Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1934, Side 5

Dýraverndarinn - 01.09.1934, Side 5
Gamlir kunningjar. Eftir Arna bónda Einarsson, Múlakoti. 2. Kolur. Haustiö 1907 bygöi eg upp bæjarhúsin hér í Múlakoti, og haföi um hríö nokkura menn í vinnu. Var þá morgna risið árla úr rekkju, og unnið myrkr- anna á milli, því að upp urðu bæjarhúsin aö komast áöur en vetur riði í garð. Þá var það morgun einn, er eg kom fram á hlað- iö, að eg sá hvar hundur lá á moldarbing, sem mok- að hafði verið saman úr gömlu bæjarveggjunum. Fór eg að veita honum athygli og tala til hans, en hann lá kyrr, lyfti ekki höfði, og dillaði skottinu ofurlítið. Gekk eg þá nær honum, og sá að hann skalf af kulda, og mundi aðframkominn af þreytu og hungri. Gekst mér hugur við, að sjá þennan vesaling, tók hann i fang mér, án þess hann veitti nokkura mótspyrnu, og bar hann inn í eldhús. Þar gaf eg honum mjólk að lepja, og ýmislegt íleira, er eg fann þar hendi næst. Gleypti hann matinn í sig, og leið svo stund, að alt stóð á hotni i honum. En þegar hann hafði fengið nægju sína, leit hann til mín, og þau augu man eg enn, og þakklætið, sem skein úr þeim. Síðan fór eg til vinnu minnar, og fylgdi rakkinn strax á hæla mér. Var eg um daginn oftast að færa til mold, og bárum við hana tveir á handbörum, dálítinn spöl á burt. En svo var rakkinn mér fylgisamur, að hann elti mig hvert fótmál, lagðist niður á meðan mokað var á bör- urnar, en reis svo upp og rölti á eftir mér þangað, sem hvolft var úr þeim. Hvorki heimamenn, né aðrir, sem hjá mér vóru staddir þennan dag, könnuðust við rakkann, og töldu því allir, að hann mundi flækingur vera, og sennilega eitthvað langt að kominn. Hann var dökk- ur á skrokkinn, en gulur á kvið og fótum. Varð mér því fyrir a'ð kalla hann Kol, en hann varð glaður við, og virtist þar þekkja nafn sitt. Um kveldið bjó eg gesti þessum bæli í útikofa, og það- an kom hann, er eg var á fótum næsta morgun, og fagnaði mér vinalega. Hélt hann sömu háttum, og daginn áður, elti mig á röndum hvert sem eg fór, og lét sem hann sæi engan mann annan. Um þessar mundir stóð yfir önnur leit á afrétti okkar Fljótshliðinga, og á þriðja eða fjórða degi frá því rakkinn settist hér upp, komu sumir fjall- mennirnir hingað að Múlakoti. Þegar þeir sáu hund- inn höfðu þeir þá sögu að segja, að liann hefði kom- ið til þeirra, þar sem þeir höfðu náttstað á svo nefndum Hellisvöllum á Grænafjalli. Var hann að læðast þar lúpulega um, og reyndu þeir að lokka hann til sín, en hann var hræddur og tortrygginn, og lét ekki fangast. Beittu þeir þá á hann smala- rökkum sínum, og ætluöu þeim að grípa hann, en það tókst ekki, og slapp hann þar frá þeim eitt- hvað út í buskann. Næsta rnorgun var hann svo kominn hingað, og var því ekki að furöa, þótt hann væri aðframkominn, er eg fann hann. Af sögu fjallmannanna þóttist eg mega ráða, að Kolur mundi vera austan úr Skaítafellssýslu, en tapað af húsbónda sínum einhvers staðar úti í sýsl- um, eða í Reykjavík; hefði svo leitað austur í áttina

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.