Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1934, Blaðsíða 6
42 DÝRAVERNDARINN heim, en sennilega hikaS viS aS leggja í vötnin: Þverá og Markarfljót. Reyndist sá grunur réttur, eins og síSar kom á daginn, og enn mun sagt verSa. En nú virtist svo komiS, aS hann sætti sig viS ör- lög sín; og þar sem svo var aS sjá, aS kjöriS hefSi hann mig húsbónda sinn, ákvaS eg, aS ekki skyldi um hann hrekjast á meSan hann vildi hjá mér vera, og réttur eigandi gæfi sig ekki fram. Eftir þvi var fljótt tekiS, og þótti undarlegt, aS íæri eg úr moldar-görmunum, og klæddist öSrum flíkum, þá lét Kolur eins og hann þekti mig ekki, • og vildi mér hvergi fylgja. En samstundis og eg var aftur kominn í moldar-garmana, þaut hann til mín, flaSraSi glaSlega upp um mig, og elti mig hvert sem eg fór. Skildi eg þessa háttu hans svo, aS jafnan vildi hann hafa mig eins búinn, og eg var morguninn, sem eg fann hann og bar hann inn. Iiélt hann þessu i röska viku eSa svo, en lagSi þaS svo smám saman niður, og virtist þá á sama standa um klæSnaS minn. LeiS svo fram á haustiS og var Kolur mér alt af jafn fylgispakur. SmalaSi eg nokkurum sinnum meS honum, og reyndist hann þá ágætur fjárhundur, van- inn vel og gegninn. En aSrir höfSu hans engin not, og fór hann ekki meS neinum, þótt eg skipaSi honum þaS. Var hann mér þó mjög hlýSinn, enda mátti af háttum hans marka, aS honum var oftar óblandin gleSi, aS framkvæma skipanir mínar, og reyna í sem flestu aS verSa mér að skapi. í fyrstu viku vetrar rákum viS Tómas bóndi Sig- urSsson á BarkarstöSum sláturfé suSur. Var sam- mældur okkur, Tómas bóndi BöSvarsson á ReyS- arvatni, og kom hann meS fé sitt í veg fyrir okk- ur á ÆgissíSu. í ferS þessari fylgdi Kolur mér, og reyndist svo vel viS reksturinn, aS mér fanst stundum Sámur gamli kominn, og hafSi mig þó ekki óraS fyrir, aS jafninga hans fyndi eg nokkuru sinni. í Reykjavík var Kolur mér svo fylgispakur, aS ekkert mátti eg mig hreyfa, án þess hann væri á hælum mér. Elti hann mig upp háa og bratta stiga, og láta varS eg eftir honum aS liggja í sarna herberginu, og eg svaf í um nætur. Var auSskiliS af öllum háttum hans, aS hann vildi ekki af mér tapa; ekki ósennilegt, aS enn hafi honum staSiS einhver ógn af hörmungum þeim. sem hann mátti þola á flæking sínum fyrr um haustiS. En í sölu- búSum kaupmanna þótti hann ganga nokkuS fast eftir sætindum og öSru slíku, og skamtaði sér þá stundum sjálfur, er hann sá sér færi; þó var þaS ekki oft. A leiSinni austur varS þaS fastmælum bundiS á milli okkar félaga, aS Tómas á ReySarvatni kæmi um veturinn í heimsókn, og aS eg fylgdi hon- um inn aS BarkarstöSum, þar sem viS allir áttúm v aS slá i spih —• A jólaföstunni kom svo Tómas, og fórum viS inn eítir. Vitanlega þóttist Kolur sjálf- boSinn aS fylgjast meS. Sátum viS svo á Barkar- stöSum tvær nætúr í bezta yfirlæti, og gerSi Ivolur sig þar heimakominn, enda var ekki viS honum amazt. Fáum dögum síSar þurfti eg aS ferSast austur undir Fjöll, en vildi ekki haía Kol meS mér, vegna hrakninga i vötnunum. Var hann því lokaSur inni áSur en eg lagSi aí staS, svo hánn sæi ekki hvert eg færi, og ekki hleypt út fyrr en eg var horfinn úr augsýn. Eg var aS heiman tvær nætur. Þegar Kol var hleypt út fór hann snuSrandi um bæinn aS leita mín. Var hann mjög órólegur í fyrstu, en lét þó brátt sefast. En er leiS fram á næsta dag', og eg kom ekki, varS hann eirSarlaus meS öllu, og þaut aS lokum inn aS BarkarstöSum. Þar óS hann óboSinn inn um alt, og fór snuSrandi um hvern krók og kima. Þótti heimamönnum athæfi ► hans einkennilegt, og reyndu aS kjassa hann og veita beina. En hann tók engu klappi, þáSi hvorki þurt né vott, og eftir örskamma stund var hann all- ur á 1)ak og burt, jafn skyndilega og hann kom, og hélt þá heimleiSis. Ekki er eg í neinum vafa um, aS hann hefir haldiS, aS eg væri aftur seztur upp á BárkarstöSum, því aS annars staSar hafSi eg ekki veriS nætursakir frá því hann kom, nema i suSurförinni, sem fyrr getur. Daginn, sem eg kom, og löngu áSur en sást til ferSa minna austan aur- ana, settist hann fram á traSarvegg, mændi aust- ur yfir, og spangólaSi öSru hverju. Var svo aS sjá, aS eitthvert IniglioS hefSi hann um komu mína, og hvaSan mín væri von. Og mikill var fögnuSur hans, er hann loksins þekti mig, og stökk til mín. Litlu síSar var hann aftur lokaSur inni, er eg bjóst aS heiman, en slapp ])á út, og náSi mér neS- arlega í tröSunum. Var hann ])á eitthvaS svo lúpu legur og hryggur, aS eg kendi í brjósti um hann. * og sagSi eitthvað á þá leiS, aS hann mætti korna meS mér. Og skjótari breytingu, held eg, aS eg hafi aldrei séS á nokkurum hundi; því aS hann varS, svo aS segja, óSur, og kunni sér engin læti af ein- *

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.