Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1936, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.05.1936, Síða 5
Daníel Daníelsson sj ötugur. Ekki kæmi þeim á óvart, sem þetta ritar, þó að einhverjir þeir, sem blaÖ þetta kunna a'ð sjá, hrökkvi viÖ og lesi tvisvar fregn þá, er fyrirsögnin hérað ofan flyt- ur, því að þeir, sem daglega mæta Daníel á götu, hvort sem hann er á tveimur jaín- fljótum eða á Háfeta sinum, munu fæstir renna grun í, að þar fari sjötugur öldungur; svo er hann enn léttur i spori og þó ber af um glæsileik hans á hestbaki. En kirkju- bækurnar herma svo frá um aldurinn, og þarf þá ekki framar vitnanna við. Dýraverndarinn vill ]>ví gripa tækifærið og sýna les- öndunum framan í afmælis- harnið. Telur hann sér ])að og eigi óskylt, því að hvort tveggja er: að Daníel hefir ritað drjúgum meira í blað- ið, en nokkur annar í tið nú- verandi ritstjóra, auk þess sem hann hefir hin síðari ár skipað varaformannssætið i Dýraverndunarfélagi ís- lands. Ekki verður Jiess kostur hér, að rita svo um Danícl sem skyldi; þó þykir hlýða, að gera nokkura grein fyrir uppruna hans og æfistarfi, en stiklað verður þar aðeins á stærstu steinun- um. Hitt bíður síns tíma, að gera honum betri skil, en það verður innan stundar og á öðrum stað. * Daníel er fæddur á Rúts- stöðum í Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu, 21. maí 1866, ogvóru foreldrar hans : Krist- veig Guðmundsdóttir. ættuð úr Miðfirði (f. 1836, d. 1918) og Daníel Markússson frá Löngumýri í Blöndudal (d. 1874). Olst Daníel upp með móð- ur sinni á ýmsum stöðum í Húnaþingi unz hann fluttist til Reykjavíkur, haustið 1881. Settist hann að hjá hálfsyst- ur sinni, Solveigu Daníels- dóttur og manni hennar. Sig- fúsi Eymundssyni, sem þá rak stærstu og fullkomnustu ljósmyndastofu landsins. Hjá Sigfúsi mági sínum lærði Daníel ljósmynda- smíði og síðar l)ókl>and. Varð ljósmyndasmíði sið-

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.