Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.04.1954, Blaðsíða 3
DÝRAVERNDARINN 19 honum ástúðlega og jafnvel kyssti hann. Þegar Danny var orðinn á stærð við hana sjálfa, tók hún hann fram yfir alla aðra og notaði hvert tækifæri, sem gafst, til að sitja á stólbrúninni hjá honum og halda utan um hann. Það var aðeins eitt barn, sem Bimbó var illa við, en það var drengur, sem verið hafði vondur við hana, þegar hún var tjóðruð og gat ekki forðað sér. Maðurinn minn kom að henni titrandi af reiði. Hann leysti hana strax og Bimbó faðmaði hann að sér í þakklætisskyni. Síoan hvarf hún fyrir hornið með mjög undarlegum hljóðum. Hún fann drenginn, rauk á hann og beit hann, kom svo til baka og hefur eflaust þótzt vera búin að hefna sin. Ein aðalástæðan til þess, að við urðum að tjóðra Bimbó var sú, hve hún gerði sér dælt við skólapilt- ana. Ef hún var laus, faldi hún sig uppi í ávaxta- tré og beið, þangað til drengirnir fóru fram hjá og kom þá þjótandi á eftir þeim. Þeir sneru sér hlæjandi við og Bimbó steypti sér kollhnýs til að sýna þeim, að hún vildi leika sér. Siðan þaut hún upp í tréð aftur og drengirnir héldu áfram. En t*á kom Bimbó á ný niður úr trénu, eins og elding, °g elti þá uppi, svo að þeir stoppuðu á nýjan ieik. Þegar Bimbó var í reglulega góðu skapi, hljóp hún til og steypti sér kollhnýs aftur á bak í loftinu. Stundum kom það fyrir, að keðjan á Bimbó var ekki nægilega föst. Þá kom hún eftir svöl- unum og hélt keðjunni í annarri hendi, líkt og honur halda í síð pils, og leitaði að okkur. Eina nóttina vöknuðum við um tvö leytið við hljóð, sem virtust koma einhvers staðar ofan úr loftinu. Við þutum út. Úti var kyrrt veður og glaða tunglskin. Skuggana af trjánum bar við himin. Þarna uppi í hundrað feta háu tré kúrði Bimbó litla og komst ekki niður, því að keðjan hennar var föst við eina af efstu greinunum. Við gatum ekkert aðhafst, fyrr en birti og þá vissum við ekki nema Bimbó yrði búin að hengja sig í keðjunni. Við fórum inn dauf í dálkinn. I dögun vöknuðum við aftur við hringlið í keðj- unni. Bimbó var þá komin niður á svalirnar til að aðgæta, hvort nokkur væri vaknaður. Ástarsöngur til mánans. Nótt eina, þegar Bimbó var ótjóðruð, varð hún SVo heilluð af fullu tungli, að óp hennar vöktu °kkur í annað sinn um hánótt. Bimbó hefur langa og sterka handleggi, eins og aðrir gibbonapar, og verður ekki mikið fyrir að sveifla sér um búrið sitt í dýragarðinum. — Hér á myndinni hangir hún uppi í rimlunum, horfir út í mannþröngina, sem safnazt hefur saman utan við búrið, og virðist athuga vel og vand- lega, hvort hún sjái ekki kunnugu andliti bregða fyrir. Bimbó er hvíthent, eins og greinilega sést á myndinni, en það er einkenni á sérstöku afbrigði af þessari apateg- und, sem á heima í Tailandi og á eyjunni Sumatra. Annars eru heimkynni gibbonapanna yfirleitt um alla Suðaustur- Asíu og Indlandseyjar. Hún var hátt uppi í tré og starði á tunglið, sem sveif lágt á lofti í norðvesturátt yfir fjöll- um, sem grillti þar dauft í gegn um næturmyrkrið. Hún virtist vera í töfrafjötrum. Það var sem lang- dregnu húú-í-hrópin væru henni ósjáfráð, eins og þau væru arfur frá ættkvísl hennar uppi í fjöllunum og óviðráðanleg tjáning á fegurð næt- urinnar og seiðmagni skóganna. Eftir þetta ákváðu börnin að reyna enn einu sinni, hvort Bimbó fengist ekki til að þiggja frelsi. Tvisvar áður höfðum við látið hana lausa, en frelsið kærði hún sig ekkert um. — Frh. G. E. þýddi.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.