki eftirlátir um sjálfstæð- ismálin. Jón Magnússon var forsæt- isráðherra um þetta leyti. Hann var að vísu ekki talinn stórbrotinn mað- ur, en átti þó drjúgan þátt í þessu máli með lágni og lipurð. íslendiug- ar höfðu ágæta menn af sinni hálfu í samninganefndinni, þá Einar Arn- órsson, Bjarna frá Vógi, Jóhannes Jóhannesson, þáv. bæjarfógeta, og Þorstein M. Jónsson, núv. skólastj. Tveir þessara manna voru lögfræð- ingar, þar af annar, Einar Arnórs- son, einhver með slyngustu lögfræð- ingum, sem vér höfum átt. Danir höfðu engan lögfræðing af sinni hálfu. Eftir að samningum lauk, heyrðust raddir hjá Dönum um það, að íslenzku nefndarmennirnir hefðu snúið á þá dönsku, enda hefðu þeir verið valdir með það fyrir augum. Hægri menn tóku ekki þátt í samn- ingagerðum, en aðrir stjórnmála- flokkar í Danmörku áttu fulltrúa í samninganefndinni. Á meðan á samningum stóð, var nálega slitnað upp úr þeim. Allir nefndarmenn voru staðnir upp. Það var krata Dana um sameiginlegan ríkisborg- ararétt, sem olli þessu. íslenzku nefndarmennirnir voru þá það hyggnir, að þeir slökuðu nokkuð á kröfum sínum, og var þá setzt aftur að samningaborði og upp úr þessu spratt hið alkunna jafnréttisákvæði sambandslaganna. Ég held, að allir séu nú sammála um það, að þeUa hafi verið hyggilega gert, því að fyr- ir bragðið fengum vér loks skýlausa viðurkenningu Dana um fullveldi vort og sjálfstæði. Mér hefir fundizt viðeigandi að rifja hér upp í kvöld aðdraganda að því, að vér fengum fullveldi vort 1. desember 1918. En aldrei er of oft á það minnt, að enda þótt vér höf- um endurheimt fullveldi vort og sjálfstæði fyrir 32 árum og enda þótt vér höfum fyrir nokkrum árum stofnað lýðveldi og höfum ekki lengur náin þjóðréttartengsl við nokkurt annað ríki, þá er sjálfstæð- isbaráttu vorri ekki þar með Iokið. Barátta fyrir sjálfstæði voru, stjórn- arfarslegu, fjárhagslegu og þjóðern- islegu er og verður ævarandi. Hún er eilífðarmál. Hver og einn, alnir og óbornir, eigmn vér að taka þátt í henni hver á sinn hátt. Þessa bar- átiu hafa feður vorir og mæður háð mismunandi vel á liðnum öldum. Hún var lengi vel barátta fyrir lífi og tilveru vorri sem sérstakrar þjóð- ar, barátta við óáran eldgosa, ísa- laga og verzlunaráþjánar, barátta við kulda og hungur. Það munaði ekki miklu, að þjóðin bæri lægra hlut í þessari baráttu og hætti að verða til -— þurrkaðist út. Fólks- fjöldinn komst niður í rúm 40 þús- undir rnanna, meira og minna hor- aðra og hungaðra, og ótrúlega mik- ill fjöldi af þessum hóp var á verð- gangi og átti sér enga björg og lifði á því, sem þeir, er betur voru settir, réttu að þeim. Þessi hungurbarátta setti mark sitt á þjóðina, sem hún lengi bar. Þegar einna verst gegndi, •voru sendir menn út af örkinni á konungsfund að biðja bjargar fyrir landsfólkið. Á hann var litið sem föðurlega forsjón, sem bjargað gæti út úr stórvandræðum, þegar þau steðjuðu að. Árangur bænaskrárinn- ar var sá, að konungur ákvað að skipa nefnd, sem átti að gera tillög- ur um, hvað gera ætti. Á meðan hélt fólkið áfram að deyja úr hungri ýmist úti á víðavangi, það sem á verðgangi var, eða í hreysum sín- um. Og síðan þetta skeði, eru ekki nema 160—170 ár. Þrátt fyrir þess- ar raunir, sem vér eigum erfitt með að gera oss í hugarlund, sigraði þjóðin. Segj a má, að hún hafi sigr- azt á hungurvofunni. Hún hefir meira að segja lyft Grettistaki í verk- legum framförum og efnalegri þró- un, ef miðað er við það ástand í Framhald á 9. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.