Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN
13
Iírákubróðir
(ungi) mataður
með spæni. —
Myndin tekin í
dýragarði
í London.
að fugl þessi sé dauður, hann skuli tafarlaust
hengdur verða!“
Fuglinn lifði góðu lífi um mörg ár og konungur
gerði sér ýmist margar ferðir til að sjá hann eða
senda eftir honum heim í höll sína, svo að hann
íengi sem oftast að sjá hann og heyra. —
En svo sálaðist fuglinn. Orsökina til þess vissi
enginn. Og nú kom maðurinn, sem fuglsins átti
að gæta, í hinn mesta vanda, því enginn vildi verða
til þess að færa konungi fregnina um dauða fugls-
>ns, enda vissu allir hvað við þvi lá, og ekki síst
maðurinn, sem hans átti að gæta, en vitanlega
ntti enga sök á þvi, að fuglinn dó. í öngum sínum
snéri maðurinn sér til hirðfífls konungsins og hað
það firra sig vandræðum.
Hirðfíflið brást vel við og sagði: „Vertu óhrædd-
ur! Eg skal leysa þig úr öllum vanda!“
Nokkru síðar bar svo við, að hirðfíflið var kvatt
a konungsfund. Að viðtali þeirra loknu, og þá er
þeir kvöddust, sagði liirðfíflið, glatt i bragði, við
konung:
„Vel á minst, yðar hátign! Eg hefi séð fuglinn
yðar, nú nýlega!“
Konungur varð glaður við og sagði:
„Jæja, vinur minn! Hvernig líður honum?“
„Ágætlega, yðar hátign. — Þegar eg sá hann
síðast lá hann á bakið, með luktum augum og báða
fætur upprétta“.
Konungi brá við ; hann hnyklaði brýnnar og sagði
höstuglega:
SAUÐARVIT.
Svartur var fæddur að Sómastaðagerði í Reyðar-
firði. Þar bjó þá Jón bóndi Stefánsson og kona
hans, Kristrún Magnúsdóttir. Jón bóndi var at-
hafnamaður mikill, þrekmaður og áhugasamur,
stjórnsamur og vel vitiborinn. Þótti hann með beztu
formönnum á þeim tíma. Þá stundaði hann jöfn-
unr höndum sjó og land. Jón hafði hákarlaútgerö
í Seley, og flutti þangað í ver á útmánuðum. Leið-
in til Seleyjar er löng, en varasöm brimlending er
þar. Þess vegna kom hann oft að Vattarnesi, gisti
þar og beið byrjar til Seleyjar, á leiðum sínum
þangað. Urðu þeir mestu mátar, Eiríkur Þórðar-
son á Vattarnesi og Jón. Til marks um dirfsku
Jóns og þrek skal þess getið, að eitt sinn að vori,
þegar fiskilaust var nálægt landi, lét hann vélbát
draga bát sinn, sem var tveggja manna far, langt
á haf út, þar sem von var fiskjar, og skilja sig
þar eftir. Með Jóni var þá lítt þroskaður sonur
lians, en sjálfur var hann þá á sjötugsaldri. Jón
byrjaði búskapinn á litlu koti, félítill eða félaus,
en þau hjónin áttu og ólu upp 16 börn.
Það bar við þegar Svartur fæddist, að hann misti
móður sina, en frú Kristrún kona Jóns hafði þá
nýlega átt barn. Brjóst frú Kristrúnar mjólkuðu
svo mikið, að barnið torgaði ekki, og var nú það
ráð tekið, að láta lambið móðurlausa, sem virtist
mjög efnilegt, sjúga hana með barninu um tíma.
Um þæri mundir tíðkuðust fráfærur og var Svartur
rekinn með öðrum lömbum á afrétt um vorið.
Þegar haustaði, heimsótti Eiríkur Þórðarson vin
sinn Jón í Sómastaðagerði. Jón tók honum hið
besta og sýndi honum margt, meðal annars lömbin,
sem þá voru komin heim úr afréttinni. Eiríkur
hafði orð á þvi, að sér þætti Svartur litli bera af
hinum lömbunum. Þóttist Jón nú skilja, að Eirik-
ur mundi þiggja af sér lambið, en honum var mjög
ant um það, að endurgjalda honum margan greiða,
„Hvað segið þér! — Hvað er þetta? — Fuglinn
minn er þá dauður!“
„Það voru ekki mín orð!“ sagði hirðfíflið. „Það
hafið þér sjálfur sagt, yðar hátign, en ekki eg!“
Konngurinn leit undan — og grét!
Jón Pálsson.