Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 7
Reykjavík, febrúar 1947 1. tbl. éJmar & ^œmvmdc óevi Einar E. Sæmundsen liefur látið af rit- stjórn Dýraverndarans nú um áfamótin og gal ekki séð um tvö siðustu blöð síðasta árgangs sökum vanheilsu. Hann tók við ritstjórn hlaðs- ins í ársbyrjun 1930 og liafði hana á hendi þar til í maí 1937. Síðan tók hann aftur við hlaðinu 1944 og hefur séð um það síðan fram að þessu, eða samtals rúmlega 10 ár. Vafalaust er E. E. S. vel kunnur lesendum Dýraverndarans eftir þessa löngu viðkynn- ingu í sambandi við blaðið, samt sem áður sýnist mér vel hlýða, að Dýraverndarinn geli um liann með nokkrum orðum nú á þessum tímamótum, en mér þykir miður, að það skuli ekki geta orðið svo vel og rækilega af hendi leyst sem verðugt væri. E. E. S. er fæddur austur á Héraði á Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð 7. október 1885, en ólst upp að mestu leyti í Syðri-Vík i Vopnafirði. Um tvítugsaldur fór hann til Danmerkur og stundaði þar skógræktarnám i þrjú ár. Síðan var hann vörður Vaglaskógar um tveggja ára hil, en 1910 var hann skipaður skógarvörður á Suðurlandi og gegndi þvi starfi þar lil 1944. Hans* aðalævistarf hefur því verið skóga- varzla, en auk þess hefur hann lagt mikla stund á ritstörf af ýmsu tagi í hjáverkum og tekið þátt í margvislegum félagsmálum. Auk þess, að Iiann hefur annazt ritstjórn, hefur hann ritað ýmislegt annað. Einar E. Sæmundsen. Skal þá fyrst nefna hók til leiðbeiningar í meðferð liesta, sem hann samdi ásamt Daníel Daníelssyni. Kom hún úl 1925 og nefnist Hest- ar. Þá hefur hann og hirt eftir sig allmargar smásögur hér og þar í blöðum og tímaritum, einkum Eimreiðinni, Visi og Morgunblaðinu og raunar víðar. Meðal þeirra eru til dæmis Fálki (í Eimr.) og Slöngvir, síðasta smásaga hans, er kom i Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum. Hann er hagmæltur vel, svo sem kunnugt er, og fljótur að gera visur, þeg- ar svo ber undir, og kvæði liafa líka birzt eftir hann i blöðum og tímaritum. Margir kannast við ritgerð hans i Eimreiðinni: Hesta- vísur. Þáttur um licsta, reiðmenn og hagyrð- inga, enda vakti hún milda athygli á sinum tíma. Eina mikla skáldsögu hefur hanii skrif- að, sem Sleipnir nefnist, en hún er óprentuð.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.