Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN 21 Mennirnir hafa kennt hundinum meira og vanið hann við fleiri og breytilegri störf en nokkurt annað dýr. Þetta hefur ekki tekizt vegna þess, að hundurinn beri af öllum öðr- um dýrum að vitsmunum, heldur hins, hvað hann er viljugur til að hlýða manninum og hvað hann hefur mikla löngun til að gera mönnum allt til geðs. Þess vegna er hann líka námfús á allt, sem menn vilja fá hann til að laera eða venja hann við. Hundurinn, sem virðist vera baðvörður hér á myndinni, hefur verið vaninn á að gæta barnsins. Ef það nálgast um of heitan ofninn, veit seppi, að hætta er á ferðum og kemur í veg fyrir það. Sama er að segja, ef það reynir að klifra upp í gluggakistuna eða því um líkt. Móðir þess segist fara stundarkorn út á hverj- um degi og skilja barnið óhrædd eftir eitt í íbúðinni i umsjá rakkans; enga ótrúsemi þurfi að óttast hjá honum. Hundur gætir barns. (Dyrev. Ungdomsbl.). arlúusa fugla, sem engum gera mein. Hvemig má það ske, að nokkur finni skemmtun í slíkri iðju? --------Dagur er liðinn að kvöldi. Kvöldsólin ’jómar um hauður og haf. Úti er kyrrð og friður. ■ • . Islenzkt vor. Svanir syngja á vatninu sín seiðandi ómþýðu Ijóð , . . Vor, ó, fagra vor! . . . Manni verður a að spyrja, hvernig ætti nokkuð ljótt að geta þróazt í mannshjartanu þessa indælu kvöldstund? — Og svarið lætur ekki bíða eftir sér. Það berst utan úr lognkyrrum geimnum — neikvætt, bví miður. Skot kveður við í fjarlægð — einn hvellur — einn nístandi, skerandi skothvellur . . . Já, hann sker mig í hjartað. — Hvar eiga þessir smælingjar skjól og öryggi? Hví er morðhugurinn svo mikils ráðandi hjá mönnunum, að þeir finna skemmt- un í því að ræna saklaus dýr lífi? Þú drápþyrsta sál, vakna þú til lifsins! Opn- aðú augu þín, svo að þú sjáir fegurðina. Líttu á Vorið umhverfis þig; blessað vorið, sem er komið til að boða líf, en ekki dauða. Allir þrá að lifa á slíkum stundum. — Gefðu fuglunum, þessum litlu vinum okkar, grið. — Leyfðu þeim að eiga vorið sitt í friði. 1 Eitt af því, sem oft hefur verið gagnrýnt af dýravinum hér á landi og það réttilega að mín- um dómi, er útflutningur íslenzkra hrossa. Fyrir nokkrum áratugum var það talsverður liður í útflutningskerfi þjóðarinnar að framleiða hross til að flytja út, en nokkuð hefur dregið úr þessu á síðari árum, sem betur fer. Allmikill hluti þessara hrossa var sendur til Eng- lands til þrælkunnar í kolanámum, og getum við gert okkur í hugarlund, hvernig ævi þeirra hefur orðið í dimmum og dauneitruðum göngum niðri í iðrum jarðar. Talsvert var einnig selt til Dan- merkur. Þar munu hrossin þó hafa verið notuð að mestu leyti til landbúnaðarstarfa. Til ýmissa fleiri landa hafa svo hross verið seld, þótt ekki hafi það verið í jafn stórum stíl. Það er sárt til þess að vita, að hesturinn — „þarfasti þjónninn“, skuli hafa sætt slíkri ómann- úð, sem hrossaútflutningurinn er, jafnframt því, sem hann hefur verið styrkasta stoð húsbónda síns — íslenzka bóndans — um aldaraðir og þolað með honum hungur og harðrétti. Það þarf kjark til að horfast í augu við þessa mállausu vini sína daginn, sem þeir eru sendir

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.