Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1934, Side 8

Dýraverndarinn - 01.09.1934, Side 8
44 DÝRAVERNDARINN stundum fram á nótt, matarlaus, og skeytti engn þó aS kallað væri á hann, og beðiS komu minnar; enda brást þaS ekki, aS þann dag kom eg, en stundum seint og um siöir. — Og alt af tók hann á móti mér meö sömu fagnaðarlátunum, og kunni sér þá ekkert hóf í gleði sinni. Þri'ðja haustið, sem Kolur var hér, rak eg meS honum suSur. Var reksturinn stór, og viS margir saman, HliSarmenn. Þá var þaS dag einn, aS viS vórum á gangi innarlega á Laugaveginum, nokkur- ir félagarnir, og rann Kolur á undan okkur. HeyrSi eg þá kallaS hvellum rómi: Kolur! En hann hrökk viS, og kom í hendingskasti til min. SkreiS hann aS fótum mínum, eitthvaS svo angistarfullur, mændi upp á mig augum, sem lesa mátti úr hvort tveggja: óttablandinn kvíSa og innilega bæn til min um aS vernda sig. í þeim svifum bar þar að Heiðmund bónda Hjaltason frá Götu í Mýrdal, og skreið þá Kolur aftur fyrir mig. KastaSi HeiSmundur kveSju á okkur félaga, og spurði meS nokkurum drýgindum, hvaSan okkur væri kominn rakki sá hinn kolótti, er meS okkur rynni. Varð eg fyrir svörum, og skýrði frá meS hva'ða atvikum hann hefSi lent á mínum vegum. KvaSst HeiSmundur eiga hann, og hefSi rakkinn horfið sér i Kömbum fyrir þremur áruin.......,En“, bætti hann við, „úr því sem komið er, fer víst bezt á þvi, a'S þiS haldiS honum, strákar." Ekki fór þaS dult, a'ð Kolur fylgdist vel meS samtali okkar, og er þessi síSustu orS vóru sögS, glaSnaSi yfir honum; stökk hann þá upp um mig allan, og ýlfraSi af feginleik. Þóttist eg af því mega ráSa, aS fallizt hefSi hann á þau mála- lok, sem fengin vóru. Sjálfum þótti mér og vænt um, aS vera ekki krafinn um Kol, því aS sársauka- laust hefSi þa'ð ekki orSiS, aS sjá honum á bak, þótt eg hins vcgar hefði fallizt á aS sleppa hon- um, ef HeiSmundur hefSi sótt þaS fast, og Kolur veriS fús aS fylgja honuni. Var eg því HeiSmundi eigi lítið þakklátur, og meS sjálfum mér jafnframt mjög ánægður og feginn yfir ])ví, aS Kolur var nú orSinn eign mín. Eins og áSur getur, var svo um all-langa stund, aS Kolur vildi eigi aSra menn þýSast og engum öðrum fylgja en mér; höfðu því aSrir hans lítil sem engin not. Þegar fram í sótti fór hann þó meS öSrum heimamönnum til smölunar, ef eg skipaSi honum, en jafnan var honum þaS óljúft, þótt hann hins vegar lægi ekki á liSi sínu, er fariS var að sniala. Sama var aS gegna um þá óstjórnlegu löng- un hans aS fylgja mér, er eg fór eitthvað a'Ö heiman. Lengi dugSi ekki annaS, en loka hann inni, er eg vildi ekki leyfa honum aS fylgja mér. A síðari ár- um var hann þó farinn aS hlýSa því, aS vera heima, er hann sá og heyrSi, að mér var full alvara, aS svo skyldi vera, En hitt kom eigi ósjaldan fyrir, er eg hafSi bannað honum að fylgja mér til næstu bæja, aS hann kom þangaS til þess aS vitja um mig, ef mér hafSi dvalizt lengur en gert hafði eg ráð fyrir. Eitt sinn að vetrarlagi fórum við hjónin út að Hlíðarendakoti, og varð Kolur a'ð hýrast heima. GerSum við ráð fyrir aS koma aftur um kveldið. Sátum viS í HlíSarendakoti viS spil, og annan gleð- skap. langt fram á vöku. Og kom þar aS Íokum, að okkur var ekki slept heim, og urSum viS þar um nóttina. Vissum líka, aS öllu var óhætt heima, og aS enginn mundi undrast um okkur. Þá var loft- bygS baSstofa i HlíSarendakoti, og stigi upp að ganga, en hleri féll aS pallskörinni. BaSstofan var hólfuS í sundur, og sváfum viS hjónin í innra her- berginu, en vinnufólkiS í fram-baSstofunni og þar var uppgangan. EitthvaS drógst þaS venju fremur að ganga til rekkju, en er fólkið var nýsofnað hrökk þaS upp við, aS hristur var baSstofuhlerinn all- harkalega. Fór þá einhver ofan, aS forvitnast um, hverju sætti hark þetta. F.n er lyft var hleranum, ruddist Kolur upp, og var all-gustmikill, Fór hann smrðrandi innar eftir pallinum, hratt upp hurSinni, sem skildi á milli fram- og innri- baSstofunnar, og nam ekki staSar fyrr en við rúm okkar hjóna. T.agS- ist hann svo niSur framan viS rúmstokkinn, og vildi sig þaSan hvergi hreyfa, enda fékk hann leyfi hús- bænda til þess að liggja ]>ar um nóttina. Kolur var léttlyndur og örgeSja. Framan af var hann mjög prúSur og stiltur heima fyrir, en er hon- um skildist, að eignazt hafði hann lieimili, fann hanrí og skyldu sina aS verja þaS fyrir öllum aSvífandi rökkum. Hefi eg engan annan hund átt, er svo var heimaríkur sem hann. Þoldi hann engum afbæjar- rakka aS ganga hér um stéttar, og átti í sífeldum áflogum og útistöSum.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.