Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1951, Síða 3

Dýraverndarinn - 01.09.1951, Síða 3
VINlRNin I DALSSELI Leifur Aiiðunsísoii í Dalsseli segir frá Endurfundir. Vorið 1948 fór ég til Danmerk- ur og kom eklci aftur fyrr en um veturnætur haustið eftir. Það leyndi sér ekki, að I>ogi þekkti mig gjörla um leið og hann sá mig eftir fjarveruna og gladdist mjög. I fyrra vetur hafði ég hann svo hjá mér hér í Reykja- vík mér til skemmtunar. Kunningi minn að austan, Jón Guðjónsson frá Svanavatni í Austur-Landeyjum, liýsti liann fyrir mig og fóðraði ásamt hesti, sem hann á sjálfur. Öðru hverju vitjaði ég Loga og hrá mér stundum út úr hænum á honum. Þegar ég kom til hans, heyrði ég jafnan, að hann fór að kumra og tipla inni á hás sínum, strax og hann heyrði til mín utan við dyrnar. Þann- ig fagnaði hann komu minni. Ég þurfti ekki að efast um það, að hann gladdist af að sjá mig. En svo var líka auðséð, að hann hlakkaði til að koma út og fá að hreyfa sig. Alltaf hef- ur borið á þvi, að honum leiðist í löngum innistöðum, ef honum er ekki sinnt því het- ur, og lengi eftir frjálsræðinu úti undir heru lofti. En þennan vetur eignaðist Logi líka góðan vin, þar sem Jón Guðjónsson var. Ilann veitti vitsmunum og kostum Loga fljótt atliygli og sýndi honum að öllu leyti gott atlæti. Seinna kom lika ótvírætt í ljós, að hestur- inn vissi, Iivað við hann var átt og glevmdi þvi ekki. Það sáum við bezt í sumar, þegar Jón kom austur að Dalsseli í sumarleyfi sínu. Er von var á Jóni, reið ég á móti honum á Loga — en Jón var einnig ríðandi. Þegar við áttum eftir smáspöl til að mætast, fór ég af baki, en Logi varð fyrri til að lieilsa honum og fagna samfundunum. Ilann gekk á undan mér fast að Jóni og lagði höfuðið upp i fang honum með mikilli blíðu. Okkur Jón furðaði háða á atferli hans — Jón þó einkum, en lálbragð Loga varð tæplega misskilið. Hestaþing 7.—9. júlí síðastliðið sumar hélt á Þingvöllum. Landssamband hestamannafé- laga sýningu á reiðhestum og slóðhestum á Þingvöllum. Þetta var fyrsta sýn- ing af þessu tagi hér á landi. Hún var fjöl- sótt og þótti takast vel. Ég fór með Loga á sýninguna og flutti hann þangað á híl. Þar var hann sýndur og rnæld- ur og metinn ásamt öðrum stóðhestum og gæð- ingum víðsvegar að og var vel hlutgengur í þessum glæsilega félagsskap, þó að þarna væru miklir garpar sainan komnir. En þarna varð hann líka fyrir því slysi að meiðast á fæti. Steinvala festist uppi í hófn- um á hægra afturfætinum með þeim afleið- ingum, að hófbeinið brotnaði. Þannig á sig kominn var hann fluttur lieim og síðan liafð- ur inni fram i miðjan ágúst. Þá var hann enn stinghaltur, en fær til gangs og sleppt lit, og

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.