Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN
15
ins. Sinti því ekki, þó a'Ö á hann væri kallaÖ, neytti
sarna sem einskis, sat og táraðist eða flakkaði um
eirðarlaus.
Malino’wski hafði verið ágætur sundmaður. Þreyttu
þeir oft sund félagarnir, hann og rakkinn, í vatni
einu litlu, ekki all-langt frá heimili þeirra. — Þeg-
ar hér var komið, fór seppi að hverfa frá bænum
dag hvern og vissi engi fyrst í stað hvað af honum
varð. Fór tímanlega og kom ekki aftur fyrr en í
rckkri. Þurfti hann þá ætíð að komast inn í her-
bergi vinar síns þegar í stað. — Herbergið stóð
autt og var hundinum leyft að liggja þar inni um
nætur. Lítt sinti hann því, þó að matur væri fyrir
hann borinn, glefsaði í hann rétt að eins, virtist ekki
hafa lyst á neinu. Og jafnan hvarf hann fljótlega,
er bærinn var opnaður að morgni.
Svo var það einhvern daginn, að honum var veitt
eftirfcr, því að heimafólk vildi vita hverju gegndi
nm ferðalög hans. Kom þá í ljós, að hann lagði
leið sína að vatni þvi, sem áður er nefnt, og sett-
ist um kyrt á þeim slóðum, er þeir félagarnir höfðu
verið vanir að leggjast til sunds. Og þarna sat hann
allan daginn, uns hann hélt heimleiðis í rökkur-
hyrjun. Fór þessu fram um hrið og var ekki am-
ast viS ferðum rakkans. Vonaði heimafólk, að
sorgin kynni að rjátlast af aumingjanum, er frá liði.
En það fór ekki svo. Eitt kveldið kom hann ekki
heim. Og er að var hugað daginn eftir, fanst hann
dauður í vatninu. Var haft fyrir satt, að hann hefði
farið sér sjálfur — ekki treyst sér til að lifa, er
sá var horfinn, sem hann hafði gefið alla ást sína
og trygð.
SMÁVEGIS.
Æfisaga gamla Bleiks.
Hinn ágæti dýravinur, Bergsveinn Skúlason i
Skálmarness-Múla i Barðastrandarsýslu, hefir skrif-
að „Dýraverndaranum" á þessa leiíS:
„Þegar eg las grein Páls kaupmanns Ólafsson-
ar í 6. tbl. ,,Dýraverndarans“ 1939, um „Svend“,
gamla landann í Danmörku, datt mér í hug a'S
senda blaðinu til birtingar æfisögu gamla Bleiks,
eftir Július SigurSsson í Litlanesi. Æfisagan er í
IjóSum, því Júlíus bóndi vill allar sögur segja i
ljóðum —- ekki síst æfisögur vina sinna, hestanna.
Bleikur er með vissu talinn hafa orðið 45 ára gam-
all, og vita menn ekki annan hest eldri hafa orðið
hér um slóSir. Æfi Bleiks virSist ekki hafa aS
verulegu leyti veriS frábrugSin æfi fjölmargra ann-
ara íslenskra áburðarhesta. Júlíus, sem var sam-
tímis Bleik síSustu æfiár hans í Svefneyjum, segir
aS hann hafi ekki veriS orSinn mjög hrumur, þeg-
ar hann var sleginn af.“
Dýraverndarinn er þakklátur B. Sk. fyrir upp-
lýsingarnar um öldunginn bleika. Mun þaS mjög
fátítt hér á landi, ef ekki einsdæmi, aS hestar ver'ði
svo gamlir. — KvæSiS um Bleik er því miSur
lengra en svo, aS blaSiS sjái sér fært aS birta þaS.
— Dýraverndarinn er lítiS blaS og getur ekki’ flutt
löng kvæSi.
Móðurást, dugnaður og vitsmunir.
EmbættismaSur nokkur í Swansea á Englandi
átti tík, sem talin var afburSa-vitur. Hún var frjó-
söm í meira lagi, stóS altaf í „barneignum”, og
tímdi eigandi hennar ekki aS lóga hvolpunum,
enda þótti tíkin svo merkileg, aS marga langaSi
til aS eignast afkvæmi hennar. — Nú var þaS ein-
hverju sinni, aS hún eingaSist sjö hvolpa. Eigand-
anum þótti of mikiS, aS láta hana hafa þá alla „á
brjósti" og tók þaS ráS, aS koma fjórum þeirra
í fóstur á sveitaheimili nokkuru. Var þangaS all-
langur vegur, 3ýý míla. Segir ekkert af því íerSa-
lagi, en morguninn eftir aS fariS hafSi veriS meS
hvolpana voru þeir komnir aftur og kúrSu hjá
mömmu sinni. HafSi tíkin ekki veriS iSjulaus um
nóttina: Hún hafSi sótt krakkana sina — boriS þá
heim, einn og einn í senn. Hún hefir þvi fariS
fjórar ferSir fram og aftur e'öa hlaupiS alls 28 mil-
ur, og var þó naumast orSin heil heilsu eftir „barns-
burSinn". Þótti þetta bera vitni um mikla móSur-
ást og mikinn dugnaS. Hitt þótti og ekki síSur
merkilegt, aS hún skyldi geta „fundiS þaS út“, hvar
hvolpanna mundi helst aS leita, því aS hún hafSi
legi'S heima í bæli sínu meSan á flutningnum stóS.
— Eftir þetta fékk hún aS hafa krakkana sína í
friði.
Hross í Grímsey.
Löngum hefir veriS heldur líti'S um hross í
Grímsey. Urn og fyrir aldamótin síSustú voru þau