Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.03.1940, Blaðsíða 10
14 DÝRAVERNDARINN sem hann hafSi af honum þegiS. Þetta varS nn a'5 samkomulagi þeirra í milli, að Eiríkur yrði eig- andinn. Litlu seinna var Svartur settur yfir Rey5arfjöi-'ö og rekinn út a'5 Vattarnesi, og fóðraður þar um veturinn, og rúinn þar um vorið. Nokkrum dög- um seinna fréttist til hans í SómastaðagerSi. Hafði hann þá, þegar hann var laus við ullina, lagt af stað, farið inn með öllum Reyðarfirði, inn fyrir botn hans og svo út með firðinum að Sómastaða- gerði og vafalaust synt yfir ýmsar ár. Þessum sið hélt hann svo eftir þetta á meðan hann lifði. Á hverju hausti var hann í Sómastaðagerði og beið þess, að hann yrði settur yfir fjörðinn, en þá hélt hann rakleitt út að Vattarnesi. Hvort sem snenuna eða seint var rúið á vorin, hreyfði hann sig ekki, fyr en hann var laus við ullina, en þá fór hann strax af stað til sumarbústaðarins. Það vakti eft- irtekt og þótti einkennilegt, að þegar hann var rek- inn inn með sjónum með öðru fé, að rúningu lok- inni, tók hann sig úr fjárhópnum og hljóp upp á hraun framan vitS Vattarnesbæinn og jarmaði ]iar. Þenna siÖ tók hann upp, þegar hann hafði verið tvo vetur á Vattarnesi og hélt honum til æfiloka. Fólkið leit svo á, að með þessu væri hann að kveðja og voru þá kölluð til hans hlý kveðjuorð á móti. Svartur þótti ágætur forustusauður og náði há- um sauðaraldri. Á Vattarnesi er sumstaðar hætt við því, að fé flæði uppi á skerjum, þegar stórstreymt er. Eitt sinn var sá, sem gát átti að hafa á þessu, nokkuð seinn á staðinn, svo að byrjað var að flæða á milli skers og lands. Sér hann þá að Svartur hleypur út í skerið og á rnilli kindanna, hnubbar viö þeim og leggur svo af stað af skerinu strax aftur jarmandi. Kindurnar, sem á skerinu voru, fylgdu honum þá eftir og óðu ásamt honum yfir sundið, sem myndast hafði, er sjór hækkaði. Eitt sinn þótti veður ískyggilegt. Það var um miðdagsleytið, og var þá talað um að fara til fjár- ins og vera viðbúinn að koma því heim, ef veður skyldi versna. En þá sást hvar Svartur kom með allan hópinn Og hafði enga kind skilið eftir. Venjulega var Svartur spölkorn á undan fénu og var mjög nærgætinn. að velja snjóléttustu leið- ina, en fékst ekki um þó hún væri krókótt. Á elliárum var Svartur orðinn gráhærður, stutt- ullaður og kulvís, alveg eins og aðrir öldungar, en látinn var hann lifa eins lengi og fært þótti, því Þungur harmur. Frásaga þessi er tekin úr amerísku blaði og talin sönn: Sveitapiltur, 18 vetra gamall, Anthony Malinow- ski, tók sott og andaðist eftir stutta legu. Hann átti rakka, sem fylgdi honum út og inn og mátti ekki af honum sjá. HafÖi og piltinum þótt mjög vænt um hundinn, sakir óvenjulegra vitsmuna hans, trygÖ- ar og fylgispektar. Hann haföi haft þann sið, að tala við seppa — ræða við hann um fyrirætlanir sínar, segja honum frá gleði sinni og harmi. Hafði aldrei talað til hans stygðaryrði, séð um að hann hefði gott viðurværi og leyft honum að sofa við rúmgaflinn sinn um nætur. Svona höfðu liðið nokk- ur ár. — En svo veiktist pilturinn, sem áður segir, og andaðist eftir stutta legu. Seppi reyndist ófáanlegur til a'ð víkja frá sjúkra- beði vinar síns. Sat tímunum saman hreyfingarlaus og horfði áhyggjusamlega á sjúklinginn. Meðan pilt- urinn hafði ráð og rænu, rétti hanu stundum hönd fram á rúmstokkinn, en seppi kom þegar og sleikti hana af mikilli vinsemd og nákvæmni. — Fór svo aftur á sinn stað og settist um kyrt, en tárin stóðu i augunum. Þegar pilturinn var dáinn, hafði rakkinn verið tekinn og lokaður inni, uns jarðarförin var um garð gengin. Svo var hann leystur úr varðhaldinu, en eftir það varð litlu tauti við hann komið. Honum var leyft að fara inn i herbergi vinar síns, en er hann sá, að rúmið var mannlaust, rak hann upp átakan- legt harma-gól og virtist missa alla stjórn á sér i bili. liljóp upp í rúmið og þefaði, bylti svæfli og rekkjuvoðum, hljóp niður á gólf, leitaði undir rúm- inu, fór volandi um heriiergið, skreið undir rúmið öðru sinni, leitaði og kannaði. En alt kom fyrir ekki. Iiúsbóndi hans og herra var farinn. Heima- fólki, sem á horfði, rann til rifja sorg og þjáning munaðarleysingjans. •—• Var nú leitast við að hugga rakkann og gleðja, en honum virtist heldur ami i blíðu-hótum fólks- hann hafði getið sér frægð og kostir hans aflað honum vináttu mannkindanna. Bjarni Sigurðsson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.