Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 9
DtRAVERNDARINN 3 sæbrattra fjalla frá bænum, þar sem ég átti heima. Þarna áttu þeir að ganga úti til næsta vors. Allir vissu, að það var ókleiít að koma þeim burt úr vikinni, eftir að vetur var lagztur að, hvernig sem færi, og brugðizt gat til beggja vona um haga á þessum stað. Fullkomin jarð- bönn mikinn lxluta vetrarins allt eins líkleg eða líklegri. Það er snjóþungt á þessum slóð- um, eins og flestum er kunnugt um, og ill- viðrasamt á útskögunum þarna. En þessi vet- ur varð mildur og hestarnir lifðu liann af þarna i vikinni. Ekki grunaði mig, þegar þetta var, að sú skapraun ætti siðar yfir mig að ganga án þess, að ég fengi rönd við reist að liafa árum saman, vetur eftir vetur, daglega fyrir augum hóp úti- gönguhrossa við húsvegginn lijá mér. Þessi ár var ég kennari við sveitarskóla. Skólahúsið, þar sem ég bjó lika, stóð á blásnu holti og veðurbörðu, gróðurlitlu, mjög áveðurs, og varla eru margir staðir til á þessu landi næð- ingasamari en þarna var. Kreppt var að holt- inu með girðingum á alla vegu, nema þeim megin, sem að sjó vissi. Þar var greiður gangur i fjöru eina, allmikla, en aldrei sá ég þar þara- blað, sem talizt gæti gagn að til beitar nokk- urri skepnu. Þarna um lioltið rölti lirossahópurinn fram og aftur og snapti i fjörunni. Oft furðaði mig á því, að þau skyldu skrimta veturinn á enda, en þó furðaði mig enn þá meira á liinu, að það skyldi ekki vera öllum mannlegum tilfinning- um um megn að halda skepnum til beitar í slíkum haga. Þarna var ekkert skjól eða af- drep af neinu tagi, nema skólaliúsið, eftir að það var reist, en áður liafði ég raunar engin kynni af holti þessu né pislarvottum þess. Ég þekkti því ekki þennan stað, meðan alls ekkert skjól var þar að hafa. — í illviðrum komu hestarnir heim að húsinu og liömuðu sig í hlé við það, einkum þegar dimmt var orðið á kvöldin. Það var dapurlegur hópur, sem ])yrptist þarna saman i skjólinu og hímdi þar skjálfandi í myrkrinu, þakinn klakaklepr- um. Öðru hverju heyrðust þeir stynja og frýsa, tómlótt og vonleysislega, eins og þeir kviðu því, að biðinni þarna eftir betra veðri og sæmilegri högum yrði aldrei að fullu lokið. Ekki er mér kunnugt um, liver fyrstur manna vakti máls á hörmungum íslenzkra útigöngulirossa, en annars staðar hér í blað- inu er smágrein frá 1863 eftir Bjarna Johnsen, þá rektor menntaskólans, þar sem talað er um útigönguhrossin hér í Reykjavík um þess- ar mundir og meðfei'ðin á þeim fordæmd harðlega. En ekki var þetta mál rætt að marki, fyrr en foi'göngumenn dýraverndunarmálsins hófu baráttu sína gegn mannúðarleysinu við dýrin. Og þessir menn liikuðu ekki við að tala máli þeirra fullunx rómi. Barátta þeii-ra var íxxai-kviss, og bráðlega vai'ð þeiixi ixxikið ágengt, enda þai'f ekki annað en að gæta þess, hverj- ir voru hér að vei'ki, til þess að það verði skilj- anlegt. Meðal þeirra voru nokkrir helztu þjóð- skörungar síns tínxa, skáld og rithöfundar. Skal þar fyi-stan telja Tryggva Gunnarsson, síðan Grím Thonxsen, séra Jóxxas Jónasson, Matthías Jochunxsson, Þorstein Ex-lingsson, séra Ólaf Ólafsson, Þorgils Gjallanda, Guðmund Frið- jóixsson og fleiri nxætti nefna, þó að það vei'ði ekki gert hér að sinni. Málgagn þessara nxanna og annarra, seixx léðu íxxálefni þeirra lið, var Dýravinurinn. Hann var þeirra vopn i barátt- unni gegn torsóttum mótherjum, mannúðar- leysinu og vananum, tóxxxlætinu og mörgum l'leii'i, og þó að lxeftin lians 16 láti ekki nxikið yfir sér í sanxaixburði við skrautútgáfur nú á tínxum, þá var liaixn þó skæður í sókninni, áhrifamikið í'it á sínum tíma og sínu sviði, enda voru það engir klaufar, sem um hann fjölluðu, eins og fyrr er sýnt. Fyrsta hefti Dýravinarins kom út í Kaup- mannahöfn 1885. Ekki var minnzt á útigöngu- hrossin í því, enda efnið allt saman þýtt. En tveinxur árunx síðar kom annað heftið, og þar er að finna fyrstu hvatningarorðin, sem hann flutti, málstað þessarar margpíndu skepnu til styrktar. Málshefjandinn var enginn annar en skáldið á Bessastöðunx og dýravinurimx Grim- ur Thomsen. Ummæli hans eru á þessa leið: „Hestar eru oft sveltir og illa hirtir. Kemur þ.etta af fávizku, fyrirhyggjuleysi og vana. — — Hestunx nxundi fækka, ef sú venja kæmist á að láta þá eiga betra, en þá yrðu þeir stór- um vænni og duglegri. Nú eru þeir aldir upp

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.