Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.02.1947, Blaðsíða 13
dyravehndarinn 7 Gömul ádrepa fyrir illa meðferð á útigangshestum í Reykjavík. Hér fyrrum þótti það ekki ómaksins vert að rita opinberlega um meðferð dýra, góða eða illa, a. m. k. ekki þeirra dýra, sem jafn- an voru „sett á guð og gaddinn“. Hreyfing um dýraverndunarmál barst ekki hingað til lands fyrr en með Tryggva Gunnarssyni, sem þá var kaupfélagsstjóri og formaður Þjóðvina- félagsins. Fyrir hans atbeina gaf „Dýravernd- unarfélag danskra kvenna“ út 1. liefti dýra- vinarins Þjóðvinafélaginu til dreifingar með bókum þess 1885, og hélt síðan Þjóðvinafélag- ið áfram útgáfu ritsins, og komu út sextán hefti, hið síðasta árið 1916. Mér þótti þvi merkilegt að rekast á ádrepu um meðferð útigangshesta í Reykjavík vetur- inn 1862—63. Vettvangurinn var og heldur með ólíkindum, Skýrsla Lærðaskólans, og ummæl- in rituð af sjálfum skólastjóranum, Bjarna .Tónssyni. Sjálfsagt hefðu þau aldrei komið fram, ef skólastjóri hefði ekki þurft að ná til Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, sem ritað hafði um B. J. í blað sitt grein, óviðkom- andi því málefni, sem hér um ræðir, eins og sést á ummælunum. Skólastjóra farast orð á þessa leið: vetur er var komu sannarlega fyrir þau atvik, sem langtum fremur áttu það skil- ið að fundið væri að opinberlega, t. a. m. hin illa meðferð á skepnum, sem hér á landi, eða að minnsta kosti hér í grennd- inni, er svo almenn, og sem var þess vald- andi, að einkum hestarnir féllu tugum sam- an af kulda og hungri, og þetta bar til því nær dagsdaglega fyrir augunum á lionum (hann getur séð út um gluggann hjá sér)*) hvernig þessar hungruðu og af þorsta sár- kvöldu skepnur, sem að einstökum undan- skildum, eigendurnir eigi aðeins láta hirð- *) J. G. bjó þar, sem nú er hin kunna Bólcaverzl- nn Sigfúss Eymundssonar í Austurstræti. ingarlausar, heldur og skjóllausar, þyrpast utan að brunndælunni, sem þar er). En á þetta minnist eigi einu orði blaðamaður sá, sem metur milcils siðgæði þjóðar sinnar, og þykist láta sér mjög vera umvarðandi, hvað satt sé og rétt. „Hví angrar þú hina sak- lausu, en ert dáðlaus við úlfana.“ .... Ekki tek ég liér upp þessi ummæli B. .T. í því skyni, að rýrð falli á minningu hins mæta manns J. G. Eins og fyrr getur, voru engir forsvarsmenn dýranna þá hér og J. G. eða blað hans þá ekki heldur. Útigangur og hor- fellir svo algengt, að reiknað var með, að svo þyrfti eða jafnvel hlyti að vera. Hér í Reykja- vik var fram að aldamótum töluvert um úti- gangshross. H. H. tjooir vimr. Mynd sú, er hér birtist, er af ungum og duglegum útsölumanni Dýraverndarans, Sigurði Sigurðssyni, Kolstöðum i Hvítársiðu (13 ára) .Hann er hér með 3ja vetra gamlan fola, skjóttan að lit, og er sýni- legt, að þeir eru góðir vinir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.