Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1934, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.09.1934, Qupperneq 11
DÝRAVERNDARlNN 47 Noregi, svo ménn hefSu vitaö, hvers konar útbúnaöur ætti að vera á vagninum, sem honum var beitt fyrir, og bvort hann væri öruggari fyrir tvíhjól- uöum eöa fjórhjóluöum vagni. Slysin eru ekki lengi til aö vilja, og þaö var blátt áfram lán, aö Bússi valdi sér sjálfur þann samastaö, þar sem menn kippa sér ekki svo mjög upp viö það, þó að ekiö sé í skurðinn við og við. Svo tigulegur og gull-fagur hestur, eins og Bússi, hlýtur aö vera í ætt við einn eöa annan Baldur, eöa Harald hárfagra, og ];ví er ])aö ekki fallega gert aö senda hann út i heiminn og óvissuna, eins og livert annaö úrhrak, aöeins sökuin ])ess, aö hann hefir i æsku ratað i eitthvert ólán. En því miður gera rikar og „fínar“ fjölskyldur þetta helzt til oft, og gefa jafnvel fé með þeim til að losna við þá. Þaö máttu allir vera hreyknir yfir ])vi að eiga Bússa. Allir þeir eiginleikar, sem komið hafa í ljós hjá honurn, eru ekki aðeins til sóma ættgöfgi hans, heldur og þeim, sem aliö hafa hann upp og tamið. Hvar sem hann kemur vekur hann aðdáun. og ekki skortir hrósyröin, þó að hann beri ekki nein virðingarmerki, eins og títt er um verðlauna- gripi. Hjá okkur hjónunum er hann eins konar einkasonur, og þar sem við dveljum hjá honum fjögurra mánaða skeið á hverju sumri, er skiljan- legt, að hann noti tækifærið til ])ess að gera okkur margs konar brellur, sem rita mætti um langa bók. Eg læt mér því nægja, að þessu sinni, að telja upp nokkura þá eiginleika hans, er mest og bezt hafa aukið vinsældir hans á meöal hinna nýju landa hans. Þá er fyrst og fremst að nefna iians ástúðlega viðmót og blíðlyndi. Hann þolir hvorki hörkuleg orð, né rödd meö reiðihreim. Hann er alt í senn : bráð-viljugur, greiðvikinn og húsbóndahollur. I öll- um ferðalögum er hann framúrskarandi hugsunar- samur, og ábyrgðartilfinning hans si-vakandi, sveig- ir sig á ýmsar hliðar og litast um í allar áttir: virðir gaumgæfilega fyrir sér það sem framundan er, og athugar hvernig bezt verði sneitt hjá öllum torfærum. Hann er sífelt árvakur, hlustár og þefar, og verði hann var við eitthvert óvenjulegt þrusk inn í skóginum, eða í myrkri framundan á veginum, lætur hann óðara vita af því. Sé ekillinn, eða knap- inn, á báðum áttum hvert halda skuli, þarf ekki annað en gefa honum lausan tauminn, og heldur hann þá hiklaust leiðar sinnar, og bjargar úr öll- um vanda, enda er hann með aíbrigðum ratvís. Eitt sinn viltist eg í ungum og lágvöxnum greni- skógi, og ])egar eg að lokum gafst upp við að finna færa leið, lagði eg tauminn upp á makk- ann, lét hann ganga á undan, og tókst honum aó brjóta okkur veg út úr skóginum. Þolinmóður er hann, og þegar hann verður að bíða mín, stendur hann grafkyrr, jafnvel ])ó aö hann titri af fjörkipp- um og löngun til þess að komast af stað. Hann er nægjusamur og ánægður, þakklátur og laus við alla tortrygni. Meltingarfæri hans eru i ágætu lagi, enda er hann ekki matvandur. Gleði hans og kát'ma vex við hvert pund aí höfrum, sem hann étur, og það svo mjög, að engu er líkara, en að hann verði „hafra-blindfullur“ oft og tíöum, og gleymir þá ai - gerlega að hann er ekki folald lengur. Stórlátur er hann, og alt annað en fús á, að hleypa nokkur- um fram úr sér, hvorki hjólreiðarmönnum né bif- reiðum. Hann getur lötrað þann hægasta seinagang, sem ])ekkist, en taki hann til fótanna á annað borð, eiga jafnvel hlaupagammarnir, sem kendir eru við Friðriksborg, íult í fangi með aö hrökkva við hon- um á sprettinum. Hann á fjallahestsins þrautseigju og traustleika, og yfir skapgerð hans hvílir ró dalsins, þar sem hann er fæddur. Húsbóndahollusta hans, vinátta og trygð við þá, sem hann hefir tekið ástfóstri við, er meiri en flestra manna. Þá kosti á hann í engu óríkara mæli en kósakkahesturinn og sá arabiski. Skaplyndi hans er næmt og viö- kvæmt, og hann notar oít skringilegar fettur og brettur, kumrar, frýsaú og hneggjar í óteljandi tón- tegundum, þegar hann vill láta í ljósi langanir sín- ar og tilfinningar. Honum er meðfætt að vera góð- ur félagi, það er þúsund ára arfur kynsins. Hann hefir verið klyfjahestur, og lötrað fót fyrir íót á eftir húsbónda sínum. Þeir haía orðið að skilja hvor annan til hlitar, svo að þeir gætu orðiö hvor öðrum stoð og stytta í blíðu og stríðu. Og ]>egar hann finnur að maður skilur hann, er það blátt áfram ótrúlegt hvað hugvitsamur hann getur orðið, til að láta vilja sinn í ljósi. í fimni sumur höfum við nú lifað og leikið sam- an. Frá því árla morguns hlustar hann eftir fóta- taki mínu og rödd minni. Ef eg, einhvernmorguninn, býð bréfberanum góðan daginn á undan honum, lmeggjar hann til mín ásakandi. Hann er afar skemtilegur í allri umgengni, eltir mig á röndum, eins og tryggur rakki, og kennir brokkandi um leið og eg kalla. Og stigi eg nokkur dansspor fyrir

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.