Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN Sjómaðurinn og kisurnar tvær. — Hún er katt-þrifin, stúlkan, og gott á sá, sem hana fær, sagSi kerlingin. Hana langaSi til aS gefa stúlkunni sem allra bestan vitnisburS um þaS, hversu þrifin hún væri og hreinleg, og vitnaSi þá til kisu sinnar. — Lengra varS ekki komist aS bennar dómi. „Katt-þrifin“ stúlka mundi hrein fyr- irmynd og ákjósanleg húsmóSir. Svo hefir löngum veriS taliS, aS kettir sé flest- Um dýrum þrifnari aS eSlisfari. Þeim sé illa viS aS vökna í fætur og vilji ekki vera úti í regni eSa hrakviSri. Og komi þaS fyrir, aS þeir blotni, líSi þeim bersýnilega mjög illa. Þeir sé ekki í rónni, fyr en þeir hafi fansaS sig og þvegiS sér — sleikt sig hátt og lágt, uns alt sé hreint og þokkalegt. Og hklega geti ekkert komið þeim til þess, að leggjast til sunds í sjó eSa vötnum, nema lífsnauSsyn eSa ohvikul trygS og vinarhugur. --o-- var hann kominn aS þeirri raunalegu niSurstöSu, aS dýraverndunar-áhugi þjóSarinnar, kvenna jafnt sem karla, væri harla lítill. — „Dýraverndun er okki áhugamál þjóSarinnar11, segir hann á gamals uhlri, er hann lítur yfir farinn veg og árangurinn af þessum þætti ævistarfsins. En hann var bjartsýnn uiaSur, hafSi ekki mist alla von og vildi ekki, aS UPP væri gefist. — Enn kynnr þjóSin aS vakna til íuilrar meSvitundar um skyldu sina viS dýrin — Þá sjálfsögSu skyídu, aS fara vel meS allar skepn- Ur og sýna öllu lífi nærgætni, miskunn og mildi. — ^g enn mun hann hafa aliS þá von í brjósti, aS honur yrSi ekki eftirbátar karla i þvi, aS gangast fyrir. stofnun dýraverndunarfélaga víSsvegar um landiS, og tæki síðan mikinn og góSan þátt í bar- attunni gegn dýraníSslu og harSýSgi í garS allra dýra. — Því verSur ekki neitaS, aS mikiS hefir á unnist 1 dýraverndunarmálunum undanfarna áratúgi og mörgu veriS til vegar snúiS. En hitt er líka víst, aS enn er nóg aS vinna og mikil þörf góSra sjálfboSa- hSa. 11 SjómaSur nokkur í frakknesku fiskiþorpi átti tvo ketti, sem honum þótti ákaflega vænt um — og þeim um hann ekki síSur. Hann var einsetumaSur og gengu kettirnir jafnan meS honum út og inn. Hann lét vel aS þessum vinum sínum, talaSi viS þá, reyndist þeim aS öllu hinn notalegasti og besti. Þegar hann fór á sjó, eltu kisurnar hann jafnan til skips, mjálmuSu á bryggjunni, er hann fór í bát- inn, og þótti mikiS viS hann aS skiljast. Fanst sjó- manninum söknuSur þeirra og eftirsjá heldur á- gerast, þess lengra sem leiS. Svo er þaS einhverju sinni í fögru sumarveSri, aS kisurnar standa á bryggjusporSinum, sem oftar, er húsbóndi þeirra er kominn í bátinn og ætlar aS leggja frá landi. VirSist honum þær þá meS hrygg- asta móti og rennur til rifja söknuSur þeirra og umkomuleysi. — Ys og þys var á bryggjunni, þvi aS margir bjuggust á sjó. Var þá ekki laust viS, aS kisurnar yrSi fyrir atyrSum og hrakningum, og líkaSi eigandanum þaS illa. Og nú verSur honum þaS á, í augnabliks hugsunarleysi, aS kalla til þeirra og spyrja, hvort þær langi meS sér á sjóinn. Hann spyr: Langar ykkur til aS fara meS mér, aumingj- arnir minir? Og kisurnar svara jafnharSan: — Mjá — mjá — mjá — mjá------- — Komi þiS þá og hraSiS ykkur, segir maSur- inn. — En þær bregSa viS og hlaupa þegar í bát- inn. Og er sjómaSurin tekur til ára og leggur frá landi, setjast þær hjá honum og mala ánægjulega. En þegar á miS er komiS og maSurinn sestur aS fiski, þykir honum kisurnar vera sér heldur til tafar. Þær eru alt af’ aS láta hann vita af vinarhug sínum, setjast hjá honum, nudda sér upp aS hon- um, hlaupa upp á axlir honum, hoppa niSur á þóftu, setjast hjá honum á ný, mala í sífellu, kunna sér ekki læti. Og er bíta tekur á öngulinn og maÖurinn dregur veiSina, reisa þær kamb og rjúka á fisk- kindina i vonsku, eins og þær búist viS, aS þetta spriklandi grey á önglinum sé þarna til þess komiS, aS gera húsbónda þeirra og herra eitthvert mein. -----------------------o---- Sjómanninum getst ekki aS þessu — ekki alls kostar. Og' er hann rær í land fer hann aS hugleiSa, hvernig hann eigi aS fara aS því, aS venja kisurnar af þeim ósiS, aS fylgja sér svona fast. ÞaS hefSi veriS mikil yfirsjón, aS leyfa þeim aS fara út í bát- inn. En nú verSi þaS ekki aftur tekiS. Og hann

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.