Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 6
22 DÝRAVERNDARINN af stað í fjarlægðina, þangað, sem óvíst er, að nokkur skilji eðli þeirra eða reyni að umgangast þá af þeim skilningi og þeirri nærfærni, sem fyrir hendi þarf að vera hjá þeim húsbónda, er vill að hesturinn sé vinur hans, en ekki þræll — þangað, sem allir staðhættir hljóta að brjóta í bága við eðli þeirra, samfara því, að þeir eru brotnir til hlýðni undir vilja mannsins, eins og óhjákvæmi- legt hlýtur að vera. Við þetta allt bætist svo heimþráin. öllum, sem þekkt hafa, hvílíkri tryggð sum hross hafa bundizt æskustöðvum sínum, svo mikilli, að þau hafa ekki vílað fyrir sér að leggja á öræfi um hávetur eða kasta sér til sunds yfir breiða firði, hlýtur að óa sú þjáning, sem heimþráin hefur verið sumum þessara hrossa. Þá er eitt. — Meðferðin á hrossunum frá mark- aðsstað og þangað, sem þeim er safnað saman til útskipunar. Fyrirmæli hafa verið gefin um með- ferð hrossanna, ekki vantar það. En hvemig hafa svo þessi fyrirmæli verið haldin . . .? Hvemig svo líðan hrossanna er í dimmum og fúlum lestarklefum í misjöfnum sjó, hlýtur að vera augljóst hverjum heilskyggnum manni. Hún hlýtur að vera átakanleg á margra daga ferðalagi. Nýlega hefur Stéttarsamband bænda sett á stofn nefnd, sem hefur það markmið eitt að vinna að kynningu íslenzka reiðhestsins erlendis, með það fyrir augum, að hafinn verði útflutningur íslenzkra reiðhesta, ef kynningin ber þann árangur, sem vænzt er. Nefnd þessa skipa núverandi hrossa- ræktarráðanautur Islendinga, Gunnar Bjarnason, sem allra manna vasklegast hefur gengið fram í útflutningi íslenzkra hrossa, og þeir Steinþór Gestsson, bóndi á Hæli og Kristján Karlsson, skóla- stjóri á Hólum. Ég hafði haldið, að a. m. k. tveir þeir síðarnefndu væru of traustir hestavinir til að geta tekið þetta ógeðfellda starf að sér, en svo virðist þó ekki vera. Síðastliðið sumar var svo boðið hingað 8 reiðmönnum erlendis frá í þeim tilgangi að kynna þeim kosti hinna íslenzku reið- hesta, þar eð ekki hafði verið hægt að koma því við að halda sýningu erlendis á íslenzkum reið- hestum, eins og nefndinni hafði verið falið að leit- ast við að koma í kring, samkvæmt ummælum ráðanautsins sjálfs í 23.—24. tbl. Freys, sl. ár. Þar segir hann frá mjög skemmtilegu ferðalagi, er hann og annar meðnefndarmanna hans, Stein- þór Gestsson, fóru með hinum erlendu ferðamönn- um um hinar fögru byggðir Suðurlands á íslenzk- um gæðingum. Mér finnst endilega, að það hljóti að vera fremur rýrt gaman í slíkum ferðalögum sem þessu fyrir íslenzka reiðhestaunnendur, er ein- göngu var farið í þeim tilgangi, að hinum erlendu ferðamönnum féllu hestarnir í geð, svo að það gæti gert sitt til að bæta söluhorfurnar erlendis. En gott þeim, sem geta notið slíkra ferðalaga af lífi og sál. — „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður". En hann virðist sums staðar vera veikur þessi þráður a. m. k. milli mannsins og hestsins, þótt undarlegt megi virðast. Ég veit, að þau rök liggja á móti máli mínu, að þjóðinni hafi verið og sé nauðsynlegt að stunda þessa ógeðfelldu verzlun með lifandi hross til að bæta svolítið við útflutningsverðmætin, og vel má vera að svo hafi verið á tímum fátæktar og ör- birgðar. Það má vel vera, að þá hafi bændur ekki haft efni á því að hafna skildingunum, sem þeim stóðu til boða fyrir hrossin, en nú eru íslenzkir bændur áreiðanlega svo vel á vegi staddir fjár- hagslega, að þeir geta auðveldlega neitað sér um að gefa kost á lífi hrossa sinna til að gera það að útflutningsvöru. Margir munu einnig segja og það því miður réttilega, að svo léleg sé aðbúð sumra hrossa hér á landi, að hún geti ekki mikið verri verið erlendis. En finnst ykkur nú, sem þannig hugsið, að hægt sé að réttlæta hrossaútflutninginn með því, að við Islendingar séum ekki menn til að gera sóma- samlega við hrossin okkar og veita þeim þá að- búð, sem okkur er skylt? Ég hygg, að margar að- ferðir séu heppilegri til að forða dýrum frá ófor- svaranlegri meðferð en að flytja þau út. Islenzkir bændur og aðrir hestaunnendur! Sýn- um að við metum starf reiðhestsins okkar meir en svo, að við seljum hann til útlanda til ævilangrar þrælkunnar langt frá átthögum sínum við skilyrði, sem alls ekki samræmast eðli hans. Sýnum, að þáttur okkar við hin lífrænu störf sveitarinnar, hafi þroskað okkur til þess skilnings, sem hverju boðorði er æðri, að ekki eigi allir hlutir að vera falir fyrir erlendan gjaldeyri. Á. G.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.