Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 5
Konurog dýraverndun. Fyrsta hefti „Dýravinarins" er gefiö út af „Dýra- verndunarfélagi danskra kvenna" (1885). HafSi fé- lagiS þá starfað um 'nokkurra ára bil, gefiS út rit um dýraverndun og látiS all-mikiö til sín taka. Voru forgöngukonur félagsins áhugasamar í besta lagi, og höfSu jafnvel uppi ráSagerðir um þaS, aS gefa út á vora tungu ritling um dýraverndan, er siSan yrði sendur hingaS til sölu eSa útbýtingar. Tryggvi Gunnarsson fregnaSi hvaS í ráöi væri og gekk þá í máliS „Tilgangur dýraverndunarfélaga er sá“, segir Tr. G., „að vekja hjá mönnum andstygS á illri meSferö á dýrum og enn fremur aö vekja velvild til þeirra, og tilfinningu fyrir því, aö menn hafa siðferðis- legar skyldur gagnvart dýrunum. Dýraverndunarfélag danskra kvenna hefur þegar gefið út bækur í þessum tilgangi, og vildi einnig koma sínum mannúðarfullu tilraunum til íslands; hafði það því í ráði, að láta koma út nokkuð á prent um þetta efni á íslenskri tungu. Þegar eg heyrði þetta, þótti mér vænt um það ; og hafði lengi óskað, að eftirtekt manna á íslandi væri vakin á því, að meðferð á dýrum þar þyrfti að vera betri, en nú á sér stað; og að meiri hlífð, velvild og meðaumkvun við skepnur væri innrætt landsmönnum, en hingað til hefur alment verið sýnd. Út úr þessu hefur svo sarnist, að Dýraverndun- arfélag danskra kvenna gefur Þjóðvinafélaginu bók þessa, móti því, að það leggi lítið eitt til útgáf- unnar og hafi kostnað og umsjón fyrir útsending l>ókarinnar.“ -----0---- Bókin, sem hér um ræðir, er fyrsta hefti „Dýra- vinarins". Hún er vitanlega öll eftir erlenda höf- unda og efni dregið saman úr ýmsum áttum. Það er alt læsilegt, en sumt ágætt og lærdómsríkt. — Páll Briem, síðar amtmaður, er þá dvaldist í Kaup- mannahöfn að loknu embættisprófi, íslenskaði ritið að tilmælum Tryggva Gunnarssonar. Með riti þessu hefst hin langa og merka barátta Tr. G. fyrir bættri meðferð dýra hér á landi. Hann hafði að vísu sýnt það áður en hér var komið — á uppvaxtar-árum sínum í Laufási og búskapar- árum á Hallgilsstöðum — að hann væri mikill dýravinur. Hafði verið miskunnsamari og nærgætn- ari við alla málleysingja, en venjulegt var um drengi á þeirri tíð, og farið vel með allar skepnur, er hann var orðinn bóndi. ----o----- Eftir þetta tók „Þjóðvinafélagið“ að sér útgáfu „Dýravinarins", undir umsjá Tr. Gunnarssonar. Kom næsta hefti tveim árum síðar (1887) og síðan eitt hefti annað hvert ár til 1916 (alls 16 hefti, 48— 76 bls. að stærð). — Tr. G. leitaði þegar í upphafi til ritfærra manna og bað þá að skrifa í „Dýravin- inn“, en lítt þótti honum þeir taka undir þá mála- leitan í fyrstu. „Annaðhvort hafa þeir gleymt því“, segir hann, „eða eigi þótt málefnið þess vert.“ — „Skáldið gamla á Bessastöðum“, dr. Grímur Thom- sen, reið á vaðið með afbragðs ritgerð um hesta og hunda (Hestar og hundar. — Dýravinurinn 1887). Sigldu nú ýmsir í kjölfarið, einkum úrvals-klerkar og aðrir andlega sinnaðir menn, söfnuðu dýrasögum eða sömdu sjálfir og sendu Tr. G. — En hann lét orðhaga stúdenta í Höfn þýða dýrasögur úr er- lendum málum, og tína saman ýmsan fróðleik um eðlisfar dýra, vitsmuni þeirra, trygð og trúfesti.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.