Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 2
18 DÝRAVERNDARINN Margaretta Burr Wells: APINN OG VINIR HANS Bimbó ólst upp meðal manna. Nú var Bimbó orðin sex ára, en þegar við feng- um hana, var hún komung og svo lítil, að skó- kassi var hæfilega stór vagga handa henni. Hún kom frá hinu undurfagra Doi Chiang Lao, fjalli stjörnuborgarinnar, eða eins og sumir kalla það, fjallið jafn háa stjörnunum. Þetta fjall er í fjöru- tíu og tveggja mílna f jarlægð frá Chiang Mai. Þar eru gibbonapar í grösugum dalverpum. Þeir lifa á hitabeltisávöxtum og drekka vatn úr kristalls- tærum ám, sem eiga upptök sin í kalksteinshell- um, þar sem tugir gullinna Búddhalíkneskja sitja, eins og þau séu í djúpri leiðslu. I garðinum bak við húsið gerðum við Bimbó lítið hús uppi í poincianatré. Fyrir framan húsið var lárétt bambusstöng, tuttugu fet á lengd, og við hinn endann á henni var matartrogið hennar bundið. Bimbó var fest við stöngina með léttri keðju og hring, sem rann til á henni. Hún var fljót að læra að hanga á stönginni og sveifla sér áfram með því að færa hendurnar hvora fram fyrir aðra, og náði á þennan hátt undraverðum hraða. Stundum brá hún sér upp á stöngina og hljóp eftir henni með keðjuna í annarri hendinni. Frá því fyrsta voru ástúð og hryggð helztu geðbrigðin, sem merki sáust um á Bimbó. Sorgin risti sjaldnast djúpt og var oft um hrein látalæti að ræða til þess eins að vekja á sér meiri athygli. Stundum sýndi hún fyrirlitningu, stundum var hún feimin eða móðguð, allt eftir því, sem við átti i það sinn. Bimbó fór alltaf mjög snemma á fætur og beið eftir sólarupprásinni. í Tailandi eru til gamlar sagnir, sem segja að pú-a hróp gibbonapanna, sem þeir reka upp, er fyrstu geislar morgunsólarinnar slá rauðgullnum bjarma á himininn, séu iðrunar- óp. Púa þýðir eiginmaður, og munnmælasagan hermir, að léttúðug kvensnift hafi hjálpað lag- legum stigamanni til að drepa mann hennar. Af þessu varð guðinn Indra svo reiður henni, að hann breytti henni í gibbonapa. Upp frá því hefur morg- unroðinn minnt gibbonapana á ódæðið og þeir byrja að kyrja: ,,Pú-a, pú-a, pú-a“. Stundum kom það fyrir, að Bimbó sleppti morg- unsöngnum. Þá kom hún hæglætislega út úr hús- inu, gekk eftir bambusslánni yfir að troginu sínu og horfði á Mána, eldamanninn, kveikja upp. A föstudagskvöldum fékk Bimbó að leika laus- um hala, og á laugardagsmorgnum hentist hún úr trjánum fyrir framan húsið yfir á handriðið á svölunum. Síðan hljóp hún eftir handriðinu til að aðgæta, hvort nokkur væri vaknaður. Helzt vildi hún hitta Róbertu. Stundum stökk Róberta út úr rúminu, tók lokuna frá hurðinni hjá sér og hljóp svo aftur upp í rúmið. Leið þá ekki á löngu, að Bimbó ýtti hurðinni varfærnislega upp og kæmi inn. Báðar höfðu þær jafn gaman af þessum morgunheimsóknum. Ekki kallaði Bimbó alla vini sína. Til dæmis var hún afar afbrýðissöm við köttinn okkar. Þeg- ar hún sá hann liggja einhvers staðar værðarleg- an, risu á henni hárin af gremju. Yrði kisi hætt- unnar var í tíma, reyndi hann að forða á sér skott- inu, en tækist það, óx reiði Bimbóar um allan helming. Sjálf hafði Bimbó ekkert skott og virt- ist það verða til þess, að hún gat ekki litið skott á nokkru öðru dýri réttu auga. Nágrannar okkar áttu hvolp, sem kallaður var Sambó. Bimbó og hvolpurinn áttu löngum í innbyrðis erjum. En eitt sinn, er þau voru í áflogum, uppgötvaði Bimbó, að hvolpurinn gat enga björg sér veitt, þegar hann var dreginn á skottinu. Eftir það varð aðalgam- anið hjá Bimbó að eltast við að ná í skottið á Sambó og átti hann oftast nóg með að varna því. Svo þegar hann var alveg að því kominn að springa af mæði, lagðist hann einhvers staðar á öruggum stað, kastaði mæðinni og safnaði kröft- um til nýrrar rimmu. I eltingaleik hafði Bimbó geysilega yfirburði, hvort sem við menn eða hunda var að eiga. Eigandi Sambós var lítill drengur, sem við köll- uðum Danny, og við hann var Bimbó ekkert nema gæðin og blíðan. Frá því að drengurinn var nokkra vikna gamall hafði Bimbó vitað,að það ætti aðgæta hans vel og elska hann. Hún sat hjá honum, þar sem hann vafraði um á teppi á gólfinu, klappaði

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.