Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1952, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.09.1952, Qupperneq 5
DYRAVERNDARINN 35 jórtraöi. Nú leið að þeim clegi, að Ljómalind bæri og höfðu krakkarnir auga með henni, ef hún þyrfti hjálpar með. Svo slysalega vildi til, að hún varð afvelta við burðinn, en Stella litla stóð álengdar og horfði á umbrot „móð- ur“ sinnar. Rörnin urðu þess áskynja, livern- ig komið var og létu mig vita. Ég brá við og aðstoðaði Ljómalind, en bar siðan kálfinn heim, enda vildi Ljómalind ekki sinna hon- um; liefur sennilega talið sig eiga fallegra barn fyrir. Ljómalind rölti til Stellu strax að af- loknum burði, og voru þær saman til kvölds. Var nú sett ráðstefna, hvort enn skyldi gerð tilraun að stia þeim sundur. Sú varð ekki raunin, þvi að ákveðið var að lofa þeim að vera saman á daginn, en þeim var stíað sund- ur á næturnar og Ljómalind mjólkuð á morgn- ana. Um kvöldnytina þurfti sannarlega ekki að hugsa, Stella sá fyrir henni. Gengu þær svo saman um sumarið. Var nú Stella gull- falleg um haustið, enda hafði ekkert skort á gott atlæti, þar sem hún liafði drukkið 7—8 merkur af mjólk á dag. Um haustið voru þær aðskildar. Tók ég Ljómalind inn á bás, en lét Stellu ásamt öðr- um kindum i fjárliús. Undu þær þessu illa fyrst í stað, en sættu sig þó við það að lokum og mætti nú halda, að þeirra kunningsskap liefði verið lokið að fullu. Leið nú veturinn svo, að ekkert bar til tiðinda. Þegar voraði, fór ég að beita kindunum og toldi Stella í fyrstu illa með þeim, en vandist þó félagsskapnum og beitinni og var ég orðinn vongóður um, að hún tylldi á fjalli með þeim um sumarið. En vegna þess, hve Stella átti seint að bera, hélt ég henni og fleiri kindum heima leng- ur en skyldi, enda fór svo, þegar ég fór að beita kúnum, að þær náðu saman, Ljómalind og Stella, og voru það miklir fagnaðarfund- ir. Reyndust þær óaðskiljanlegar sem fyrr, enda lögðust nú flestir gegn þvi að reynt væri að skilja þær, þvi að ósennilegt þótti, að Stella gerði tilraun til að sjúga Ljómalind lengur, enda reyndist það rétt. Voru þær nú saman öllum stundum, en vegna þess, að Stella vandist fénu um vetur- inn kom það oft fyrir, að hún fór saman við það og elti þá Ljómalind og varð sú raunin á, að hún var eins mikið með fénu og kún- um. Var ekki laust við, að það væri dálitið skoplegt að sjá einn nautgrip kannski inni i miðjum fjárhóp. Gekk svo um tíma, að það þurfti að sækja Ljómalind og Stellu einar sér að kvöldi, þvi að það var eins oft, að þær væru ekki með kúnum. Leið nú að því, að Stella bæri. Voru þær þá einar sér, og er þær voru sóttar um kvöld- ið, var Stella borin, og mun vist lítið hafa þurft að reyna á sig við að þrífa afkvæmið, þvi að er ég kom að þeim, var Ljómalind að sleikja „litlu Stellu“, en það var litla kindin kölluð, sem var svört gymbur, alveg eins og mamman. Því verður vart með oi'ðuni lýst, hvílíkur áliugi og umhyggja það var, sem lýsti sér i starfi Ljómalindar við þessa fjölgun i fjölskyldunni. Lét ég þær afskiptalausar í liag- anum, þar sem þær voru komnar, enda voru þær á góðum stað, og leið þeim hið bezta um nóttina. Við þessa fjölgun varð sú breyting á, að ég fór að láta svörtu mæðgurnar liggja úti. Ég þorði ekki að liafa þær þrjár í básnum. Lágu þær svörtu því oft á fjósþakinu, sem var úr torfi, og fóru svo með kúnum á morgnana i hagann. Leið nú stuttur timi, þar til sú sorg- arfregn barst börnunum, að Ljómalind væri dáin. Það var um miðjan dag, að ég sá heim- an frá mér, að Ljómalind var sífellt að leggj- ast og standa upp. Seinast sá ég hana skjögra og slengjast niður. Hljóp ég þá til hennar og var hún þá komin í dauðann. Sá ég, að ekkert varð að gert og náði i flýti i byssu til að létta af henni dauðastríðinu. Aldrei vissi ég, hvað olli þeim skyndidauða, og engin dauðaorsök finnanleg, er hún var gerð til. En svörtu mæðg- urnar héldu sig enn þá með kúnum, þó að Ljómalind væri fallin frá. Aldrei undi þó litla svört sér vel i þeim félagsskap, og leitaði hún því oft eftir samvistum við kindur úti i hagan- um. Sérstaklega fór hún til fundar við lömb á líku reki. Eitt sinn kom það fyrir um sumar- ið, að eldri Stella kom ein heim með kún- um. Þótti mér það kynlegt og fór að leita, en Stella var jarmandi heima við fjós. Skömmu eftir að ég var farinn, hljóp Stella eins og elding upp alla haga og hvarf upp fyrir holt-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.