Dýraverndarinn - 01.09.1934, Side 7
DÝRAVERNDARINN
43
T aki.
Hún var belgísk fjártík, og ein af þeim25hundum,
sem Bandamenn notufiu í heimsstyrjöldinni til þess
aö bera skilaboS og orðsendingar um vígvellina.
Orösendingar þær, sem 'l'aki flutti, vóru látnar í
þar til gert vatnsþétt hylki, og bar hún þa’S dag-
lega í munninum á milli vígstöSvanna, samfleytt í
þrjú ár. Hún var því allan þann tima, meira og
minna, í „eldinum“, en slapp þó einatt heil á húfi
úr öllum þeim svaSilförum. Eitt sinn, sem oítar,
var hún send meS skilaboð inn á svo kallaS ,,No-
mans-land" til bjargar franskri hersveit. Rigndi þá
yfir hana sprengikúlum, eiturgasi o. fl. af ])vi tæi,
en láni'ö var meö henni í ])etta sinn, eins og endra-
nær, ])ví a'ö henni tókst aö koma boöunum til skila,
og þar meö aö bjarga hersveitinni.
Fyrir öll hin mörgu og dáöríku störf, sem hún
vann á þessum þrem árum, hlaut hún fjölda heiö-
ursmerkja, og var eitt af þeim frá Albert Belga-
konungi.
Þegar lieimstyrjöldinni lauk fluttist Taki meö her-
mönnum vestur til Ameríku. en barst síöan til
Kaliforníu, og komst ])ar í eigu stórskotaliösins á
l.ong Beach. Þar drapst hún i nóvember 1931, og
var ])á 21 árs. Fór útför hennar fram meö mikilli
viöhöfn aö hermanna siö. Vóru leifar hennar brend-
ar, en askan látin i látúnsskothylki, senr varöveitt
er í vopnaminjasafninu þar á staðnum.
Myndin sýnir aö Taki hefir verið brynjuð, og
num ]>ess eigi hafa veriö van])örf á stundum. Þó
mundi sú brynja hafa komiö að litlum notum, ef
vitsmunir Taki og hepni, heföu ekki jafnan fylgst
að.
Lauslega þýtt úr „The Western Woman“.
Dan. Daníelsson.
skærum fögnuöi yfir því, aö mega fara með mér.
En hann varö oft að þola það, aö vera lokaður
inni. er eg fór aö heiman. Kunni hann því afar
illa, lengi vel, en sætti sig þó við það aö lokum.
Annars fanst mér og fleirum, merkilegast í hátt-
um Kols, þetta liugboð. eða hvað eg á aS kalla það,
sem hann hafði einatt um heimkomu mína. Fann
hann einhvern veginn á sér hvenær mín var heim-
von, sat þá á traðarveggnum tímunum saman, og
brást aldrei, aö eg kom úr þeirri átt, sem hann
horfði. Stundum hefir hann ef til vill heyrt heima-
menn tala um hvenær og hvaöan mín væri von, og
hagað sér eftir þvi, enda sýndi hann það i mörgu,
að hann skildi það, sem um var rætt í nálægö hans.
En oftar gat þó engu slíku verið til að dreifa, eins
og nú skal sanna. Á þessum árurn fór eg oft lesta-
ferðir haust og vor, ýmist út á Bakka eöa suður
til Reykjavíkur. Aldrei leyföi eg Kol að fylgja
mér i slikum ferðum, og varö hann aö hýrast
heima, hversu þungt sem honum féll þaö. Ekki
var unt að gera um þaö neina áætlun fyrir frarn,
hve marga daga hver ferð mundi taka. Þá var og
enn ekki kominn simi hinga'ö inn eftir, svo að ekki
var hægt aö láta berast meö honum, hvenær vænta
mætti mín heim. En þessa þurfti heldur ekki, á
meðan Kolur liföi. Heimamenn gátu vitað það af
háttum hans, hvenær eg var að koma. Þann dag
sat hann á traðarveggnum og mændi í vesturátt,
sperti upp trýniö við og við, og þefaði út í loftið.
Þannig gat hann setið mestan hluta dagsins, og