Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 8
2 DYRAVERNDARINN IJtigönguKross. Fyrri hluti. Fátt gat ég hugsað mér hryllilegra, þegar ég var ungur, en meðferðina á útigönguhross- unum og þjáningarnar, sem ég hugði þau líða. Voru þó engir slíkir hestar neins staðar þar nærri, sem ég þekkti bezt til, og heima hjá mér fengu allar skepnur gnægð fóðurs, hest- arnir ekki siður en aðrar. Ég vandist góðri meðferð á skepnum, og ef til vill hefur það einmitt verið sú góða meðferð öðru fremur, sem vakti samúð mína með hinum, sem sættu illri og miskunnarlausri meðferð, voru kvald- ar og kvöldust. Meðal þeirra, sem ég hugði verst leiknar, voru útigönguhrossin, og raun- ar álit ég enn, að þetta liafi varla verið mjög fjarri sanni. — Oft og einatt útmálaði ég fyrir Öðru hverju starfaði hann að blaðamennsku fyrr á árum og var síðasti ritstjóri Þjóðólfs (eldra), sem gefinn var út á Selfossi um þær mundir (1920). Árum saman hefur hann unnið að safni hestavísna, ekki ein- asta óskráðum alþýðukveðskap um þetta efni, heldur öllu, sem um það er að finna, frá fyrstu tið til okkar daga. Safn þetta er einstætt í sinni röð og merki- legt, mikið að vöxtum og hefur verið Iiið mesta eljuverk að ná efninu saman, skrásetja það og flokka vísurnar o. s. frv. Gerði hann sjálfur ekki alls fyrir löngu grein fyrir verkinu i út- varpserindi. E. E. S. er íslenzkumaður góður, málhagur með afbrigðum og smekkvís i meðferð málsins, hvort heldur um er að ræða bundið mál eða óhundið. Við þetta bætist svo afburða vand- virkni, sem aldrei skeikar, í öllum ritstörfum. Ekki hefur Dýraverndarinn farið varhluta að þessum yfirburðum fyrrv. ritstj., smekk- visi hans, vandvirkni og kunnáttu i meðferð málsins. Hygg ég það ekki ofmælt, að lionum hafi tekizt manna bezt að gera blað þetta vel úr garði að öðrum ólöstuðum, sem um það hafa fjallað að undanförnu. mér þjáningar þessara vesalings liesta, sult- inn, kuldann og illviðrin, sem þeir verða að þola. Og hafi ég að einhverju leyti málað þetta upp fyrir sjálfum mér með óþarflega sterk- um litum í skaphita æskunnar, þá er hitt þó eins víst, að ekki komu fram í hugmyndum mínum allar hinar dökku hliðar þeirra rauna- legu staðreynda, að fjöldamargir íslendingar hafa breytt eins og kvalaþyrstir böðlar við hestana og svo er enn. Og enn þá man ég gjörla þá sárbitru og gremjublöndnu hrellingu, sem gagntók mig, þegar við fréttum haust eitt, að maður nokk- ur hefði flutt tvo hesta, sem liann átti, í eyði- vík eina, sem sést í mikilli fjarlægð við rætur Af félagsstörfum E. E. S. kann ég það helzt að segja, að hann hefur frá upphafi verið meðal fremstu manna hestamannafélagsins Fáks hér í Reylcjavík. Hann var meðal stofn- enda félagsins og liefur lengst af setið í stjórn þess. Um langan aldur hefur hann vcrið orð- lagður hestamaður víða um land. E. E. S. er nú hniginn að aldri og á við van- heilsu að striða. Samt vann liann að langri rit- gerð í fyrrakvöld, þegar ég kom til hans. Er henni ætlað að birtast í afmælisriti hesta- mannafélagsins Fáks, er kemur útt áður en langt um líður. Ég, sem rita þessar linur, er eftirmaður E. E. S. við þetta blað, og ég veit það vel, að það er bundið ýmsum örðugleikum að taka við slíku starfi af hæfileikamanni, sem hefur rælct það vel, ef halda sltal í horfinu. En aftur á móti er mér líka ljóst, að þetta hefur einnig sina kosti. Einn þeirra er sá, að slikur ritstjóri býr vel í haginn fyrir eftirmann sinn hjá styrktarmönnum blaðsins og lesendum þess. Óska ég svo Einari E. Sæmundsen allra heilla. Sigurður Helgaxon.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.