Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 10
4 DtRAVERNDARINN Tíminn leið — og harðar, liarðar hungrið svarf að skepnum jarðar. Tærð og sjúk hán tók að reika til og frá um dalsins hjarn. (Stjörnufákur). meö litlum kostnaði fyrir kolanámur Breta, enda eru þeir borgaðir eftir því. Vonum því að endingu, að ein af framförum landsins verði fólgin i betri meðferð á skepnum, sér í lagi hestum.“ Og eftir þetta var meðferðin á hestunum oftar og oftar gerð að umlalsefni bæði í Dýra- vininum og víðar — bæði í ræðu og riti — ýmist frá bagrænu sjónarmiði eða mannúðar. Fyrst var eins og menn væru liálf t i hvoru hik- andi, en síðan var málið rætt með vaxandi þunga og sársauka, þar til að umvandanirnar voru orðnar að háværri kröfu um bætta með- ferð á hestunum. S. H. LÍFSBARÁTTAIM. Þegar kólnar, fljúga þeir í hópum. Það er lietra að vera margir saman, þegar á reynir; jafnvel snjótittlingarnir skilja, að „maður cr manns gaman“. Og litlu snjótittlingarnir hafa margt að tala um í skammdeginu, þegar kólnar og frost og fjúk er á holtum og liæðum og jafn- vel á túninu rétt hjá bænum. Það er lil dæmis ekkert hægt að fá að éta, og frostið hefur gert jörðina liarða, og nefið kennir til, þegar það lierst við harða ismola. Allar sprænur og lækir eru líka lagðir einhverri liarðri plötu, sem nefið ekki einu sinni getur gert litla liolu i án þess, að það dauðkcnni til eftir liöggið. .Tá, það er gott i vetrarhörkunum að vera margir saman og laka þrautunum sameigin- lega. Ætli það þýði nokkuð að koma heim að litiu húsunum? Kannske er einhver mylsná þar eða liey, sem hægt er að kroppa í. Einnig til þess þarf að halda liópinn, því að þar eru stór „dýr“ á tveimur og ferfætt dýr, sem eru fljót að hlaupa, eins og hundurinn, og snjótittling- urinn verður að vara sig á þeim. — Við litla liúsið rauða með græna þakinu er alltaf eitthvað hægt að fá. Þar cr snemma opn- að, og brauði og kökum, grjónum og liafra- mjöli er dreift kringum það, og allir hópar í nágrenninu liafa fengið skeyli um að koma að litla liúsinu við lækinn, sem rýkur upp úr, því að það er heitt vatn í honum. Litlu, svarthærðu konuna með rauða sjalið, þekkja öll dýr í nágrenninu. El' liún sefur ol' lengi á köldum vetrardegi koma snjótittling- arnir og syngja við gluggann liennar og vekja hana með söng. Stundum finnst henni þeir of snemma á ferli, en út fer hún, áður en birtir,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.