Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1947, Page 5

Dýraverndarinn - 01.09.1947, Page 5
DYRAVERNDARINN 35 lialdi, þegar iil kinda kom. Hann skildi fljófi sitt hlutverk og mátti heita sjálftaminn. Hæfileikar Iiols. Kolur var svona i meðallagi stór, þykk- vaxinn, sérstaklega um háls og hóga, lág- fættur, sílspikaður og gljáhærður. Hann var fremur seinn að hlaupa á brattann og í stór- grýttum giljadrögum. Hann var meinlaus og heit enga skepnu, nema honum væri att því meir. Það var prýðilegt að reka með Iionum. Þar var hann i essinu sinu — sí-geltandi og sí-vakandi, að ekkert tapaðist úr safninn. Þau ár, sem ég bjó á Borg, rak ég venju- lega fé mitt einn til slátrunar á haustin, með Kol. Var þá yfir fjöll og dali og vegleysur að fara. Ég þurfti naumast út úr götu. Kolur passaði vel til beggja hliða, enda kom það sér betur, því að ég var oft með 3—4 Iiesta i taumi undir höggum. Ef ég rak fé með öðrum og fleiri hundar voru saman komnir, naut hann sín hvergi og var þá hinn hlé- drægasti. Haustið 19U. Fvrsta sunnudag i jólaföstu, 20. nóv., var hiart veður, lotm og um 0 st. frost. Það var eins og loftið væri með köflum dimmblátt, en hokugrátt úti við sióndeildarhringinn t'l hafs að siá. Talsvert djúpur snjór, jafnfall- inn. lá vfir landinu, en hagar þó sæmilegir. Sauðfé lá enn úfi hjá okkur á Borg, en dai- leöa gengið til ]æss og því einkum haldið til haga i námunda við beitarhúsin. Þangað var á að gizka hálfrar klnkkustundar gang- ur i góðu færi. Þriqqja sólarhringa stórhríð — fr fcnnir. Þetta ár hafði ég vanan, kunnugan og not- invirkan fiármann. Um þessar mundir skipt- mn við þannig með okkur útiverkum, að hann hugsaði einvörðungu um féð, sem úti var, en ég sá um þá gripi. sem heima voru og önnur heimilisstörf. -— Mér hefur alla daga verið illa við sunnudagavinnu og sneitt mig hjá henni, cftir því sem auðið er. En þennan áminnzta sunnudag brá svo við, að ég ök heim þeim mó, sem úti var. Hafði þó við orð við konu mina, að mér mvndi hefnast fyrir þessa helgidagsvinnu. Þennan dag brá fjármaðurinn vana sinum og fór ckkert til fjárins. Mig furðaði á þessu og féll þessi út- afbreytni lians mjög illa. Þó fékk ég mig ekki til að tala um þetta við hann, einvörð- ungu vegna þess, að sunnudagur var. A mánudagsnótt vaknar maður við það. að skollin er yfir norðan hlind-öskrandi stór- Iirið. Veðurhæðin var óskapleg, og stóð þetta veður óslitið i 3 sölarhringa. t hirtingu á mánudagsmorguninn „lögðum við i hann“. Hugðum til að geta máske eitt- hvað hagrætt fénu, sem iiti var. En því var ekki að fagna. Veðurhæðin var svo mikil, að við hentumst meir undan veðrinu en að við réðum sjálfir okkar göngulagi, og snjó- kófið var svo mikið, að við sáum ckki lianda okkar skil og supum hveljur í sköflunum. Nú reif gamla snjóinn af hæðunum og fvllti öll gil og dældir. Við fengum okkur full- revnda á því að herjast við illviðrið og kom- ast að raun um, að við réðum ekki við neitl mnst að raun um, að við réðum ekki við neitt Þegar upp hirti. var ljótt um að litast, en ðllu hvi, sem þá bar fyrir augu, verður mað- ur að sleppa hér að minnast á og komast aftur að efninu, sem er sagan af honum Kol. Eftir að hafa tínt saman og hagrætt eftir föngum jivi fé, sem ofanjarðar fannst, o<> staðizt hafði hinar hrikalegu hamfarir óveð- ursins, komst maður að raun um, að margt vantaði, og vitanlega hlaut ])að að vera und- ir snjó eða hafa Iirakið i Múlaá. Hundur Sveins. Mér var tjáð frá hundi, sem græfi á fé i fönn. Sveinn hóndi á Hafursá við Lagarfljót (nú kaupmaður i Vogum) átti hann. Sendi ég til Svcins, og var hann hiá mér einn dag með lumdinn. Við gengum fram og aftur á heim stöðvum. j)ar sem vænta mátti einhvers árangurs. En hundur Sveins bar ekki við að svna færlcik sinn i þvi að visa á hið hulda fé í j)ctta skipti. Morguninn eftir hélt Sveinn Iieim til sín. Óvænt happ. Ég hjó mér nú i hönd langa járnstöng, sem kanna mætti háfennið með, tók lipra skóflu

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.