Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 12
ió DÝRAVERNDARINN oftast eitt eöa tvö, flest þrjú og stundum ekkert. Um 1880 voru þar tvær hryssur, sameiginleg eigu eyjarskeggja. En svo fauk önnur merin fyrir björg í ólátaveðri (1882). Var hún þá oröin 36 vetra, en þó hin ernasta, akfeit og haföi góöar tennur. Þá var keyptur hestur úr landi — „fyrir sveitarfé“. Þess er getiö í ísafold (1884), aö áriS 1847 veriS í Grímsey „brúnskjótt hryssa, gömul, feit, þolin, sterk og svo hrekkjótt, aS hún leggur ung- linga í einelti, og drepur aS mælt er kindur". Óvenjuleg keppni. Landselurinn er þolinn og frár á sundi — syndir hliSarsund og baksund, treSur marvaSa, tekur stundum löng stökk. Hann er talinn skynsamur og athugall í besta lagi, skoSar gaumgæfilega flest eSa alt, sem fyrir augu ber, og þó einkum þaS, sem honum finst nýstárlegt eSa óvenjulegt. For- vitinn er hann í mesta lagi, var um sig og ráS- kænn, ef háska ber aS höndum. Hann er talinn námfús, reynist fylgispakur húsbónda sínum, ef hann er tekinn ungur og vaninn. Og svo hlýSinn er hann og „heiöarlegur", aS hann skilar húsbónda sínum fiskum þeim, sem hann veiöir sér til matar, ef þess er krafist. Hann er og ágætur „veSurspá- maöur“, aö því er norskir sjómenn telja, finnur á sér úr hverri átt vindar muni blása næstu stund- ir og hagar sér eftir því. Hann er skemtilegur og smá-skritinn, getur haft þaö til aS fara í einskon- ar keppni viS menn, sem ferSast meS sjó fram. — Frásaga sú, sem fer hér á eftir, er tekin úr riti (Spendýrin) eftir dr. Bjarna Sæmundsson: „Höf. (þ. e. dr. B. S.) hefir einu sinni haft tæki- færi til aS fara í „kappreiS" viS landsel; þaS var á Vatnsnesi nyrSra. Eg reiS meS sjónum, sem leiS lá, og voru þar selir á skerjum skamt frá landi; þeir urSu forvitnir, er þeir sáu ríSandi menn og hest meS rauSum koffortum, og fylgdu okkur sjó- veg. — Fyrst fórum viS fetiö, svo á brokk og hert- um smám saman á því og höfSu selirnir vel viS okkur; en er viS fórum á stökk, tóku þeir aö gera loftstökk, en þreyttust fljótt og hættu aS keppa.“ Skæður bitvargur. Sumar tófur leggjast ekki á sauöfé, jafnvel þó aS þær sé sársvangar, heimiliS bjargarlitiS og börn- in mörg heima fyrir á vorin. Hlaupa út og suS- ur til matfanga, oft langar leiðir, en snerta ekki DÝRAVERNDARINN kernur aÖ minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefiÖ út hér á landi. Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna aÖ upp- eldis- og menningarmáli allra þjóSa, en þaö er sú siÖbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi viÖ munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu verÖa ritgerÖir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góÖra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um aÖ kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur aÖ Dýraverndar- anum, eÖa fleiri, fá 20% í sölulaun. Dýraverndunarfélag Islands. sauSkindur. ASrar leggjast á sauSfé miskunnar- laust og drepa jafnvel miklu meira, en þeim er nauðsynlegt til framfæris sér og sínum. Eru sumir þessara varga æriS mikilvirkir. Sem dæmi um sauS- fjárdráp skolla má nefna þaS, sem N. Mohr getur um í riti sínu, Isl. Naturhistorie (1786), og er á þá leið, aS á bæ einum í NorSur-Múlasýslu, Burstar- felli í VopnafirSi, hafi sama tófan drepiS aS minsta kosti 148 sauSi gamla á þremur árum. -— Mun sá melrakki hafa veriö einna mikilvirkastur allra þeirra, er menn hafa nú sögur af. Hérar á íslandi. ÁriS 1784 voru fáeinir hérar fluttir hingaS til lands og slept í kjarrskóga, en lágfóta drap þá alla. ÁriS 1861 voru og nokkurir hérar fluttir hingaS og settir á land í Viöey. En þeir þóttu styggja æðarfuglinn um varptímann og voru bráS- lega drepnir. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Félagsprenlsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.