Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.12.1946, Blaðsíða 3
Reykjavík desember 1946 8. tbl. Mefnigimi dýra. Það mun liafa borið við i Síam nokkru fyr- ir heimsstyrjöldina fyrri, að gæzlumaður nokkur stakk i bræði sinni auga úr fíl. Fimm- tán árum síðar bar fundum gæzlumannsins og fílsins aftur saman í fyrsta skipti á þessu timabili. Fíllinn þekkti manninn aftur, tróð hann undir sig og drap hann. Er sagt, að slík- ur hefndarþorsti sé mjög algengur meðal fila. T. d. er alkunn sagan um klæðskerann og fíl- inn. Hún er á þá leið, að einhverju sinni var farið með fíl að tjörn eða lind, til þess að brynna honum. Á leiðinni ætlaði hann að næla sér í epli frá klæðskera nokkrum, en klæð- skerinn varð fyrri til og stakk filinn með nál í ranann. Fíllinn hætti við að taka eplið, lét sem ekkert væri og hélt áfram að lindinni. Á heimleiðinni fór fíllinn aflur framhjá sama klæðskeranum. Hafði hann þá fyllt ranann af vatni og steypti því yfir klæðskerann, um leið og hann fór framhjá. Fyrir rúmlega 100 árum skeði atvik i Mor- petli í Englandi, sem bendir nokkuð til þess sama. Þar drap fíll gæzlumann sinn. En við vitnaleiðslur í sambandi við þetla mál kom i ljós, að tveimur árum áður hafði fillinn sætt óvenjulega liarðneskjulegri og ómannúðlegri meðferð af hálfu hins sama gæzlumanns. Sýndi það sig þá, að fíllinn hafði ekki gleymt þeim misgjörðum og hefndi þeirra, er hann sa sér hentugt tækifæri. Árið 1873 kom um haustið umferðacirkus til borgarinnar Chemnitz, og á efnisskránni voru m. a. allskonar dýrasýningar. Að þeim loknum voru dýrin flutt aftur í hús sín, en á leiðinni þangað rétti maður nokkur logandi vindil að einum sýningarfílnum. Fíllinn tók vindilinn með rananum, en strax og hann f ann til sársaukans af glóðinni, greip hann ægileg bræði, hann þreif með rananum til manns- ins, sem hafði gefið honum vindilinn, tróð hoimm undir sig og sparkaði svo á honum, að manninum varð naumlega bjai'gað frá bráð- um bana. Var hann þá mikið særður orðinn og varð að flytja hann á sjúkrahús. Plutarch skýrir í ritum sínum frá hefni- girni fíls í Rómaborg til forna. Segir hann, að þar hafi drengur einn farið að stríða fíl og stungið hann i ranann. Fíllinn gerði sér lítið fyrir, þreif með rananum til piltsins og hélt honum góða stund hátt á lofti. Viðstadd- ir óttuðust, að fillinn myndi kremja drenginn til bana, en það varð þó ekki, heldur lét fíll- inn hann með öllu óskemmdan á sama stað aftur, og það var eins og hann hugsaði með sér, að þessi ráðning mundi nægja að sinni. Það eru lika mörg dæmi þess, að hestar hafi hefnt fyrir sig. Það eru t. d. mörg dæmi þess, að hryssur hafi ráðizt á menn, sem ætl- að hafa að taka frá þeim folöldin. Fyrir nokkurum árum bar það við í einu úthverfi Berlinarborgar, að hestur hefndi sín grimmilega á manni. Svo var mál með vexti,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.