Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 12
6 DtRAVERNDARINN Drengurinn gægðist balc við kistilinn og sá músina. — Honum fannst haiui verða að hjálpa henni. er hérna,“ sagði Jónas meS ákafa og benti á dálitla holu utan í þúfunni, sem við stóðum hjá. Við skiptum þannig með okkur verkum, að Jónas fór með höndina inn i holuna, en ég átti að grípa köttinn, ef hann slyppi út, áður en Jónas næði honum. „Ég er með hann í hend- inni,“ sagði Jónas hróðugur, þegar hann dró liöndina út úr holnnni. „Nei! En livað hann er skritinn,“ sögðnm við háðir i einu. Svona litinn kött höfðum við aldrei séð. Ilann var varla eins stór eins og snjótittlingur. Skrokk- urinn var mógrár og gljáandi og kviðurinn ljósleitur. „Þessi köttur er allt öðruvísi en aðrir kettir, trýnið svona langt og mjótt, og svo er rófan svo mjó og alveg hárlaus,“ sagði ég. „Það er af því, að hann er svo lítill, en hann hefur þó veiðikampa á trýninu, eins og aðrir kettir,“ sagði Jónas all-borginmannlega. Ég fór að strjúka kisu litlu, þar sem Jónas hélt á henni, en mér sýndist liún nú ekkert vera hrifin af þvi, og víst var það, að ekki fór liún að mala, hversu vel sem ég strauk lienni. Okkur kom nú saman um að fara heim með þá litlu og biðja mömmu um mjólk handa lienni að lepja. Við vorum lieldur en ekki kátir, þeg- ar við komum inn í baðstofuna til mömmu og stúlknanna. „Sko litla köttinn, sem við fundum, mamma,“ sögðum við háðir í senn. Mér er enn i minni ópið, sem stúlkurn- ar ráku upp, þegar þær sáu, hvað við vorum með. „Guð komi til! Eru þá ekki börnin kom- in með mús inn í baðstofu,“ sagði Þrúða gamla kaupakona skjálfandi af hræðslu. Við urðum alveg þrumu lostnir og litum forviða hvor á annan. Okkur féll allur ketill i eld, og Jónas missti músina á gólfið. Hún skauzt þar á bak við kistil i einu horninu. Svo að þetta var þá mús. Okkur hafði stundum verið sagt, að mýsnar tækju okkur, ef við værum óþægir, og við héldum, að þær væru stærðar ófreskj- ur. En þær voru þá ekki stærri eða voðalegri en þetta! „Sækið þið fljótt köttinn, og látið hann drepa músina,“ sagði Þrúða gamla, þeg- ar hún hafði áttað sig eftir hræðsluna. Jón- as fór fram til að ná í kisu, en ég fór að gá að músinni á rneðan, og sá þá, hvar hún kúrði dauðlirædd i horninu bak við kistilinn. Ég gleymi aldrei bænaraugunum, sem hún leit á mig, þegar ég gægðist yfir kistilinn. Ósköp fannst mér nú þessi litli aumingi eiga bágt. Hvers vegna þurfti endilega að drepa liana? Ekkert liafði hún þó gert okkur. Þvi mátti hún ekki lifa eins og aðrir? Nei. Hún mátti ekki deyja. Hún hafði beðið mig um hjálp með augunum, og ég varð að hjálpa henni. Ég greip nú mýslu litlu, hvað sem stúlkurn- ar sögðu, og hljóp með hana í hendingskasti út í gryfju i hlaðvarpanum, þar sem hafði verið tekin aska i flag um vorið. Þar sleppti ég henni. Mýsla varð fegin frelsinu og skauzt inn í djúpa músarholu, sem var þar. Síðan hef ég ekki verið hræddur við mýs. Skyldu það vera launin fyrir, að ég frels- aði mýslu? J Jón N. Jónasson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.