Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 8
24 DÝRAVERNDARINN 9. gr. Hvert land skal hafa rétt til að gera skrá yfir þær fuglategundir, staðfugla og farfugla, sem ein- staklingar mega halda föngnum, og skal þar kveða á um þær aðferðir, er leyfilegar eru við föngun- ina, og sömuleiðis um það, við hvaða aðstæður megi flytja fuglana til og geyma þá fangna. Hvert land skal setja reglur um verzlun með slíka fugla og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að takmarka hana. 10. gr. Aðilar að samþykktinni skuldbinda sig til að rannsaka og gera viðeigandi ráðstafanir til að varna tortímingu fugla af völdum úrgangsolíu frá skipum eða annarri saurgun vatns, eða af völd- um vita, rafmagnsstrengja, skordýraeiturs eða annars eiturs, svo og vegna hliðstæðra orsaka. Þeir skulu leitast við að glæða hjá börnum og almenningi skilning á nauðsyn þess að vernda og friða fugla. 11. gr. Til þess að bæta úr afleiðingum þess, að hent- ugum varpsvæðum fyrir fugla fækkar sem óð- ast fyrir aðgerðir manna, skuldbinda aðilar sam- þykktarinnar sig til þess að hvetja til þess þegar í stað og stuðla að því með öllum viðeigandi ráð- um, að bæði á sjó og landi verði friðlýst ákveðin svæði af hentugri stærð og á hentugum stöðum, þar sem fuglar geti orpið og komið upp ungum sínum óáreittir og þar sem farfuglar geti einnig hvílzt og aflað sér ætis í friði. Samþykkt þessa skal fullgilda, og skal hún haldast í gildi meðal allra ríkja, er undirrita hana. Fari svo, að eitthvert þeirra segi henni upp, skal sú uppsögn aðeins taka til hlutaðeigandi ríkis og ekki taka gildi fyrr en að ári liðnu frá því, er upp- sögnin var tilkynnt aðilum samþykktarinnar. Þær þjóðir, sem ekki hafa undirritað samþykkt- ina, skulu hafa rétt til að gerast aðilar að henni, þegar er þær æskja þess. Þau ríki, er voru aðilar að samþykktinni fró 1902, en hafa ekki fullgilt þessa samþykkt, skulu framvegis vera bundin af ákvæðum samþykktar- innar frá 1902. f 'i DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. ,____________________________________________J TIL ATHUGUNAR Þess er getið í grein Þorsteins Einarssonar, íþróttafull- trúa, hér að framan, og auk þess var frá því sagt á sínum tíma hér í blaðinu, að ísland hefði gerzt aðili að alþjóða- samtökum til fuglaverndunar og að 5 manna nefnd hefði verið skipuð (24. apríl, 1948) til að koma fram fyrir hönd íslands í þessum málum. Nefndin var skipuð þessum mönnum: Dr. Finnur Guðmundsson, náttúrufræðingur, skipaður formaður; Agnar Kofoed-Hansen, flugvallarstjóri; Kristinn Stefánsson, læknir; Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, skipaður samkv. tilh.. Dýraverndunarfél. fslands, og Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, skipaður samkv. tilhl. Hins íslenzka náttúrufræðifélags. Þessari sömu nefnd var og falið að semja frumvarp til nýrra laga um friðun fugla hér á landi, eins og Þorsteinn Einarsson hefur gert grein fyrir hér að framan. Laga- frumvarp nefndarinnar var samþykkt á síðasta alþingi með litlum breytingum. Þessi nýju friðunarlög verða nú smám saman birt hér í blaðinu, eins og lofað hefur verið. Or bréfi til Dýraverndarans. Ég þakka ynnilega allar þær mörgu ánægjustundir, sem Dýraverndarinn hefur veitt mér, frá því að ég gjörðist kaupandi að honum, og óska honum og því góða málefni, sem hann berst fyrir og öllum sem að honum standa, er vinna af ást og einhug að bættum kjörum hinna mállausu vina okkar, alls góðs á þessu nýja ári — og ætíð.--------Málefnið er stórt og göfugt. Vinátta við dýrin, umhyggja fyrri líðan þeirra og skilningur á kjör- um þeirra er virkur þáttur í fegurð Iífsins og eitthvert fegursta aðalsmerki hvers manns, sem slíkum eiginleikum er gæddur. Seint eða aldrei verður of miklu fórnað í þágu slikra eiginda — og aldrei verður of hörðum tökum tekið á varmennskunni gagnvart dýrunum — ónærgætninni, skilningsleysinu og harðúðinni. Að vinna gegn slíku er barátta í þágu Ijóss og kærleika og á skilið öruggan og einhuga stuðning allra, sem vilja vel og unna því góða og fagra. (7. febr. 1954). J. ó.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.