Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 6
IO D Ý R AV E RNDARINN Þá var og einatt brýnt fyrir mönnum, aS fara vel meS allar skepnur, sýna þeim góSvild og nærgætni, ætla þeim nægilegt fóSur o. s. frv. — Þorsteinn skáld Erlingsson var mikill dýravinur, sem kunnugt er, og ritaSi margt í „Dýravininn". Og þar birtust mörg hinna ljúfu og fögru dýraljóSa bans, einkum um fuglana. SigurSur Hjörleifsson (Kvaran) var og all-mikiS viS ,,Dýravininn“ riSinn og mun hafa annast útgáfu hans aS mestu leyti eitt ár eSa tvö. — „Dýravinurinn" var gott rit og hafSi vafalaust mikil áhrif. ----o---- Tryggvi Gunnarsson mun hafa vonast eftir því, aS íslenskar konur gengist fyrir stofnun dýravernd- unarfélaga og færi þær aS dæmum danskra kvenna og sænskra. Víkur hann aS þessu oftar en einu sinni í formálsorSum þeim, er hann lætur stundum fylgja „Dýravininutn". Og svo er aS sjá, sem hann hafi lengi veriS vongóSur um þaS, aS konur mundu þá og þegar hefjast handa í þessum efnum, enda treysti hann þeim hiS besta — fanst þær í rauninni sjálf- kjörnar til forustunnar. — 1 öSru hefti ritsins (1887), segist hann vonast til þess, aS ekki líSi á löngu, aS stofnuS verSi dýraverndunarfélög í hér- uSum landsins, og bætir svo viS: „Einkum er kon- unum best treystandi til þess.“ Hann er sí og æ aS hugsa um dýraverndunarmálin og gleSst eins og barn, er hann verSur þess var, aS störf hans í þágu dýranna bera árangur og eru einhvers metin. — í næsta hefti (1889) segir hann m. a.: — „I flestum löndum norSurálfunnar hafa veriS stofnuS félög til verndar dýrunum og hefur kvennþjóSin veriS þar fremst í flokki. Þess væri óskandi, aS líkt færi á íslandi." — í fjórSa hefti (1891) segir hann : „Eg hef oftar en einu sinni minst á þaS, aS eg hefSi besta traust á íslensku kvennþjóSinni til þess aS stofna dýraverndunarfélag, eins og konur i Danmörku og Svíaríki þegar hafa gjört; konurnar voru þar frumkvöSlar dýraverndunarfélaganna, en íslensku konurnar hafa ekki enn þá látiS til sín taka. . . Konunum er tileinkuS blíSa og viSkvænmi; er þaS því eSli þeirra samboSiS, aS taka málstaS málleysingjanna. Þær hafa hingaS til átt lítinn þátt i aS stofna félög; en þá væri vel byrjaS, ef þær vildu byrja á því, aS stofna félag til þess, aS vernda rétt skepnanna og bæta kjör þeirra, sem eflaust yrSi landinu jafnframt til mikils hagnaSar.“ ■—■ ÁriS 1891 reyndu nokkrar konur í Reykjavík aS stofna dýraverndunarfélag. En „undirtektir út um landiS voru svo daufar“, segir Tr. G. löngu síSar (1914), aS „ekkert varS úr því, aS félag væri stofnaS fyrir alt landiS, en í einstöku sveitum byrj- uSu smáfélög, sem flest eSa öll eru nú liSin undir lok.“ Mun óhætt aS fullyrSa, aS Tr. G. hafi orSiS þaS mikil vonbrigSi, er íslenskum konum tókst ekki aÖ koma á fót allsherjar-dýraverndunarfélagi fyrir landiS. Þegar þaS væri komiS á laggirnar og tekiS til starfa, ætlaSist hann til, aS stofnaSar væri undir- deildir viS sjó og í sveitum. ----o---- „Dýraverndunarfélag íslands“ hefir nú starfaS rúman fjórSung aldar og veriS einn hinn þarfasti félagsskapur hér á landi. ÞaS var stofnaö af konum og körlum, en starfiS mun aS mestu hafa lent á karlmönnunum og þó einkum á formanni félags- stjórnarinnar. Félagsstarfsemi íslenskra kvenna var enn í nokk- urri bernsku, er „Dýraverndunarfélag Islands" var stofnaS, en síSan er mikil breyting á orSin. Konur hafa m. a. öölast jafnrétti viS karla og margar þeirra starfa nú all-mjög utan heimilis, einkum í kaupstööum og kauptúnum. Þær hafa efnt til marg- víslegra samtaka og félagsskapar síSasta aldar- fjóröunginn, sem kunnugt er, og sýnt til fullnustu, aS þeim er til þess trúandi, engu siSur en körlum. aö halda uppi myndarlegum félagsskap og berjast fyrir hugSarmálum sínum. — Þeim láta vel líknar- störfin. Þær eiga hina mjúku, hlýju hönd og hjartaö segir fyrir verkum. ÞaS er göfugt starf og horfir mjög til farsældar, aS berjast drengilega fyrir bættum hag þeirra, sem engum órétti geta af sér hrundiS — gerast málsvari „málleysingjanna", ÞaS væri mjög ánægjulegt, ef konur vildu beita sér fyrir stofnun dýraverndunarfélaga sem viöast um landiö, og jafnframt vænlegt til góös árangurs. ------------------------o---- Tryggvi Gunnarsson, hinn ótrauSi og ágæti dýra- vinur, treysti konum öllu betur en körlum til þess, aö hafa forgöngu um dýraverndunarmál. Fáein- ar konur hér í Reykjavík gerSu tilraun um félags- stofnun (1891), sem áöur segir, en fengu daufar undirtektir og gáfust upp viS svo búiö. — Starf- semi hans sjálfs (þ. e. Tr. G.) bar allmikinn árang- ur, en samt mun hann hafa orSiö fyrir sárum von- brigöum. -— Þá er hann haföi barist hinni góSu og fórnfúsu baráttu um þrjátíu ára skeiö eöa lengur,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.