Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.10.1939, Blaðsíða 12
48 DÝRAVERNDARINN Gamli Brúnn. íslenskur hestur í Danmörku talinn kominn undir sextugt! Páll kaupmaÖur Ólafsson frá HjarÖarholti hefir dvalist erlendis nú um sinn — i Danmörku og Færeyjum. Snemma i sumar sendi hann ,,Dýra- verndaranum" erindi þa'ö, sem fer hér á eftir og ræöir um fjörgamlan, íslenskan hest, sem veri'S hef.ir ,.danskur borgari" háa herrans tíS aö því er ráSiS veröur af gögnum þeim, sem íyrir hendi eru, þ. e. grein P. Ól. og bréfi frá dönskum manni, Gamli Brúnn. Hans Kjær að nafni. — Dýraverndaranum þykir nú a'S vísu heldur ósennilegt, aS klárinn sé kom- inn um sextugt, en vafalaust er hann mjög gam- all. — Mælst var til þess, aS P. Ól. reyndi aS afla sér frekari upplýsinga um hestinn og aldur hans, en þaS hefir ekki boriS árangur aS þessu. — Þyk- ir því rétt aS birta upplýsingar þær, sem þegar cru fyrir hendi, ásamt mynd af „Garnla Brún“, sem kallaSur er „Svend“ heima þar í Halk á Jótlandi. Grein P. Ól. er á þessa leiS: „Mig langar til aS biSja ySur aS birta eftirfar- andi í heiSruSu blaSi ySar, ásamt mynd þeirri, er eg legg hér meS. Svo er mál meS vexti aS eg las fyrir nokkru síSan í dönsku blaSi smágrein, þar sem skýrt var frá því, aS þá um daginn muni hafa veriö slátraS í Vejen í Danmörku þeim elsta hesti, sem til hafi veriS í Danmörku; hann hafi veriö 38 ára gamall. Litlu síSar rak eg mig á aSra smágrein í „Ber- lingske-Aften“ og er þar skýrt frá því, aö bóndi einn á Jótlandi eigi hest, sem sannanlega sé hvorki meira né minna en 58 ára gamall, sé enn viö fulla heilsu og hinn brattasti — og sé íslendingur. Þegar eg hafSi lesiS þetta, langaSi mig til, sem gamlan hestavin aS heiman, aö fá frekari upplýs- ingar um þenna merkilega landa vorn og skrifaöi eg því eigandanum og baS hann gefa mér þær bestu upplýsingar um hestinn og jafnframt senda mér mynd af honum. Nú nýveriö hefi eg svo meStekiS frá eigandan- um eftirfarandi bréf og fylgir því mynd af „Svend“. BréfiS er svohljóSandi f.Halk, g. maí 1939. Herra Páll Olafsson. Sem svar viS bréfi yöar, sendi eg hér meS upplýsingar þær, sem viS hér getum látiS í té um „Svend“, litla, íslenska hestinn okkar. ÁriS 1908 „fluttist“ hann til Raugstrup (hjá Haderslev), var keyptur þangaö, og þá talinn 28 vetra. ÁriS 1926 (þ. e. 18 árum síöar) kom hann hingaö á heimiliS, og hefir nú veriö hér í 13 ár. — Hann var upphaflega hrafnsvartur aö lit, en er nú mjög tekinn aö hærast. SiSustu tvö árin hefir hann staöiö brúkunarlaus, en fram aö þeim tima var honum beitt fyrir æki um uppskerutímann. Hann er enn viS bestu heilsu, aö því er séö veröur, og hefir góöar tennur. — Eg sendi hér meö mynd af honum og biS ySur fyrirgefa, hversu lengi hefir dregist aS útvega hana. — VirSingarfylst. Hans Kjær.“ „Þótt hér séu ekki alveg fullnægjandi upplýs- ingar um aldur „Svend“, þá bendir þó alt til þess, aS hann sé mjög gamall. Máske væri hægt aö kom- ast nánara fyrir um aldur hans meS því t. d. aS fá mark hans, en um þaö hefi eg ekki spurt, enda kunna Danir ekki aS lýsa íslenskum eyrnamörk- um, en teikningu mætti eflaust fá af eyrnamarkinu. Þar sem eg hygg, aS aldur þessa hests sé alveg

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.