Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 14
8 DtRAVERNDARINN Til lesenda. Með þessu blaði hefst 33. árg. Dýravernd- arans, og um leið tek ég undirritaður við rit- stjórn hans, eins og lesendur hafa séð. Dýraverndunin hefur verið mér áhugamál, síðan ég var á barnsaldri. Mannúðarleysi gagn- vart dýrunum hefur mér alltaf þótt meðal þess versta, sem ég hef orðið var við í fari manna, en skilningur á þeim og þeirra lífi og samúðin með þeim meðal þess hezta og fegursta. En um langt skeið hef ég lítið liafl saman við dýr að sælda, eins og flestir horg- arbúar. Svo var ég nú i vetur beðinn að takast á hendur ritstjórn Dýraverndarans, og fannsl mér þá í fyrstu, svo sem það væri mér ókleift með öllu sökum annarra starfa, sem voru og eru mér meira en nóg. Ég gat samt ekki feng- ið mig til þess að hafna þessu samstundis, og þegar ég fór að hugleiða þetta frekar, þyrpt- ust að ótal endurminningar, eldri og yngri, um atvik, sem ég lief verið vitni að eða heyrt getið um og um dýrin, sem ég hef kynnzt, flest- um á yngri árum, og mörg þeirra voru þá meðal minna heztu vina, og ég fann það um lcið, að ég gat ekki skorazt undan þvi að vinna málstað þeirra gagn, ef ég væri til þess fær, en það mun þetta blað hráðlega lciða í ljós. Varð ég því við fyrrnefndum tilmælum. Efni til birtingar í blaðinu er vcl þegið framvegis eins og hingað til, sams konar efni og verið hefur, ritgerðir og hvatningargrein- ar um dýraverndun og bætta meðferð á skepn- um, og ádeilur fyrir illa meðferð á þeim. Ef ádeilurnar eru hundnar við vissa atburði eða ákveðna menn, verður að fylgja þeim fullt nafn höfundar, heimilisfang o. s. frv., en gela þó ef til vill, ef sérstaklega stendur á, komizt að í hlaðinu undir dulnefni. Nafnlausar grein- ar af þessu tagi eru jafnan tortryggilegar. Sögur af dýrum, hæði sannar og frumsamd- ar, verða vel þegnar, sömuleiðis kvæði og vís- ur, yfir höfuð að tala hvert það efni, er snertir dýrin á einn eða annan hátt, sem er vel samið, og ritstjóra virðist þess vert að koma fyrir almenningssjónir. DÝRAVERNDARINN kemur að minnsta kosti út átla sinnuin á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Afgreiðslu og innlieimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hanssön, Bankastræti 11 (miðliæð), pósthólf 56(5, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur hlaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. — Ar- gangur „Dýraverndarans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. Gott er og að fá sem mest af myndum með greinum og sögurn og kvæðum, en gæta verða sendendur þess, að nægilegar skýringar fylgi þeiin. Enn fremur er mjög æskilegt, að fá myndir af höfundunum, þegar því verður við komið. Ég vona fastlega, að þeir stuðningsmenn blaðsins, sem að undanförnu Itafa öðru hverju senl þvi eitt eða annað til birtingar, láti það framvegis njóta sama stuðnings og áður. Kveð ég svo lesendur virðingarfyllst Sigurður Helgason. Efni til birtingar í blaðinu skal senda rit- stjóranum. Utanáskrift: Sigurður Helgason, Njálsgötu 80 Reykjavík. Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ólafssonar, fyrrum bankastjóra og minningarspjöld Dýraverndunarfélags fslands. fást í skrifstofu Iljart- ar Hanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send, ef óskað er. — Sími: 43(51. Ritstjóri: Sigurður Helgason. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.